Símasölumaður og sex ára stúlka vekja heimsathygli 17. júní 2007 01:00 Er fremur lágvaxinn, þunnhærður, nokkuð yfir kjörþyngd og með skakkar tennur. Samt er hann heitasti tenór Bretlandseyja um þessar mundir, fyrir utan Garðar Thor Cortes. Paul Potts, 36 ára gamall símasölumaður frá Wales, og hinn 6 ára gamla Connie Talbot frá Englandi, gerðu Simon Cowell orðlausan með frammistöðu sinni í breskum raunveruleikaþætti í vikunni. Paul og Connie komu fram í þættinum Britain's Got Talent í vikunni sem sýndur er á ITV sjónvarpsstöðinni í Bretlandi. Þátturinn er í anda Idol, X-Factor og fleiri sambærilegra þátta og gengur út á að finna hæfileikaríka listamenn. Cowell er yfirmaður dómnefndar, en auk hans eru leikkonan Amanda Holden og fyrrum ritstjórinn Piers Morgan í dómnefnd. Blygðunarlaust er hægt að halda því fram að Paul Potts hafi ekki beint poppstjörnuútlitið með sér. Svipbrigðin á dómnefndinni þegar Potts gekk upp á svið bar þess merki að þarna væri á ferð maður sem væri um það bil að fara að gera sig að fífli. Annað átti eftir að koma á daginn. Potts flutti hinn þekkta óperuslagara Nessun Dorma á hádramatískan hátt og skildi stóran hluta af 2000 manna áhorfendaskaranum eftir í tárum. Dómnefndin, þar á meðal Cowell, var agndofa yfir silkimjúkum tenórbarka símasalans og trúði varla sínum eigin eyrum né augum. „Þetta var eitthvað allt annað en ég bjóst við. Þetta var stórkostlegt," sagði Cowell eftir flutning Potts og aðrir dómarar tóku í sama streng. Ný stjarna var fundin og þykir Potts nú einna sigurstranglegastur í keppninni ásamt Connie en hún söng hið kunna lag Somewhere over the Rainbow. Dómarar og áhorfendur voru agndofa er þeir hlýddu á flutning Connie og líkt eins og í tilfelli Paul var hún hyllt af áhorfendum eftir söng sinn. Connie heillaði Cowell svo mikið að hann hefur nú þegar boðið henni plötusamning. „Ég hef aldrei fundið fyrir jafn yfirþyrmandi þögn og þegar hún söng. Þetta voru töfrar," sagði Cowell eftir þáttinn. „Ég ætla að spá því að hún muni selja fleiri plötur en Joss Stone á þessu ári," bætti breski dómarinn við, en hann hyggst ræða við móður Connie um hugsanlegan samning. Sjálf viðurkennir móðirin Sharon að hún sé dauðskelkuð vegna allrar þeirrar athygli sem dóttir hennar er að fá. „Ég vil bara að Connie verði áfram sama stelpan og hún er," segir Sharon, sem þó ber ábyrgð á þáttöku dóttur sinnar í þáttunum þar sem hún keypti fyrir hana 3500 króna karókí-tæki fyrir fjórum árum. Það varð til þess að Connie fór að syngja, en hún hefur aldrei sótt söngtíma. Myndskeið af flutningi Paul og Connie í þættinum eru þau vinsælustu á YouTube um þessar mundir. Vel á aðra milljón manns hafa horft á hvort myndskeiðið. Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira
Paul Potts, 36 ára gamall símasölumaður frá Wales, og hinn 6 ára gamla Connie Talbot frá Englandi, gerðu Simon Cowell orðlausan með frammistöðu sinni í breskum raunveruleikaþætti í vikunni. Paul og Connie komu fram í þættinum Britain's Got Talent í vikunni sem sýndur er á ITV sjónvarpsstöðinni í Bretlandi. Þátturinn er í anda Idol, X-Factor og fleiri sambærilegra þátta og gengur út á að finna hæfileikaríka listamenn. Cowell er yfirmaður dómnefndar, en auk hans eru leikkonan Amanda Holden og fyrrum ritstjórinn Piers Morgan í dómnefnd. Blygðunarlaust er hægt að halda því fram að Paul Potts hafi ekki beint poppstjörnuútlitið með sér. Svipbrigðin á dómnefndinni þegar Potts gekk upp á svið bar þess merki að þarna væri á ferð maður sem væri um það bil að fara að gera sig að fífli. Annað átti eftir að koma á daginn. Potts flutti hinn þekkta óperuslagara Nessun Dorma á hádramatískan hátt og skildi stóran hluta af 2000 manna áhorfendaskaranum eftir í tárum. Dómnefndin, þar á meðal Cowell, var agndofa yfir silkimjúkum tenórbarka símasalans og trúði varla sínum eigin eyrum né augum. „Þetta var eitthvað allt annað en ég bjóst við. Þetta var stórkostlegt," sagði Cowell eftir flutning Potts og aðrir dómarar tóku í sama streng. Ný stjarna var fundin og þykir Potts nú einna sigurstranglegastur í keppninni ásamt Connie en hún söng hið kunna lag Somewhere over the Rainbow. Dómarar og áhorfendur voru agndofa er þeir hlýddu á flutning Connie og líkt eins og í tilfelli Paul var hún hyllt af áhorfendum eftir söng sinn. Connie heillaði Cowell svo mikið að hann hefur nú þegar boðið henni plötusamning. „Ég hef aldrei fundið fyrir jafn yfirþyrmandi þögn og þegar hún söng. Þetta voru töfrar," sagði Cowell eftir þáttinn. „Ég ætla að spá því að hún muni selja fleiri plötur en Joss Stone á þessu ári," bætti breski dómarinn við, en hann hyggst ræða við móður Connie um hugsanlegan samning. Sjálf viðurkennir móðirin Sharon að hún sé dauðskelkuð vegna allrar þeirrar athygli sem dóttir hennar er að fá. „Ég vil bara að Connie verði áfram sama stelpan og hún er," segir Sharon, sem þó ber ábyrgð á þáttöku dóttur sinnar í þáttunum þar sem hún keypti fyrir hana 3500 króna karókí-tæki fyrir fjórum árum. Það varð til þess að Connie fór að syngja, en hún hefur aldrei sótt söngtíma. Myndskeið af flutningi Paul og Connie í þættinum eru þau vinsælustu á YouTube um þessar mundir. Vel á aðra milljón manns hafa horft á hvort myndskeiðið.
Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira