Lífið

Amanda Peet eignast stúlku

MYND/Getty Images

Leikkonan geðþekka Amanda Peet, hefur fætt stúlkubarn. Fékk hún hríðir á þriðjudag og hefur barnið fengið nafnið Frances Pen, í höfuðið á móður Amöndu, Penny.

Amanda er gift handritshöfundinum David Benioff, 36 ára. Amanda sjálf er 35 ára gömul. Þau giftu sig þann 30. september síðastliðinn og er þetta þeirra fyrsta barn.

Amanda leikur í sjónvarpsþáttunum Studio 60 sem sýndir eru Vestanhafs en hún hefur einnig leikið í mörgum Hollywood myndum á borð við A Lot Like Love, á móti Ashton Kutcher, Syriana og Something's Gotta Give svo einhverjar séu nefndar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.