Lífið

Jarðsett hjá Daniel

Virgie Arthur hefur barist um lík dóttur sinnar og vill að hún verði jarðsett í heimafylki sínu, Texas.
Virgie Arthur hefur barist um lík dóttur sinnar og vill að hún verði jarðsett í heimafylki sínu, Texas.

Fjölmiðlafárið í kringum andlát Önnu Nicole Smith virðist seint ætla að fjara út. Miklar deilur standa yfir um hvar eigi að grafa fyrirsætuna og hver eigi að hafa forræðið yfir stúlkubarninu Danniel-ynn.

Dómarinn Larry Seidlin úrskurðaði á fimmtudaginn að lík Önnu Nicole skyldi vera grafið við hlið sonar hennar, Daniel, á Bahama-eyjum. Þeir Howard Stern og Larry Birkhead, sem berjast um forræðið yfir Dannielynn, lýstu báðir yfir að þeir væru samþykkir þessari ákvörðun. „Ég er mjög ánægður með að dómstóllinn skuli virða óskir Önnu,“ sagði Stern fyrir utan dómhúsið í Florida.

 

Howard Stern Er talinn líklegasti faðir Danielynn, stúlkubarnsins sem erfir öll auðævi Önnu Nicole.

Birkhead tók undir þau orð en móðir Önnu Nicole, Virgie Arthur, hefur lýst því yfir að hún muni áfrýja þessari ákvörðun. Dóttir hennar eigi að vera grafin í heimaríki sínu Texas. Afþreyingarþátturinn Insider greindi hins vegar nýlega frá því að Anna Nicole hefði ekkert viljað af móður sinni vita og lýst því yfir að hún fengi aldrei að snerta barnabörnin sín.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.