Fleiri fréttir

Victoria og Naomi með raunveruleikaþætti

Fyrrum Kryddpían Victoria Beckham hefur skrifað undir samning við NBC upp á tíu milljón dollara. Mun hún verða með sinn eigin raunveruleikasjónvarpsþátt sem sagður er eiga að fjalla um flutning fjölskyldu hennar frá Evrópu til Bandaríkjanna. Fyrirsætan Naomi Campbell er einnig sögð vera að fara af stað með sinn eigin þátt á sjónvarpsstöðinni MTV.

Undarleg hegðun Tom og Katie

Mörgum þykir hjónaband leikarana Toms Cruise og Katie Holms vera heldur undarlegt. Þótti hegðun þeirra á sunnudagskvöld styðja þær hugmyndir. Þau Tom og Katie fóru í Óskarsverðlaunapartí Vanity Fair eftir verðlaunahátíðna. Þar þótti Katie hlédræg og óframfærin.

Rúni Júl upp að altarinu

Rokkarinn landsfrægi Rúnar Júlíusson gengur í dag upp að altarinu. Rúnar segir giftinguna eiga sér fjörtíu og þriggja ára aðdraganda en svo langt er síðan að hann kynntist Maríu Baldursdóttur ástinni í lífi hans. Rúnar hafði lofað henni að giftast henni þegar hún yrði sextug og sá dagur er nú runninn upp.

Eddie Murphy tapsár

Það virðast ekki allir hafa verið ánægðir eftir Óskarsverðlaunaafhendinguna sem fram fór síðasta sunnudagskvöld. Eddie Murphy var tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í Dreamgirls. Þótti hann nokkuð sigurstranglegur en verðlaunin höfnuðu hjá Alan Arkin fyrir hlutverk hans í Little Miss Sunshine.

Ég heiti Manchester United

Búlgarskur aðdáandi breska knattspyrnuliðsins Manchester United hefur fagnað hálfum sigri í baráttu fyrir að breyta nafni sínu í Manchester United. Maðurinn heitir Marin Levidzhev og hefur staðið í tveggja ára málaferlum til að fá að breyta nafninu. Dómur var felldur á þá leið að honum væri heimilt að kalla sig Manchester Levidzhev.

Móðir kærir djöfullegt fæðingarnúmer

Rússnesk kona hefur kært yfirvöld fyrir að gefa nýfæddri dóttur hennar fæðingarnúmerið 666. Móðirin, Natalia Serepova, er 33 ára frá Stavropol í Rússlandi. Hún mótmælti númerinu sem Marianna dóttir hennar fékk og sagði það vera djöfullegt. Þegar bæjaryfirvöld neituðu að breyta númerinu, sem öllum börnum í Rússlandi er gefið við fæðingu, ákvað Natalia að kæra.

Segir Britney eiga við eiturlyfjavanda að stríða

Fyrsti eiginmaður söngkonunnar Britney Spears, Jason Alexander, hefur greint frá því að hún eigi við fíkniefnavandamál að stríða. Jason og Britney eru æskuvinir en þau giftu sig þegar þau voru að skemmta sér í Vegas árið 2004. Hjónabandið varð þó ekki lífseigt, enda var það ógilt eftir aðeins 55 klukkustundir.

Spilavíti í Flensborg

Þessa vikuna eru vakningardagar í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði. Vakningardagar eru haldnir árlega og í hvert sinn er valið þema og skólinn skreyttur að innan í samræmi við það. Í ár er þemað spilavíti. Nemendur hafa um helgina unnið hörðum höndum að því að skreyta skólann og í gærmorgun var verkið svo afhjúpað.

Gleypti tennur elskhuga síns

Rúmensk kona þurfti aðstoð lækna eftir að hún gleypti óvart tennur elskhuga síns í ástarleik. Konan er 38 ára og er frá Galati héraði í austurhluta Rúmeníu. Hún sagði læknum á sjúkrahúsi að hún hefði gleypt ókunnan hlut, en sagði ekki hvað. Það kom því læknum á óvart að sjá á röngtenmynd falskar tennur í maga konunnar.

Skandall að aflýsa ráðstefnunni

„Greiðslan var ekki kominn í gegn og ég varð því ekki fyrir neinu fjárhagslegu tjóni vegna þessa,“ segir Sigurður Valdimar Steinþórsson, eigandi vefsíðunnar klam.is. Sigurður hugðist sækja Snowgathering-ráðstefnuna sem halda átti í Reykjavík í mars en var aflýst fyrir helgi eftir að ráðstefnugestum var meinað að gista á Hótel Sögu.

Bræður setja svip sinn á Meistarann

„Þetta er skemmtiþáttur og menn verða að haga sér eftir því," segir Gísli Ásgeirsson, bróðir Páls Ásgeirs Ásgeirssonar sem sýndi vægast sagt stórskemmtileg tilþrif í síðasta Meistaraþætti. Páll Ásgeir lagði allt undir, sama hver staðan var og spennan var mögnuð í lokin þegar keppinautur hans, Svanborg Sigmarsdóttir, gat stolið sigrinum í síðustu spurningu eftir að Páll hafði leitt keppnina allan tímann. „Ég held að það toppi enginn þessa frammistöðu," bætir Gísli við.

Dagný í formannstólinn

Dagný Ósk Aradóttir var á fimmtudaginn kjörinn formaður Stúdentaráðs á árlegum skiptafundi. Dagný leiddi lista Röskvu í nýafstöðnum kosningum til Stúdentaráðs þar sem fylkingunni tókst að hafa sigur, í fyrsta sinn síðan 2002 þegar Röskva tapaði naumlega. Fram að því hafði Röskva verið stærsta fylkingin í háskólapólítikinni í ellefu ár.

Hitti Stallone á flugvellinum

Magnús Ver Magnússon lék nýverið í bandarískri bjórauglýsingu. Hann segir að sér hafi liðið eins og Hollywood-stjörnu meðan á tökunum stóð. „Þetta er herferð fyrir Coors,“ segir Magnús Ver Magnússon, kraftajötuninn góðkunni sem lék nýlega í bandarískri bjórauglýsingu.

Krumminn á skjánum á ný

Eins og þjóð þekkir rífur Ingvi Hrafn kjaft yfir hverju sem er, hvenær sem er og við hvern sem er. ÍNN er að fara í loftið í dag og Hrafnaþing, sem margir sakna, er fyrsti þáttur á dagskrá nýrrar sjónvarpsstöðvar.

Richards í bílslysi

Leikkonan Denise Richards lenti í bílslysi á dögunum þegar hún ætlaði að hjálpa tveggja ára dóttur sinni út úr bíl sínum. Kom þá annar bíll aðvífandi og ók á hurðina á bíl Richards þannig að hún fór af. Munaði engu að Richards léti lífið.

Stofna hollvinasamtök

Fimmtíu ár eru liðin síðan tvíhliða samningur á milli Íslands og Bandaríkjanna um Fulbright-stofnunina á Íslandi var undirritaður. Af því tilefni var boðað til móttöku í Háskóla Íslands síðastliðinn föstudag. Heiðursgestur var frú Harriet Fulbright, ekkja J. Williams Fulbrights, stofnanda samtakanna, sem er stödd hér á landi í fyrsta sinn.

James Blunt viðriðinn yfirkeyrslu

Það er nóg um að vera hjá söngvararanum Jame Blunt þessa dagana. Ekki var hann þó eins heppinn og á afmælisdaginn í þetta sinnið. Rétt eftir miðnætti á föstudagskvöld var lögregla kölluð út vegna umferðarslyss fyrir utan eitt af mörgum Óskarsverðlaunapartýum sem nú eru haldin í Hollywood.

Ævar snýr aftur

Útvarpsmaðurinn og glæpasagnahöfundurinn Ævar Örn Jósepsson snýr aftur á Rás 2 í dag og sest fyrir framan hljóðnemann. Ævar verður að venju með puttana á púlsinum og hyggst kryfja aðdraganda alþingiskosninga með sínum hætti í þættinum Korter fyrir kosningar strax á eftir hádegisfréttum.

Yngsti klerkur landsins

Það verður stór stund í lífi Ólafs Jóhanns Borgþórssonar þegar hann verður vígður til prests. Auk þess markar vígsl-an önnur tímamót, því Ólafur Jóhann er aðeins á 26. aldursári og verður því yngsti prestur landsins. „Ekki þó frá upphafi,“ áréttar hann. „En þetta er sannarlega skemmtilegt þótt það sé auðvitað aukaatriði í sjálfu sér.“

Öllu tjaldað fyrir hið fullkomna útlit

Hollywoodstjörnurnar spara ekki aurana þegar kemur að því að líta sem best út í kvöld en þá verða Óskarsverðlaunin afhent. Eru þær óhræddar við að fara í dýrindis spa meðferðir til að öðlast hið fullkomna útlit.

James Blunt fagnar með Hollywoodstjörnunum

Söngvarinn hæfileikaríki, James Blunt, hélt upp á 32 ára afmæli sitt í vikunni. Var afmælisdagurinn ánægjulegur því hann var umkringdur Hollywoodstjörnum. Margar þeirra eru tilnefndar til Óskarsverðlaunanna sem afhent verða í kvöld.

Helga fer til Helsinki

Helga Guðrún Grímsdóttir, kona Eurovision-stjörnunnar Eiríks Haukssonar, mun fylgja manni sínum á lokakeppnina í Helsinki í maí. Þetta verður ekki í fyrsta skiptið sem Helga Guðrún styður við bakið á Eiríki því hún var honum einnig til halds og trausts þegar hann söng Gleðibankann í Bergen árið 1986 og þegar hann söng fyrir Noregs hönd í Róm fimm árum síðar.

Kasakstan nútímalegt

Sendiherra Kasakstans í Bandaríkjunum segir heimaland sitt vera nútímalegt þar sem fjöldi vel menntaðra fræðimanna starfi og olíuútflutningur sé mikill, þvert á það sem lesa megi úr gamanmyndinni Borat.

Eignaðist tvíbura

Marcia Cross, sem leikur í sjónvarpsþættinum Desperate Housewifes, eignaðist tvíburadætur í Los Angeles. Þær eru fyrstu börn hinnar 44 ára Cross og eiginmanns hennar Toms Mahoney, sem er 49 ára. Heilsast móður og börnum vel.

Stór áfangi að stíga á stóra sviðið

Lára Sveinsdóttir stígur á stóra svið Þjóðleikhússins í fyrsta skipti í kvöld þegar hún bregður sér í hlutverk Heiðu í Sitji Guðs englar. Oft er talað um stóra stund í lífi leikara þegar þeir afreka þetta og Lára segist vissulega vera með hnút í maganum.

Simmi & Jói sameinaðir á ný

„Já, við hljótum að vera alveg sjálfkjörnir vinnustaðagrínarar. Atvinnumenn í faginu. Það hlýtur að vera,“ segir Jóhannes Ásbjörnsson, betur þekktur sem Jói í dúettinum Simmi og Jói. Þekktastir eru þeir fyrir að kynna hið íslenska Idol auk þess að hafa verið saman með sjónvarps- og útvarpsþætti.

Kevin heimsækir Britney

Skemmtikrafturinn Kevin Federline ber greinilega ennþá tilfinningar til fyrrum eiginkonu sinnar, Britney Spears. Britney hefur sem kunnugt er skráð sig í meðferð þrisvar sinnum í vikunni eftir að hafa hrellt aðdáendur sína með því að raka allt hár af höfði sér.

Anna Nicole átti í ástarsambandi við konu

Það er engin lognmolla í kring um andlát Önnu Nicole Smiths. Nú hefur komið fram að Anna Nicole átti í ástarsambandi við konu að nafni Sandi Powledge áður en hún giftist auðkýfingnum J. Howard Marshall. Sandi, sem nú er 46 ára, segir þær hafa kynnst á skemmtistað fyrir samkynhneygða árið 1991 og þær hafi verið saman í þrjú ár.

Þrívíddarmyndir í Kringlubíói

Frá og með 30.mars verður hægt að sjá myndir í þrívídd í Kringlubíó. Um miðjan næsta mánuð er ráðgert að fara í umbætur í aðalsal bíósins og í frammhaldi af því verður reglulega boðið upp á myndir í þessum gæðum.

Drew Barrymore fagnar 32 ára afmæli sínu

Leikkonan góðkunna, Drew Barrymore, er stödd á Kauai eyjum til að fagna 32 ára afmæli sínu. Eyddi hún afmælisdeginum á ströndinni, íklædd svörtu bikiníi og tók sig vel út að sögn sjónarvotta. Enda stúlkan á besta aldri.

Jarðsett hjá Daniel

Fjölmiðlafárið í kringum andlát Önnu Nicole Smith virðist seint ætla að fjara út. Miklar deilur standa yfir um hvar eigi að grafa fyrirsætuna og hver eigi að hafa forræðið yfir stúlkubarninu Dannielynn.

Túlípanar, ljóð og rauðvín á Alþingi

Leynivinavika hefur staðið yfir á Alþingi undanfarna viku og hafa hinir ýmsu alþingismenn tekið þátt í henni. „Ég fór að fá sendingar frá ágætum leynivini.

Michael hugsanlega í Idol

Hugsanlega mun Michael Jackson koma fram í American Idol. Fyrr í mánuðinum var greint frá því að hann myndi ekki koma fram en kynnir þáttarins, Ryan Seacrest, segir það möguleika að poppgoðið muni láta sjá sig.

Pitt og Jolie ættleiða meira

Brad Pitt og Angelina Jolie hafa í hyggju að ættleiða strák af Vietnömskum uppruna. Parið á þegar 3 börn, hinn fimm ára Maddox, Zahara sem er tveggja ára og hina níu mánaða gömlu Shiloh.

Carmen Electra skilin

Skilnaður kynbombunnar og leikkonunnar Carmen Electra og rokkarans Daves Navarro er genginn í gegn. Sjö mánuðir eru síðan þau hættu saman vegna óásættanlegs ágreinings.

Kvikmyndaklúbburinn Fjalarkötturinn verður endurvakinn á morgun. Sýningar hefjast á morgun í Tjárnabíói og er ráðgert að sýna tvo daga vikunnar, sunnudaga og mánudaga. Sýningar standa fram á vor og á þeim tíma er áætlað að sýna alls 25 myndir. Byrjað verður á þremur myndum sem gerðu James Dean að stórstjörnu en þær eru; East of Eden, Rebel Without a Cause og Giant ásamt því að sýnd verður ný heimildarmynd um leikarann.

Jennifer Lopez í Idol

Söng- og leikkonan Jennifer Lopez kemur fram í sjónvarpsþættinum American Idol hinn 11. apríl. Fetar hún þar með í fótspor þekktra tónlistarmanna á borð við Prince, Mary J. Blige, Diana Ross, Tony Bennett og Gwen Stefani.

Allt er þá þrennt er

Britney Spears er komin í meðferð aftur. Söngkonan innritaði sig að þessu sinni á meðferðarheimili í Malibu eftir að fyrrverandi eigin-maður hennar, Kevin Federline, hótaði að svipta hana forræðinu yfir strákunum þeirra tveim, þeim Jayden James og Sean Preston.

Unnur andlit íslenska hestsins

Einhver frægasta sýning Bandaríkjanna á ís, Ice Capades, hefur gert samstarfssamning við Icelandics on Ice um sýningar í öllum stærstu borgum Bandaríkjanna. Um er að ræða gríðarlega landkynningu fyrir Ísland og ekki síður íslenska hestinn en reiknað er með að rúmlega 800 þúsund komi til með að skoða sýninguna augum.

Forstjóri Össurar á veiðislóðum í Suður-Afríku

„Þegar menn segjast vera miklir veiðimenn er það svona svipað eins og þegar kylfingar telja sjálfa sig vera góða í golfi. Þá liggur oft ekki mikið að baki slíkum orðum," segir Jón Sigurðsson, forstjóri stoðtækjafyrirtækisins Össurar. Jón var staddur í hlýjunni í Kaliforníu þegar Fréttablaðið náði tali af honum en þar verður hann næstu misserin. Jón var reyndar hugsi yfir því að tjá sig um veiðimennsku sína á villtum dýrum enda væru Bandaríkjamenn ákaflega viðkvæmir fyrir slíku og eru frægir fyrir andstöðu sína gegn hvalveiðum.

Amanda Peet eignast stúlku

Leikkonan geðþekka Amanda Peet, hefur fætt stúlkubarn. Fékk hún hríðir á þriðjudag og hefur barnið fengið nafnið Frances Pen, í höfuðið á móður Amöndu, Penny.

Britney í meðferð í þriðja sinn í vikunni

Skjótt skipast veður í lofti. Britney Spears, sem hefur verið daglegur gestur slúðurpressunnar undanfarna daga, er enn og aftur farin í meðferð. Er þetta í þriðja sinn sem hún skráir sig í meðferð á aðeins einni viku.

Anna Nicole grafin á Bahamaeyjum

Dómari í Flórída hefur úrskurðað að Anna Nicole Smith verði borin til grafar á Bahamaeyjum. Dómarinn, Larry Seidlin grét þegar hann bar upp úrskurðinn og fól umsjón með jarðneskum leifum Önnu lögmanni hennar Richard Milstein. Anna Nicole verður semsagt grafin á Bahamaeyjum en þar bjó hún síðustu mánuði ævi sinnar. Sonur Önnu sem lést á síðasta ári með grunsamlegum hætti er grafinn á Bahamaeyjum og sagði Milstein við hæfi að þau mæðginin hvíldu saman.

Sjá næstu 50 fréttir