Lífið

Undarleg hegðun Tom og Katie

Tom hvetur Katie til að stylla sér upp eina og óstudda
Tom hvetur Katie til að stylla sér upp eina og óstudda MYND/Getty Images

Mörgum þykir hjónaband leikarana Toms Cruise og Katie Holms vera heldur undarlegt. Þótti hegðun þeirra á sunnudagskvöld styðja þær hugmyndir. Þau Tom og Katie fóru í Óskarsverðlaunapartí Vanity Fair eftir verðlaunahátíðna en þar þótti Katie hlédræg og óframfærin.

Þótti Tom draga Katie á eftir sér í teitinuMYND/Getty Images

Þegar hjónin komu í partíið hvatti Tom Katie til að stylla sér upp fyrir framan ljósmyndara en Katie neitaði að láta mynda sig án Toms. Tom heilsaði þá nokkrum ljósmyndurum og spjallaði við þá en kynnti þá aldrei fyri Katie. Stóð hún þögul við hlið hans og fylgdi honum hvert fótmál. Það var ekki fyrr en nokkru seinna að Katie samþykkti að stylla sér upp fyrir ljósmyndarana án Toms. Þykir þetta benda til þess að Katie sé háð eiginmanni sínum. Það þarf því lítið til að vekja athygli þegar Hollywood stjörnurnar eru annars vegar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.