Kalt og hvasst á toppnum 14. júní 2007 07:30 Sigurður er ekki hrifinn á háhýsum á Íslandi því þau geti búið til hættulegar hviður. Nýjar og glæsilegar íbúðir verða afhentar í haust í Skuggahverfinu við Vatnsstíg en það er 101 Skuggahverfi sem byggir þær. Nýlega var opnað fyrir tilboð í 2. áfanga og þar vekur athygli að toppíbúðin við Vatnsstíg 16 er talin kosta litlar 220 milljónir. Íbúðin er á tveimur á hæðum, er rúmir 310 fermetrar á tveimur hæðum, með þakgarð og er í ríflega 54 metra hæð. Og hinn heppni íbúi verður ekki svikinn af útsýninu sem nær eins langt og augað eygir. Hins vegar gæti blásið ansi hressilega um þann sem hreppir hnossið ef marka má orð Sigurðar Þ. Ragnarssonar, veðurfræðings. „Það liggur alveg fyrir að vindhraði eykst eftir því sem hærra er komið. Og þarna getur hann aukist um allt að tuttugu prósentum við vissar aðstæður," útskýrir Sigurður og bætir því við að líklega verði allt að hálfri gráðu kaldara þarna uppi en niðri. „Sem sannar hið fornkveðna, að það er kalt á toppnum," segir Sigurður í léttum dúr en áréttar í mun alvarlegri tón að hviður í verstu veðrum gætu orðið ansi snarpar. „Suðaustan-áttin verður aldrei skemmtileg þarna og norðanáttin gæti orðið svöl. Þess á milli verður þetta hins vegar alveg sæmilegt." Skuggahverfið. Glæsilegar íbúðir taka brátt að rísa við Vatnsstíg, þar af ein á tveimur hæðum með þakgarði. Hvað þakgarð í þessari hæð varðar segir veðurfræðingurinn að íbúarnir þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af því hvað vind varðar þótt eflaust gætu saltagnir í loftinu reynst erfiður ljár í þúfu. „Fólk þarf bara að velja sér gróður við hæfi," útskýrir Sigurður sem er sjálfur ekki par hrifinn af byggingu háhýsa á Íslandi og segir arkitektúr ekki taka nægjanlega mikið tillit til íslensks veðurfars. Og þá ekki síst vindsins. „Slíkir turnar búa til vindstrengi og hviður sem oft á tíðum geta verið hættulegar og hafa valdið því að þungir hlutir takast á loft. Þá ekki síst þegar tveir slíkir koma saman," útskýrir hann en bætir því þó við að með hækkandi hitastigi jarðar gætu válynd veður heyrt sögunni til á Íslandi. „Menn verða þó að taka það með í reikninginn að við búum á einhverju mesta vindrassgati á byggðu bóli." Harpa Þorláksdóttir, markaðsstjóri 101 Skuggahverfis, hafði litlar áhyggjur af gróðrinum í þakgarðinum. „Íbúðir þarna í kring eru með slíka garða og arkitektarnir hljóta að hafa hugsað útí þetta," segir hún. Harpa telur mikinn áhuga vera á þessum íbúðum og þegar séu nokkur hundruð manns á lista yfir áhugasama en það einskorðist ekki við glæsiíbúðina við Vatnsstíg. Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Nýjar og glæsilegar íbúðir verða afhentar í haust í Skuggahverfinu við Vatnsstíg en það er 101 Skuggahverfi sem byggir þær. Nýlega var opnað fyrir tilboð í 2. áfanga og þar vekur athygli að toppíbúðin við Vatnsstíg 16 er talin kosta litlar 220 milljónir. Íbúðin er á tveimur á hæðum, er rúmir 310 fermetrar á tveimur hæðum, með þakgarð og er í ríflega 54 metra hæð. Og hinn heppni íbúi verður ekki svikinn af útsýninu sem nær eins langt og augað eygir. Hins vegar gæti blásið ansi hressilega um þann sem hreppir hnossið ef marka má orð Sigurðar Þ. Ragnarssonar, veðurfræðings. „Það liggur alveg fyrir að vindhraði eykst eftir því sem hærra er komið. Og þarna getur hann aukist um allt að tuttugu prósentum við vissar aðstæður," útskýrir Sigurður og bætir því við að líklega verði allt að hálfri gráðu kaldara þarna uppi en niðri. „Sem sannar hið fornkveðna, að það er kalt á toppnum," segir Sigurður í léttum dúr en áréttar í mun alvarlegri tón að hviður í verstu veðrum gætu orðið ansi snarpar. „Suðaustan-áttin verður aldrei skemmtileg þarna og norðanáttin gæti orðið svöl. Þess á milli verður þetta hins vegar alveg sæmilegt." Skuggahverfið. Glæsilegar íbúðir taka brátt að rísa við Vatnsstíg, þar af ein á tveimur hæðum með þakgarði. Hvað þakgarð í þessari hæð varðar segir veðurfræðingurinn að íbúarnir þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af því hvað vind varðar þótt eflaust gætu saltagnir í loftinu reynst erfiður ljár í þúfu. „Fólk þarf bara að velja sér gróður við hæfi," útskýrir Sigurður sem er sjálfur ekki par hrifinn af byggingu háhýsa á Íslandi og segir arkitektúr ekki taka nægjanlega mikið tillit til íslensks veðurfars. Og þá ekki síst vindsins. „Slíkir turnar búa til vindstrengi og hviður sem oft á tíðum geta verið hættulegar og hafa valdið því að þungir hlutir takast á loft. Þá ekki síst þegar tveir slíkir koma saman," útskýrir hann en bætir því þó við að með hækkandi hitastigi jarðar gætu válynd veður heyrt sögunni til á Íslandi. „Menn verða þó að taka það með í reikninginn að við búum á einhverju mesta vindrassgati á byggðu bóli." Harpa Þorláksdóttir, markaðsstjóri 101 Skuggahverfis, hafði litlar áhyggjur af gróðrinum í þakgarðinum. „Íbúðir þarna í kring eru með slíka garða og arkitektarnir hljóta að hafa hugsað útí þetta," segir hún. Harpa telur mikinn áhuga vera á þessum íbúðum og þegar séu nokkur hundruð manns á lista yfir áhugasama en það einskorðist ekki við glæsiíbúðina við Vatnsstíg.
Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira