Krumminn á skjánum á ný 26. febrúar 2007 07:15 Hjónin Ingvi Hrafn Jónsson, Ragnheiður Sara Hafsteinsdóttir ásamt sonum sínum Ingva Orra, Hafsteini Erni og Ingva Hrafni Jr. Hafsteinssyni. MYND/Anton Eins og þjóð þekkir rífur Ingvi Hrafn kjaft yfir hverju sem er, hvenær sem er og við hvern sem er. ÍNN er að fara í loftið í dag og Hrafnaþing, sem margir sakna, er fyrsti þáttur á dagskrá nýrrar sjónvarpsstöðvar. „Lokafyrirmæli hershöfðingjans Maríönnu Friðjónsdóttur eru fyrirliggjandi. Tékklisti. Við stefnum á að fara í loftið í dag. Þú verður að tala við Ingva Örn. Hann er bossinn í þessu," segir Ingvi Hrafn Jónsson sjónvarpsstjarna. Og er völlur á honum að vanda. Sjónvarpsstöð feðganna Ingva Hrafns og sonar hans Ingva Orra er nú alveg við það að fara í loftið. Stefnt er að fyrstu útsendingu í dag klukkan tvö. Með þættinum Hrafnaþingi. En allt þetta sem í fyrstu var lítil hugmynd sem nú er orðið allstórt batterí, fullbúin sjónvarpsstöð tæknilega fullkomin, er nú orðin að veruleika. Til stendur að senda út á Breiðbandi Símans sem og á netinu. „Já, hann er í ham núna en okkar samstarf hefur gengið vonum framar. Við vorum ekki vissir um hvernig færi. Erum feðgar. Og líkir. En þetta hefur gengið merkilega vel. Við vinnum vel saman og erum ánægðir og undrandi hversu vel við náum saman," segir Ingvi Orri sem er framkvæmdastjóri ÍNN - Íslands nýjasta nýtt - aðspurður um hvernig karl faðir hans er í samstarfi. Feðgarnir hafa náð betur saman en nokkur þorði að vona við undirbúning ÍNN ásamt með Andra Thor tæknimanni. Ingvi Orri segir stofnkostnað trúnaðarmál en segir þó að hann hafi verið mjög hagstæður miðað við það sem gengur og gerist í þessum geira. „Við miðum okkur við að koma Hrafnaþingi í loftið í dag. Ef Guð lofar. Hrafnaþing verður á dagskrá frá tvö til þrjú á virkum dögum. Svo er stefnt að því að bæta inn efni á ÍNN í rólegheitum. Höfum verið að skoða aðrar hugmyndir og hvetjum fólk sem telur stig eiga heima í sjónvarpi og hefur eitthvað að segja að setja sig í samband. Við erum opnir fyrir öllu. Til dæmis að sjálfstæðir framleiðendur komi inn með þátt, framleiði hann og noti aðstöðuna okkar til að gera hann kláran. Allt verður þetta innlend dagskrá, viðskipti, þjóðmál og pólitík," segir Ingvi Orri. Ingvi Orri og Andri Thor tæknimaður. Vonast er til að sjálfstæðir framleiðendur nýti sér góða aðstöðu ÍNN. Ingvi Hrafn segir að á ÍNN verði allt rætt frá A til Ö að mestu í beinni útsendingu. „Ég sjálfur ríf kjaft yfir hverju sem er hvenær sem er við hvern sem er. Talsjónvarp. Maríanna kallar þetta það. Hún er okkar ráðgjafi. Með doktorspróf í þessu. Ég kalla þetta að vera í háskóla Maríönnu," segir Ingvi Hrafn og greinilega kominn hugur í hann enda af nægu að taka þegar þjóðmálin og pólitíkin er annars vegar. Og kosningar á næsta leyti. Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Eins og þjóð þekkir rífur Ingvi Hrafn kjaft yfir hverju sem er, hvenær sem er og við hvern sem er. ÍNN er að fara í loftið í dag og Hrafnaþing, sem margir sakna, er fyrsti þáttur á dagskrá nýrrar sjónvarpsstöðvar. „Lokafyrirmæli hershöfðingjans Maríönnu Friðjónsdóttur eru fyrirliggjandi. Tékklisti. Við stefnum á að fara í loftið í dag. Þú verður að tala við Ingva Örn. Hann er bossinn í þessu," segir Ingvi Hrafn Jónsson sjónvarpsstjarna. Og er völlur á honum að vanda. Sjónvarpsstöð feðganna Ingva Hrafns og sonar hans Ingva Orra er nú alveg við það að fara í loftið. Stefnt er að fyrstu útsendingu í dag klukkan tvö. Með þættinum Hrafnaþingi. En allt þetta sem í fyrstu var lítil hugmynd sem nú er orðið allstórt batterí, fullbúin sjónvarpsstöð tæknilega fullkomin, er nú orðin að veruleika. Til stendur að senda út á Breiðbandi Símans sem og á netinu. „Já, hann er í ham núna en okkar samstarf hefur gengið vonum framar. Við vorum ekki vissir um hvernig færi. Erum feðgar. Og líkir. En þetta hefur gengið merkilega vel. Við vinnum vel saman og erum ánægðir og undrandi hversu vel við náum saman," segir Ingvi Orri sem er framkvæmdastjóri ÍNN - Íslands nýjasta nýtt - aðspurður um hvernig karl faðir hans er í samstarfi. Feðgarnir hafa náð betur saman en nokkur þorði að vona við undirbúning ÍNN ásamt með Andra Thor tæknimanni. Ingvi Orri segir stofnkostnað trúnaðarmál en segir þó að hann hafi verið mjög hagstæður miðað við það sem gengur og gerist í þessum geira. „Við miðum okkur við að koma Hrafnaþingi í loftið í dag. Ef Guð lofar. Hrafnaþing verður á dagskrá frá tvö til þrjú á virkum dögum. Svo er stefnt að því að bæta inn efni á ÍNN í rólegheitum. Höfum verið að skoða aðrar hugmyndir og hvetjum fólk sem telur stig eiga heima í sjónvarpi og hefur eitthvað að segja að setja sig í samband. Við erum opnir fyrir öllu. Til dæmis að sjálfstæðir framleiðendur komi inn með þátt, framleiði hann og noti aðstöðuna okkar til að gera hann kláran. Allt verður þetta innlend dagskrá, viðskipti, þjóðmál og pólitík," segir Ingvi Orri. Ingvi Orri og Andri Thor tæknimaður. Vonast er til að sjálfstæðir framleiðendur nýti sér góða aðstöðu ÍNN. Ingvi Hrafn segir að á ÍNN verði allt rætt frá A til Ö að mestu í beinni útsendingu. „Ég sjálfur ríf kjaft yfir hverju sem er hvenær sem er við hvern sem er. Talsjónvarp. Maríanna kallar þetta það. Hún er okkar ráðgjafi. Með doktorspróf í þessu. Ég kalla þetta að vera í háskóla Maríönnu," segir Ingvi Hrafn og greinilega kominn hugur í hann enda af nægu að taka þegar þjóðmálin og pólitíkin er annars vegar. Og kosningar á næsta leyti.
Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira