Lífið

James Blunt viðriðinn yfirkeyrslu

James Blunt er ekki bara heppinn þessa dagana, slysin gera ekki boð á undan sér.
James Blunt er ekki bara heppinn þessa dagana, slysin gera ekki boð á undan sér. MYND/Getty Images

Það er nóg um að vera hjá söngvararanum Jame Blunt þessa dagana. Ekki var hann þó eins heppinn og á afmælisdaginn í þetta sinnið. Rétt eftir miðnætti á föstudagskvöld var lögregla kölluð út vegna umferðarslyss fyrir utan eitt af mörgum Óskarsverðlaunapartýum sem nú eru haldin í Hollywood.

Slapp James ómeiddur frá slysinu en ekki er ljóst hver þáttur hans var í því. Talsmenn James hafa ekki viljað tjá sig um málið. Lögreglan hefur þó staðfest að James Blunt var viðriðinn slysið en í því slasaðist maður við að keyrt var yfir fót hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.