Lífið

Drew Barrymore fagnar 32 ára afmæli sínu

Lífið hefur ekki alltaf leikið við Drew Barrymore. Byrjaði hún ferilinn sem barnastjarna og leiddist síðar út í eiturlyfjaneyslu. Nú gengur henni hins vegar allt í haginn.
Lífið hefur ekki alltaf leikið við Drew Barrymore. Byrjaði hún ferilinn sem barnastjarna og leiddist síðar út í eiturlyfjaneyslu. Nú gengur henni hins vegar allt í haginn. MYND/Getty Images
Leikkonan góðkunna, Drew Barrymore, er stödd á Kauai eyjum til að fagna 32 ára afmæli sínu. Eyddi hún afmælisdeginum á ströndinni, íklædd svörtu bikiníi og tók sig vel út að sögn sjónarvotta. Enda stúlkan á besta aldri.

Vinkona Drew, leikkonan Cameron Diaz, var samferða henni til eyjanna en kom á ströndina síðar um daginn til að leika sér í öldunum. Það virðist því hafa verið ánægjulegur afmælisdagurinn hjá henni Drew Barrymore.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.