Fleiri fréttir Íslenskir veitingastaðir of dýrir býður upp á allt of dýra veitingastaði að mati bandarísks blaðamanns sem ferðaðist nýlega um landið. Jonathan Finer skrifaði um reynslu sína á vefsíðu Miami Herald og sagði Reykjavík bjóða upp á þá dýrustu veitingastaði sem hann hefði nokkurn tíma séð. Viðmiðin voru borgir sem hann hafði nýlega heimsótt eins og Hong Kong, Tokyo, Dubai, New York og London. 17.6.2007 02:15 Með fullt hús af brúðum „Ég hefði orðið að flytja út fyrir rest. Núna kemst ég fyrir heima hjá mér,“ segir Helga Ingólfsdóttir, þroskaþjálfari sem gaf nýlega Byggðasafninu í Reykjanesbæ brúðusafnið sitt. Helga átti orðið tæplega tvö hundruð brúður þannig að þetta er vegleg gjöf til safnsins. 17.6.2007 02:00 Alþjóðahúsið fékk hjálp úr óvæntri átt „Við höfum verið að bíða eftir iðnaðarmönnum í nokkurn tíma en þarna fengum við 20 menn sem allir eru þaulvanir. Það munar um minna,“ segir Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahússins, en í fyrradag fengu menn þar á bæ góða hjálp við hin ýmsu iðnaðarstörf frá bandarískum og þýskum viðhaldsmönnum. Viðhaldsmennirnir eru hluti af áhöfn varðskipa sem nú liggja við Reykjavíkurhöfn og vildu þeir endilega láta gott af sér leiða á meðan þeir væru í heimsókn á Íslandi. 17.6.2007 01:30 Símasölumaður og sex ára stúlka vekja heimsathygli Paul Potts, 36 ára gamall símasölumaður frá Wales, og hinn 6 ára gamla Connie Talbot frá Englandi, gerðu Simon Cowell orðlausan með frammistöðu sinni í breskum raunveruleikaþætti í vikunni. 17.6.2007 01:00 Dóra er aðstoðarkona fjallkonunnar Gullsmiðurinn Dóra Jónsdóttir hefur undanfarin ár séð um að klæða íslensku fjallkonuna í þjóðbúninginn fyrir ræðu hennar á Austurvelli á 17. júní. 17.6.2007 00:30 Rod Steward gengur aftur í það heilaga Rokksöngvarinn og Íslandsvinurinn Rod Steward gekk í það heilaga í dag með fyrirsætunni Penny Lancaster. Brúðkaupið fór fram á sveitasetri við Ligurianströnd á Ítalíu en Rod og Penny hafa verið par frá árinu 1998. Athöfnin var látlaus en auk brúðhjónanna voru aðeins foreldrar brúðarinnar viðstaddir. 16.6.2007 15:58 Syngur fyrir Kínverja Helga Dýrfinna Magnúsdóttir, 23 ára gömul Kópavogsmær, tekur þátt í Miss Tourism í ár. Keppnin fer fram í Kína og leggur Helga uppí langferðina í byrjun júlí. 16.6.2007 03:00 Allsber skúringakarl með milljón á mánuði? Hvað gerir þú ef að nekt og heimilisstörf eru í uppáhaldi hjá þér? Þú getur farið að fordæmi Mark Lothian, þá hættirðu í starfi sem gefur 400 þúsund af sér mánaðarlega og gerist ræstitæknir. Nakinn ræstitæknir. 15.6.2007 16:48 Osama strítt 16 ára fyrirmyndarnemandi við Tottenville framhaldsskólann á Staten Island segist hafa verið lagður í einelti af kennurum sínum í tvö ár fyrir nafnið sitt. Hann var orðinn svo þunglyndur að hann reyndi sjálfsvíg. Drengurinn heitir Osama Al-Najjar, og deilir þar með fornafni með hryðjuverkamanninum fræga. 15.6.2007 16:37 Mæður mega keppa í fegurð Fegurðarsamkeppnin Ungrú Spánn hefur breytt reglum sínum á þann hátt að nú leyfist mæðrum að taka þátt. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að Ungfrú Cantabria, Angela Bustillo, var svipt titlinum þegar upp komst að hún ætti lítinn son. 15.6.2007 16:00 Er Katie Holmes einhleyp? Eru brestir í sambandi ofurparsins Tom Cruise og Katie Holmes? Þessari mynd náði Tmz af dömunni í labbitúr á tökustað nýrrar myndar sinnar, ,,Mad Money" Græni hringurinn er tákn einhleypra, og hefur fjöldi stjarna eins og Naomi Campbell, Juliett Lewis og Bachelorstjarnan Jen Schefft sést með hann á hægri hendi. 15.6.2007 15:33 Fóðraði slöngu á hvolpi Maður sem að húðaði þriggja vikna gamlan hvolp í matarolíu og gaf Boa slöngunni sinni að borða var í gær dæmdur í 90 daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. 15.6.2007 14:37 Ert þú á leið til Írak? Fyrir þá sem hyggja á sumarleyfi í Afghanistan, Írak, eða Súdan ættu að næla sér í eintak af ferðahandbók Roberts Young Pelton - ,,The worlds most dangerous places" Í staðinn fyrir að útskýra hvaða hótel býr yfir huggulegusta sundlaugargarðinum, eða hvar besti sjávarréttaveitingastaðurinn sé, kennir bókin manni nauðsynlega hluti, eins og hvað á að gera sé manni rænt, og hvernig á að höndla jarðsprengjur og minniháttar hryðjuverkaárásir. 15.6.2007 13:44 Naomi nær sáttum við laminn aðstoðarmann Naomi Campbell hefur ákveðið að borga fyrrverandi aðstoðarmanni sínum skaðabætur í stað þess að fara enn einu sinni fyrir rétt. Meðal þess sem aðstoðarmaðurinn, Amanda Brack, sakaði Naomi um var að berja hana með gimsteinaskreyttum BlackBerry síma árið 2005. 15.6.2007 12:43 Daglegar gönguferðir með leiðsögn Í sumar býður Bláa Lónið í samvinnu við leiðsögumenn Reykjaness upp á daglegar gönguferðir um svæðið hjá Bláa lóninu. Gönguferðirnar eru farnar daglegar klukkan 10:00 tímabilið 1. júní til 31. ágúst. 15.6.2007 11:05 Angelina grenntist af sorg Angelina Jolie segir að þyngdartap sitt undanfarna mánuði sé vegna dauða móður hennar, sem lést úr krabbameini í janúar. Miklar vangaveltur hafa verið í slúðurpressunni um heilsufar leikkonunnar en kílóin hafa fokið af henni og ekki allir á því að hún hafi mátt við því. 15.6.2007 10:12 Fyrsta opinbera pókermótið á Íslandi um helgina Fyrirhugað er að halda fyrsta opinbera pókermótið á Íslandi um helgina. Mótið er haldið á vegum gismo.is, verslun á netinu sem selur vörur sem tengjast fjárhættuspilum. Samkvæmt almennum hegningarlögum eru fjárhættuspil bönnuð á Íslandi. Forsvarsmenn mótsins telja sig þó ekki vera að brjóta lög. 15.6.2007 10:00 Kennari með töff einkanúmer „Ég sá þennan bíl hjá B&L og kolféll fyrir honum. Mér finnst hann einfaldlega svo töff,“ segir ökukennarinn Snorri Bjarnason, en hann kennir nemendum sínum á BMW af gerðinni 116 I, sem ber einkanúmerið TÖFF. Bíllinn vekur eðlilega töluverða athygli í umferðinni og viðurkennir Snorri að krökkunum leiðist ekki að læra að aka á litlum BMW með einkanúmerið TÖFF. 15.6.2007 08:00 Eli er David Hasselhoff Íslands Hryllingsmyndaleikstjórinn Eli Roth var í viðtali við spjallþáttakónginn Conan O‘Brian á mánudaginn í New York og var spjallið undirlagt af umræðum um Ísland. 15.6.2007 07:30 Síðustu orð Lennons Yoko Ono, ekkja Bítilsins Johns Lennon, hefur greint frá því hver síðustu orð hans voru áður en hann var skotinn til bana af Mark Chapman fyrir utan heimili sitt í New York árið 1980. Yoko Ono var við hlið eiginmanns síns þegar hann var myrtur en hún hefur aldrei fyrr tjáð sig um hvað þeim fór á milli áður en hann varð fyrir skotinu. 15.6.2007 05:00 Ætlar að toppa Elton "Ég vona bara að sextugspartíið verði ennþá betra," segir Ólafur Ólafsson í Samskipum sem er einn umsvifamesti viðskiptajöfur landsins. Eins og kunnugt er bauð hann Elton John til landsins í janúar þegar hann varð fimmtugur. 14.6.2007 20:25 Vill breyta nafninu svo Guð þekki sig Rúmenskur maður, sem tók eftirnafn kjörforeldra sinna þegar hann var ættleiddur vill gamla nafnið sitt aftur svo Guð þekki hann þegar hann deyr. Ég vil fá upprunalega nafnið mitt, Scarlat Pascal, aftur" sagði maðurinn, sem er 78 ára og heitir nú Scarlat Lila. 14.6.2007 16:02 Féll á prófi í þrítugasta og áttunda sinn 73ja ára indverskur bóndi, sem hafði heitið því að giftast ekki fyrr en hann útskrifaðist úr grunnskóla, féll á prófunum í þrítugasta og áttunda sinn á dögunum. 14.6.2007 15:31 Fangelsissagan endalausa - Paris aftur í Lynwood fangelsið Paris Hilton var um ellefuleitið í gærkvöldi að staðartíma flutt frá Twin Towers fangelsinu þar sem hún hefur dvalist síðan á föstudag og aftur í Lynwood fangelsið. 14.6.2007 14:45 Handtekinn fyrir kynferðisárás og morð 14.6.2007 14:14 Teiknimynd um Paris Hilton í vinnslu Teiknimyndagoðsögnin Stan Lee, sem meðal annars á heiðurinn af Spiderman, Hulk og X-men, er að vinna að teiknimyndaseríu með Paris Hilton í aðalhlutverki. Skrifstofa hans staðfestir þetta í samtali við slúðurdálkahöfundinn Gatecrasher. Ekki hefur verið ákveðið hvenær þáttaröðin verður frumsýnd. 14.6.2007 12:54 Lýtalæknir heimsótti Hilton Paris Hilton fékk lýtalækninn sinn í heimsókn daginn sem hún var í stofufangelsi. Maður sem sást koma út af heimili Hilton þann áttunda júní síðastliðinn staðfesti við ljósmyndara X17 tímaritsins að hann væri læknir hennar. 14.6.2007 12:15 Ólöglegt að ganga með buxurnar á hælunum Bæjarstjóri í Louisiana sagði í dag að hann muni skrifa undir tillögu bæjarstjórnar um að banna að ganga með buxurnar of neðarlega. Til þess að ná því fram gerir tillagan það ólöglegt að láta sjást í nærbuxur. 14.6.2007 11:37 Veðjað á ölvunarakstur Slúðurfíklar geta eiga nú möguleika á því að græða á öllum þeim óþörfu upplýsingum sem þeir hafa viðað að sér um fræga fólkið. Á bodog.com er hægt að veðja um hvaða stjarna verður næst tekin full undir stýri. Lilly Allen er þykir líklegust til þess enda eru hlutföllinn ekki nema 4/1 sem þýðir að fyrir hverja krónu sem veðjað er fær maður fjórar til baka ef maður vinnur. 14.6.2007 11:08 Rektor hélt að um æfingu væri að ræða Margir áhorfendur kvöldfrétta RÚV í fyrrakvöld ráku upp stór augu þegar þeir urðu vitni að afar undarlegri hegðun Kristínar Ingólfsdóttur, rektors Háskóla Íslands, í beinu sjónvarpsviðtali. 14.6.2007 10:15 Ljónakjöt er hættulega gott „Ljónakjöt er hættulega gott, það kom mér mjög á óvart,“ segir veiðimaðurinn Páll Reynisson, sem hefur opnað nýjan sýningarsal í Veiðisafninu á Stokkseyri með uppstoppuðum ljónum, sebrahestum og hreintörfum. „Ég hef borðað antilópur, gíraffa og seli og ísbirni. Ég hef borðað bæði mjög góðan og mjög vondan ísbjörn, það fer eftir því hvernig hann er matreiddur.“ 14.6.2007 09:30 Kalt og hvasst á toppnum Nýjar og glæsilegar íbúðir verða afhentar í haust í Skuggahverfinu við Vatnsstíg en það er 101 Skuggahverfi sem byggir þær. Nýlega var opnað fyrir tilboð í 2. áfanga og þar vekur athygli að toppíbúðin við Vatnsstíg 16 er talin kosta litlar 220 milljónir. Íbúðin er á tveimur á hæðum, er rúmir 310 fermetrar á tveimur hæðum, með þakgarð og er í ríflega 54 metra hæð. Og hinn heppni íbúi verður ekki svikinn af útsýninu sem nær eins langt og augað eygir. 14.6.2007 07:30 Kevin Spacey orðinn leiður á Hollywood Hollywoodleikarinn Kevin Spacey er orðinn þreyttur á því að leika í kvikmyndum. Í samtali við London Tonight sagði hann að hann nyti sín vel sem listrænn leikstjóri í Gamla Viktoríuleikhúsinu í Lundúnum. Hann hefur starfað þar síðan 2003. 13.6.2007 20:13 Britney í bleikum nærbuxum Á meðan Kevin Federline hleður niður börnum þá flassar Britney Spears ljósmyndara í gríð og erg. Fyrr í vikunni birtust myndir af henni með annað brjóstið danglandi út úr kjólnum og stuttu síðar veifaði hún rassinum framan í paparassana. 13.6.2007 16:04 Engin Bermúdaskál hjá Sarkozy, hann er bindindismaður Belgíski fréttamaðurinn sem gaf í skyn að Nicolas Sarkozy hefði verið drukkinn á G8 fundinum hefur nú beðist afsökunar á ummælunum. Eric Boever sagði í inngangi að Sarkozy hefði greinilega drukkið annað en bara vatn og sýndi svo bút af fundinum. 13.6.2007 14:31 Vinir Jen hafa áhyggjur af nýja kærastanum Nýji gæjinn hennar Jennifer Aniston er enginn Brad Pitt. Að minnsta kosti finnst vinum leikkonunnar það ekki, ein þeir hafa áhyggjur af því að Paul Sculfor sé ekki allur þar sem hann er séður. 13.6.2007 14:05 K-Fed pabbi í fimmta sinn Kevin Federline er að verða pabbi aftur.Shar Jackson, sem K-Fed yfirgaf kasólétta að öðru barni þeirra fyrir Britney Spears, er gengin sjö vikur með þriðja barn þeirra skötuhjúa. Federline náði að barna Spears tvisvar á þeim tveimur árum sem þau voru gift. Jackson segir í samtali við Star tímaritið að hún voni að barnið verði til þess að sameina fjölskylduna á ný. 13.6.2007 13:05 Umboðsskrifstofan losar sig við Paris Hilton Það á ekki af Paris Hilton að ganga. Michael Donkis, talsmaður ,,The Endeavor" umboðsskrifstofunnar sagði að þeir hefðu losað sig við stjörnuna, en vildi ekki tjá sig frekar um málið. 13.6.2007 11:32 Dóttir O.J. Simpson mætir fyrir rétt Dóttur O.J. Simpson, hefur verið gert að mæta fyrir rétt. Fjölskylda Ron Goldmans, sem var myrtur ásamt fyrrum eiginkonu Simpson, reynir nú að fá öllum eintökum af bókinni "If I did it" eytt. Í þeirri bók lýsir Simpson því hvernig hann hefði borið sig að ef hann hefði myrt fyrrum eiginkonu sína og Goldman. Dóttir Simpsons er sögð vera yfirmaður fyrirtækisins sem á réttinn að bókinni. 13.6.2007 10:50 Scorsese með Laxness á náttborðinu Bíófrömuðurinn Árni Samúelsson í Sambíóum var viðstaddur sérstaka frumsýningu heimildarmyndarinnar Shine a Light eftir Martin Scorsese í New York á mánudagskvöldinu. Þar fylgir leikstjórinn goðsagnakenndi rokkgoðunum í Rolling Stones eftir en allar helstu stórstjörnur Hollywood voru viðstaddar. 13.6.2007 06:00 Paris fékk kvíðaköst Nokkrir fjölmiðlar í Bandaríkjunum birtu í gær fréttir þess efnis að Paris Hilton þjáist af athyglisbrest, sem valdi heiftarlegum kvíðaköstum og þess vegna hafi henni verið veitt leyfi til að yfirgefa fangelsið eftir aðeins þriggja daga dvöl í síðustu viku. Sem kunnugt er var henni komið aftur fyrir á bak við lás og slá aðeins fáeinum klukkustundum síðar. Í millitíðinni mun hún hins vegar hafa fengið rétta meðferð við meininu, sem veldur því að hún unir sér nú ágætlega innan fangelsismúranna. 13.6.2007 06:00 Rassskellingum sýndur áhugi Eva Hauksdóttir í Nornabúðinni birti smáauglýsingu í Fréttablaðinu á föstudaginn sem vakti mikla athygli. Þar auglýsti hún eftir stæðilegum mönnum til að rassskella samráðsmenn olíufélaganna og gátu áhugasamir sent henni póst á eva@nornabudin.is. Eva hafði fengið mikil viðbrögð við auglýsingunni þegar Fréttablaðið náði tali af henni í veðurblíðunni en viðurkenndi að fáum hefði verið alvara. 13.6.2007 06:00 Fjölrammungar Hugleiks Bókin Ókei bæ! lítur helst út eins og vinaleg barnabók en þegar betur er að gáð er hér á ferðinni nýjasta sagnasafn Hugleiks Dagssonar. Bókin er í stærra broti en fyrri bækur höfundarins en sögurnar eru einnig flestar lengri en þó er um sama sagnastíl Hugleiks að ræða sem flestir hljóta nú að kannast við. 13.6.2007 06:00 Fastagestir ekki kátir Heilsuræktarkóngurinn Björn Leifsson á í viðræðum við Reykjavíkurborg um hugsanlegan möguleika þess að byggja líkamsræktarstöð og 25 metra laug við Vesturbæjarlaugina. 13.6.2007 03:00 Til heiðurs Patró Hljómsveitin Þorpararnir hefur gefið út sína fyrstu plötu sem nefnist Þorpið: Ólíkir molar úr sömu skál. Meðlimir sveitarinnar eru brottfluttir Patreksfirðingar og vilja þeir með plötunni heiðra bernskubyggð sína. Þrír þeirra búa á höfuðborgarsvæðinu og þrír til viðbótar á Akureyri. 13.6.2007 02:00 Sjá næstu 50 fréttir
Íslenskir veitingastaðir of dýrir býður upp á allt of dýra veitingastaði að mati bandarísks blaðamanns sem ferðaðist nýlega um landið. Jonathan Finer skrifaði um reynslu sína á vefsíðu Miami Herald og sagði Reykjavík bjóða upp á þá dýrustu veitingastaði sem hann hefði nokkurn tíma séð. Viðmiðin voru borgir sem hann hafði nýlega heimsótt eins og Hong Kong, Tokyo, Dubai, New York og London. 17.6.2007 02:15
Með fullt hús af brúðum „Ég hefði orðið að flytja út fyrir rest. Núna kemst ég fyrir heima hjá mér,“ segir Helga Ingólfsdóttir, þroskaþjálfari sem gaf nýlega Byggðasafninu í Reykjanesbæ brúðusafnið sitt. Helga átti orðið tæplega tvö hundruð brúður þannig að þetta er vegleg gjöf til safnsins. 17.6.2007 02:00
Alþjóðahúsið fékk hjálp úr óvæntri átt „Við höfum verið að bíða eftir iðnaðarmönnum í nokkurn tíma en þarna fengum við 20 menn sem allir eru þaulvanir. Það munar um minna,“ segir Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahússins, en í fyrradag fengu menn þar á bæ góða hjálp við hin ýmsu iðnaðarstörf frá bandarískum og þýskum viðhaldsmönnum. Viðhaldsmennirnir eru hluti af áhöfn varðskipa sem nú liggja við Reykjavíkurhöfn og vildu þeir endilega láta gott af sér leiða á meðan þeir væru í heimsókn á Íslandi. 17.6.2007 01:30
Símasölumaður og sex ára stúlka vekja heimsathygli Paul Potts, 36 ára gamall símasölumaður frá Wales, og hinn 6 ára gamla Connie Talbot frá Englandi, gerðu Simon Cowell orðlausan með frammistöðu sinni í breskum raunveruleikaþætti í vikunni. 17.6.2007 01:00
Dóra er aðstoðarkona fjallkonunnar Gullsmiðurinn Dóra Jónsdóttir hefur undanfarin ár séð um að klæða íslensku fjallkonuna í þjóðbúninginn fyrir ræðu hennar á Austurvelli á 17. júní. 17.6.2007 00:30
Rod Steward gengur aftur í það heilaga Rokksöngvarinn og Íslandsvinurinn Rod Steward gekk í það heilaga í dag með fyrirsætunni Penny Lancaster. Brúðkaupið fór fram á sveitasetri við Ligurianströnd á Ítalíu en Rod og Penny hafa verið par frá árinu 1998. Athöfnin var látlaus en auk brúðhjónanna voru aðeins foreldrar brúðarinnar viðstaddir. 16.6.2007 15:58
Syngur fyrir Kínverja Helga Dýrfinna Magnúsdóttir, 23 ára gömul Kópavogsmær, tekur þátt í Miss Tourism í ár. Keppnin fer fram í Kína og leggur Helga uppí langferðina í byrjun júlí. 16.6.2007 03:00
Allsber skúringakarl með milljón á mánuði? Hvað gerir þú ef að nekt og heimilisstörf eru í uppáhaldi hjá þér? Þú getur farið að fordæmi Mark Lothian, þá hættirðu í starfi sem gefur 400 þúsund af sér mánaðarlega og gerist ræstitæknir. Nakinn ræstitæknir. 15.6.2007 16:48
Osama strítt 16 ára fyrirmyndarnemandi við Tottenville framhaldsskólann á Staten Island segist hafa verið lagður í einelti af kennurum sínum í tvö ár fyrir nafnið sitt. Hann var orðinn svo þunglyndur að hann reyndi sjálfsvíg. Drengurinn heitir Osama Al-Najjar, og deilir þar með fornafni með hryðjuverkamanninum fræga. 15.6.2007 16:37
Mæður mega keppa í fegurð Fegurðarsamkeppnin Ungrú Spánn hefur breytt reglum sínum á þann hátt að nú leyfist mæðrum að taka þátt. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að Ungfrú Cantabria, Angela Bustillo, var svipt titlinum þegar upp komst að hún ætti lítinn son. 15.6.2007 16:00
Er Katie Holmes einhleyp? Eru brestir í sambandi ofurparsins Tom Cruise og Katie Holmes? Þessari mynd náði Tmz af dömunni í labbitúr á tökustað nýrrar myndar sinnar, ,,Mad Money" Græni hringurinn er tákn einhleypra, og hefur fjöldi stjarna eins og Naomi Campbell, Juliett Lewis og Bachelorstjarnan Jen Schefft sést með hann á hægri hendi. 15.6.2007 15:33
Fóðraði slöngu á hvolpi Maður sem að húðaði þriggja vikna gamlan hvolp í matarolíu og gaf Boa slöngunni sinni að borða var í gær dæmdur í 90 daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. 15.6.2007 14:37
Ert þú á leið til Írak? Fyrir þá sem hyggja á sumarleyfi í Afghanistan, Írak, eða Súdan ættu að næla sér í eintak af ferðahandbók Roberts Young Pelton - ,,The worlds most dangerous places" Í staðinn fyrir að útskýra hvaða hótel býr yfir huggulegusta sundlaugargarðinum, eða hvar besti sjávarréttaveitingastaðurinn sé, kennir bókin manni nauðsynlega hluti, eins og hvað á að gera sé manni rænt, og hvernig á að höndla jarðsprengjur og minniháttar hryðjuverkaárásir. 15.6.2007 13:44
Naomi nær sáttum við laminn aðstoðarmann Naomi Campbell hefur ákveðið að borga fyrrverandi aðstoðarmanni sínum skaðabætur í stað þess að fara enn einu sinni fyrir rétt. Meðal þess sem aðstoðarmaðurinn, Amanda Brack, sakaði Naomi um var að berja hana með gimsteinaskreyttum BlackBerry síma árið 2005. 15.6.2007 12:43
Daglegar gönguferðir með leiðsögn Í sumar býður Bláa Lónið í samvinnu við leiðsögumenn Reykjaness upp á daglegar gönguferðir um svæðið hjá Bláa lóninu. Gönguferðirnar eru farnar daglegar klukkan 10:00 tímabilið 1. júní til 31. ágúst. 15.6.2007 11:05
Angelina grenntist af sorg Angelina Jolie segir að þyngdartap sitt undanfarna mánuði sé vegna dauða móður hennar, sem lést úr krabbameini í janúar. Miklar vangaveltur hafa verið í slúðurpressunni um heilsufar leikkonunnar en kílóin hafa fokið af henni og ekki allir á því að hún hafi mátt við því. 15.6.2007 10:12
Fyrsta opinbera pókermótið á Íslandi um helgina Fyrirhugað er að halda fyrsta opinbera pókermótið á Íslandi um helgina. Mótið er haldið á vegum gismo.is, verslun á netinu sem selur vörur sem tengjast fjárhættuspilum. Samkvæmt almennum hegningarlögum eru fjárhættuspil bönnuð á Íslandi. Forsvarsmenn mótsins telja sig þó ekki vera að brjóta lög. 15.6.2007 10:00
Kennari með töff einkanúmer „Ég sá þennan bíl hjá B&L og kolféll fyrir honum. Mér finnst hann einfaldlega svo töff,“ segir ökukennarinn Snorri Bjarnason, en hann kennir nemendum sínum á BMW af gerðinni 116 I, sem ber einkanúmerið TÖFF. Bíllinn vekur eðlilega töluverða athygli í umferðinni og viðurkennir Snorri að krökkunum leiðist ekki að læra að aka á litlum BMW með einkanúmerið TÖFF. 15.6.2007 08:00
Eli er David Hasselhoff Íslands Hryllingsmyndaleikstjórinn Eli Roth var í viðtali við spjallþáttakónginn Conan O‘Brian á mánudaginn í New York og var spjallið undirlagt af umræðum um Ísland. 15.6.2007 07:30
Síðustu orð Lennons Yoko Ono, ekkja Bítilsins Johns Lennon, hefur greint frá því hver síðustu orð hans voru áður en hann var skotinn til bana af Mark Chapman fyrir utan heimili sitt í New York árið 1980. Yoko Ono var við hlið eiginmanns síns þegar hann var myrtur en hún hefur aldrei fyrr tjáð sig um hvað þeim fór á milli áður en hann varð fyrir skotinu. 15.6.2007 05:00
Ætlar að toppa Elton "Ég vona bara að sextugspartíið verði ennþá betra," segir Ólafur Ólafsson í Samskipum sem er einn umsvifamesti viðskiptajöfur landsins. Eins og kunnugt er bauð hann Elton John til landsins í janúar þegar hann varð fimmtugur. 14.6.2007 20:25
Vill breyta nafninu svo Guð þekki sig Rúmenskur maður, sem tók eftirnafn kjörforeldra sinna þegar hann var ættleiddur vill gamla nafnið sitt aftur svo Guð þekki hann þegar hann deyr. Ég vil fá upprunalega nafnið mitt, Scarlat Pascal, aftur" sagði maðurinn, sem er 78 ára og heitir nú Scarlat Lila. 14.6.2007 16:02
Féll á prófi í þrítugasta og áttunda sinn 73ja ára indverskur bóndi, sem hafði heitið því að giftast ekki fyrr en hann útskrifaðist úr grunnskóla, féll á prófunum í þrítugasta og áttunda sinn á dögunum. 14.6.2007 15:31
Fangelsissagan endalausa - Paris aftur í Lynwood fangelsið Paris Hilton var um ellefuleitið í gærkvöldi að staðartíma flutt frá Twin Towers fangelsinu þar sem hún hefur dvalist síðan á föstudag og aftur í Lynwood fangelsið. 14.6.2007 14:45
Teiknimynd um Paris Hilton í vinnslu Teiknimyndagoðsögnin Stan Lee, sem meðal annars á heiðurinn af Spiderman, Hulk og X-men, er að vinna að teiknimyndaseríu með Paris Hilton í aðalhlutverki. Skrifstofa hans staðfestir þetta í samtali við slúðurdálkahöfundinn Gatecrasher. Ekki hefur verið ákveðið hvenær þáttaröðin verður frumsýnd. 14.6.2007 12:54
Lýtalæknir heimsótti Hilton Paris Hilton fékk lýtalækninn sinn í heimsókn daginn sem hún var í stofufangelsi. Maður sem sást koma út af heimili Hilton þann áttunda júní síðastliðinn staðfesti við ljósmyndara X17 tímaritsins að hann væri læknir hennar. 14.6.2007 12:15
Ólöglegt að ganga með buxurnar á hælunum Bæjarstjóri í Louisiana sagði í dag að hann muni skrifa undir tillögu bæjarstjórnar um að banna að ganga með buxurnar of neðarlega. Til þess að ná því fram gerir tillagan það ólöglegt að láta sjást í nærbuxur. 14.6.2007 11:37
Veðjað á ölvunarakstur Slúðurfíklar geta eiga nú möguleika á því að græða á öllum þeim óþörfu upplýsingum sem þeir hafa viðað að sér um fræga fólkið. Á bodog.com er hægt að veðja um hvaða stjarna verður næst tekin full undir stýri. Lilly Allen er þykir líklegust til þess enda eru hlutföllinn ekki nema 4/1 sem þýðir að fyrir hverja krónu sem veðjað er fær maður fjórar til baka ef maður vinnur. 14.6.2007 11:08
Rektor hélt að um æfingu væri að ræða Margir áhorfendur kvöldfrétta RÚV í fyrrakvöld ráku upp stór augu þegar þeir urðu vitni að afar undarlegri hegðun Kristínar Ingólfsdóttur, rektors Háskóla Íslands, í beinu sjónvarpsviðtali. 14.6.2007 10:15
Ljónakjöt er hættulega gott „Ljónakjöt er hættulega gott, það kom mér mjög á óvart,“ segir veiðimaðurinn Páll Reynisson, sem hefur opnað nýjan sýningarsal í Veiðisafninu á Stokkseyri með uppstoppuðum ljónum, sebrahestum og hreintörfum. „Ég hef borðað antilópur, gíraffa og seli og ísbirni. Ég hef borðað bæði mjög góðan og mjög vondan ísbjörn, það fer eftir því hvernig hann er matreiddur.“ 14.6.2007 09:30
Kalt og hvasst á toppnum Nýjar og glæsilegar íbúðir verða afhentar í haust í Skuggahverfinu við Vatnsstíg en það er 101 Skuggahverfi sem byggir þær. Nýlega var opnað fyrir tilboð í 2. áfanga og þar vekur athygli að toppíbúðin við Vatnsstíg 16 er talin kosta litlar 220 milljónir. Íbúðin er á tveimur á hæðum, er rúmir 310 fermetrar á tveimur hæðum, með þakgarð og er í ríflega 54 metra hæð. Og hinn heppni íbúi verður ekki svikinn af útsýninu sem nær eins langt og augað eygir. 14.6.2007 07:30
Kevin Spacey orðinn leiður á Hollywood Hollywoodleikarinn Kevin Spacey er orðinn þreyttur á því að leika í kvikmyndum. Í samtali við London Tonight sagði hann að hann nyti sín vel sem listrænn leikstjóri í Gamla Viktoríuleikhúsinu í Lundúnum. Hann hefur starfað þar síðan 2003. 13.6.2007 20:13
Britney í bleikum nærbuxum Á meðan Kevin Federline hleður niður börnum þá flassar Britney Spears ljósmyndara í gríð og erg. Fyrr í vikunni birtust myndir af henni með annað brjóstið danglandi út úr kjólnum og stuttu síðar veifaði hún rassinum framan í paparassana. 13.6.2007 16:04
Engin Bermúdaskál hjá Sarkozy, hann er bindindismaður Belgíski fréttamaðurinn sem gaf í skyn að Nicolas Sarkozy hefði verið drukkinn á G8 fundinum hefur nú beðist afsökunar á ummælunum. Eric Boever sagði í inngangi að Sarkozy hefði greinilega drukkið annað en bara vatn og sýndi svo bút af fundinum. 13.6.2007 14:31
Vinir Jen hafa áhyggjur af nýja kærastanum Nýji gæjinn hennar Jennifer Aniston er enginn Brad Pitt. Að minnsta kosti finnst vinum leikkonunnar það ekki, ein þeir hafa áhyggjur af því að Paul Sculfor sé ekki allur þar sem hann er séður. 13.6.2007 14:05
K-Fed pabbi í fimmta sinn Kevin Federline er að verða pabbi aftur.Shar Jackson, sem K-Fed yfirgaf kasólétta að öðru barni þeirra fyrir Britney Spears, er gengin sjö vikur með þriðja barn þeirra skötuhjúa. Federline náði að barna Spears tvisvar á þeim tveimur árum sem þau voru gift. Jackson segir í samtali við Star tímaritið að hún voni að barnið verði til þess að sameina fjölskylduna á ný. 13.6.2007 13:05
Umboðsskrifstofan losar sig við Paris Hilton Það á ekki af Paris Hilton að ganga. Michael Donkis, talsmaður ,,The Endeavor" umboðsskrifstofunnar sagði að þeir hefðu losað sig við stjörnuna, en vildi ekki tjá sig frekar um málið. 13.6.2007 11:32
Dóttir O.J. Simpson mætir fyrir rétt Dóttur O.J. Simpson, hefur verið gert að mæta fyrir rétt. Fjölskylda Ron Goldmans, sem var myrtur ásamt fyrrum eiginkonu Simpson, reynir nú að fá öllum eintökum af bókinni "If I did it" eytt. Í þeirri bók lýsir Simpson því hvernig hann hefði borið sig að ef hann hefði myrt fyrrum eiginkonu sína og Goldman. Dóttir Simpsons er sögð vera yfirmaður fyrirtækisins sem á réttinn að bókinni. 13.6.2007 10:50
Scorsese með Laxness á náttborðinu Bíófrömuðurinn Árni Samúelsson í Sambíóum var viðstaddur sérstaka frumsýningu heimildarmyndarinnar Shine a Light eftir Martin Scorsese í New York á mánudagskvöldinu. Þar fylgir leikstjórinn goðsagnakenndi rokkgoðunum í Rolling Stones eftir en allar helstu stórstjörnur Hollywood voru viðstaddar. 13.6.2007 06:00
Paris fékk kvíðaköst Nokkrir fjölmiðlar í Bandaríkjunum birtu í gær fréttir þess efnis að Paris Hilton þjáist af athyglisbrest, sem valdi heiftarlegum kvíðaköstum og þess vegna hafi henni verið veitt leyfi til að yfirgefa fangelsið eftir aðeins þriggja daga dvöl í síðustu viku. Sem kunnugt er var henni komið aftur fyrir á bak við lás og slá aðeins fáeinum klukkustundum síðar. Í millitíðinni mun hún hins vegar hafa fengið rétta meðferð við meininu, sem veldur því að hún unir sér nú ágætlega innan fangelsismúranna. 13.6.2007 06:00
Rassskellingum sýndur áhugi Eva Hauksdóttir í Nornabúðinni birti smáauglýsingu í Fréttablaðinu á föstudaginn sem vakti mikla athygli. Þar auglýsti hún eftir stæðilegum mönnum til að rassskella samráðsmenn olíufélaganna og gátu áhugasamir sent henni póst á eva@nornabudin.is. Eva hafði fengið mikil viðbrögð við auglýsingunni þegar Fréttablaðið náði tali af henni í veðurblíðunni en viðurkenndi að fáum hefði verið alvara. 13.6.2007 06:00
Fjölrammungar Hugleiks Bókin Ókei bæ! lítur helst út eins og vinaleg barnabók en þegar betur er að gáð er hér á ferðinni nýjasta sagnasafn Hugleiks Dagssonar. Bókin er í stærra broti en fyrri bækur höfundarins en sögurnar eru einnig flestar lengri en þó er um sama sagnastíl Hugleiks að ræða sem flestir hljóta nú að kannast við. 13.6.2007 06:00
Fastagestir ekki kátir Heilsuræktarkóngurinn Björn Leifsson á í viðræðum við Reykjavíkurborg um hugsanlegan möguleika þess að byggja líkamsræktarstöð og 25 metra laug við Vesturbæjarlaugina. 13.6.2007 03:00
Til heiðurs Patró Hljómsveitin Þorpararnir hefur gefið út sína fyrstu plötu sem nefnist Þorpið: Ólíkir molar úr sömu skál. Meðlimir sveitarinnar eru brottfluttir Patreksfirðingar og vilja þeir með plötunni heiðra bernskubyggð sína. Þrír þeirra búa á höfuðborgarsvæðinu og þrír til viðbótar á Akureyri. 13.6.2007 02:00