Lífið

Ljónakjöt er hættulega gott

Páll og Fríða brosa breitt eftir að hafa lagt enn eitt ljónið að velli.
Páll og Fríða brosa breitt eftir að hafa lagt enn eitt ljónið að velli.

„Ljónakjöt er hættulega gott, það kom mér mjög á óvart,“ segir veiðimaðurinn Páll Reynisson, sem hefur opnað nýjan sýningar­sal í Veiðisafninu á Stokkseyri með uppstoppuðum ljónum, sebrahestum og hreintörfum. „Ég hef borðað antilópur, gíraffa og seli og ísbirni. Ég hef borðað bæði mjög góðan og mjög vondan ísbjörn, það fer eftir því hvernig hann er matreiddur.“

Páll segist vera mikill náttúru­verndarsinni þrátt fyrir að hafa veitt fjölda dýra. „Tilfellið er að skotveiðimenn eru miklir náttúru­verndarsinnar þegar upp er staðið. Ég hef verið spurður hvernig ég geti fengið mig til að skjóta ljón sem eru í útrýmingarhættu. Þá segi ég á móti: „Af hverju ætli þau séu til?“ Við borgum himinhá veiðigjöld fyrir örfá dýr til að halda þessum stofni gangandi.

Allar rannsóknir á veiðidýrum hér heima eru til að mynda borgaðar af skotveiðimönnum, það eru fáir sem vita af því,“ segir Páll, sem rekur Veiðisafnið ásamt sambýliskonu sinni Fríðu Magnúsdóttur. „Eigum við ekki að segja að ég sé veiðimaðurinn en hún sé skyttan, það segir eiginlega allt,“ segir hann, spurður hvort þeirra sé betri veiðimaður.

Páll fær aldrei samviskubit yfir því að veiða dýr. „Fyrir mér er þetta bara eðlilegt. Það er okkur öllum eðlislægt að veiða, það kemur bara út hjá okkur í mismunandi myndum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.