Fastagestir ekki kátir 13. júní 2007 03:00 Hefur lengi þjónað Vesturbæingum en nú stendur til að byggja við og breyta. Heilsuræktarkóngurinn Björn Leifsson á í viðræðum við Reykjavíkurborg um hugsanlegan möguleika þess að byggja líkamsræktarstöð og 25 metra laug við Vesturbæjarlaugina. Þetta staðfestir Björn í samtali við Fréttablaðið. Borgin stóð fyrir samkeppni um svæðið við hliðina á lauginni austan megin og var Björn sá eini sem skilaði inn gildum gögnum. Málið er enn á byrjunarstigi og ekki er komið á hreint hvort af þessu verður eða hvenær. „Það var sett á fót nefnd sem á að kanna hvort það þjóni hagsmunum beggja að fara af stað,“ útskýrir Björn. „Ég get ekki sagt að ég hoppi hæð mína af kæti yfir þessum fréttum,“ segir Margrét Kristín Blöndal en hún er einn fjöldra fastagesta Vesturbæjarlaugarinnar. „Ég er afar viðkvæm fyrir lauginni minni og þetta eru frekar miklar og nýjar fréttir fyrir mér,“ bætir hún við og segist þurfa að vega þetta og meta. „Ég skal alveg viðurkenna að ég yrði ekki mjög hrifin af því að fá eitthvað Laugar-Spa við hliðina á Vesturbæjarlauginni og það mætti margt fleira en akkúrat þetta koma þarna,“ heldur Magga Stína áfram og nefnir til að mynda barnalaug eða kaffihús sem yrði rekið af fastagestum. „Þetta hljómar bara alls ekki vel.“ Margrét Kristín viðurkennir að kannski hljómi hún svolítið fordómafull og að jaðri við fasíska hugsun þegar kemur að Vesturbæjarlauginni. „Kannski er þetta af því hún er svo gömul og hefur haldið sínum stíl og anda í gegnum öll þessi ár. Og það verður mikilvægt með árunum,“ segir Margrét, sem telur að fólk eigi að leyfa einhverjum hlutum að vera í friði. Björn er sjálfur ekkert hræddur um að styggja fastagesti staðarins. Það hafi staðið lengi til að byggja 25 metra innilaug sem sunddeild KR geti nýtt sér og að líkamsræktarstöðin, sem samkvæmt teikningum verður upp á átta hundruð fermetra, eigi bara eftir að bæta þjónustuna við sundlaugargesti. Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Heilsuræktarkóngurinn Björn Leifsson á í viðræðum við Reykjavíkurborg um hugsanlegan möguleika þess að byggja líkamsræktarstöð og 25 metra laug við Vesturbæjarlaugina. Þetta staðfestir Björn í samtali við Fréttablaðið. Borgin stóð fyrir samkeppni um svæðið við hliðina á lauginni austan megin og var Björn sá eini sem skilaði inn gildum gögnum. Málið er enn á byrjunarstigi og ekki er komið á hreint hvort af þessu verður eða hvenær. „Það var sett á fót nefnd sem á að kanna hvort það þjóni hagsmunum beggja að fara af stað,“ útskýrir Björn. „Ég get ekki sagt að ég hoppi hæð mína af kæti yfir þessum fréttum,“ segir Margrét Kristín Blöndal en hún er einn fjöldra fastagesta Vesturbæjarlaugarinnar. „Ég er afar viðkvæm fyrir lauginni minni og þetta eru frekar miklar og nýjar fréttir fyrir mér,“ bætir hún við og segist þurfa að vega þetta og meta. „Ég skal alveg viðurkenna að ég yrði ekki mjög hrifin af því að fá eitthvað Laugar-Spa við hliðina á Vesturbæjarlauginni og það mætti margt fleira en akkúrat þetta koma þarna,“ heldur Magga Stína áfram og nefnir til að mynda barnalaug eða kaffihús sem yrði rekið af fastagestum. „Þetta hljómar bara alls ekki vel.“ Margrét Kristín viðurkennir að kannski hljómi hún svolítið fordómafull og að jaðri við fasíska hugsun þegar kemur að Vesturbæjarlauginni. „Kannski er þetta af því hún er svo gömul og hefur haldið sínum stíl og anda í gegnum öll þessi ár. Og það verður mikilvægt með árunum,“ segir Margrét, sem telur að fólk eigi að leyfa einhverjum hlutum að vera í friði. Björn er sjálfur ekkert hræddur um að styggja fastagesti staðarins. Það hafi staðið lengi til að byggja 25 metra innilaug sem sunddeild KR geti nýtt sér og að líkamsræktarstöðin, sem samkvæmt teikningum verður upp á átta hundruð fermetra, eigi bara eftir að bæta þjónustuna við sundlaugargesti.
Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira