Skemmtir 50 milljónum jarðarbúa í viku hverri 26. febrúar 2007 09:00 Egill Örn er hér til hægri ásamt Michael Ballhaus sem er nánasti samstarfsmaður Martin Scorsese og stjórnaði kvikmyndatökum í myndum á borð við The Departed og Goodfellas. „Verðlaunin voru afhent á sunnudaginn í síðustu viku á Century Hyatt Hotel en ég vann ekki, því miður,“ segir Egill Örn Egilsson, kvikmyndatökumaður sem var nýlega tilnefndur til svokallaðra ASC-verðlauna fyrir kvikmyndatöku sína í sjónvarpsþáttunum CSI: Miami. Verðlaunin eru meðal þeirra virtustu hjá tökumönnum í Bandaríkjunum og þykir jafnvel enn meiri heiður að vera tilnefndur til þeirra en til sjálfra Óskarsverðlaunanna eða Emmy. „Annars var þetta bara mjög mikil upphefð að vera tilnefndur og hljóta náð fyrir augum þessarar nefndar sem skipuð er gömlum refum úr þessum iðnaði,“ bætir Egill Örn við. Hann upplýsir jafnframt að þessi tilnefning hafi orðið til þess að tilboðum rigni yfir hann en Egill tekur þessu öllu með stakri ró. Sjónvarpsþættirnir um Horatio Caine og meinafræðingardeild hans í Miami njóta gríðarlegra vinsælda um allan heim og er talið að í kringum fimmtíu milljónir horfi á þá reglulega. Þeir eru aðrir í röðinni í þessari meinafræðinga-þríleik Jerry Bruckheimer en til eru bæði CSI: Las Vegas og CSI: New York en hvorugur þessara þátta hefur náð að skáka vinsældum Miami-liðsins sem allir hafa verið sýndir á Skjá einum. Egill Örn hefur samfara því að stjórna kvikmyndatöku í þáttunum sest í leikstjórastólinn og komið að framleiðslu nokkurra þátta. Þegar Fréttablaðið náði tali af honum var tökumaðurinn reyndar önnum kafinn og varð að bregða sér frá í stutta stund enda var David Caruso beint fyrir framan nefið á honum og tökur á þætti nýhafnar. CSI-teymið Egill hefur samfara því að stjórna tökum setið í leikstjórastólnum og leikstýrir nokkrum þáttum í nýrri seríu. Egill, eða Eagle eins og hann kallar sig, hefur verið búsettur í Bandaríkjunum í átján ár og segir það alltaf hafa verið í spilunum að ílengjast í Englaborginni. Hann hóf feril sinn sem tökumaður hjá Zalman King en leikstjórinn er þekktur fyrir erótískar kvikmyndir sínar. Síðan lá leiðin í sjónvarpsþáttaröðina Red Shoe Diaries þar sem erótíkin var aldrei langt undan og svo loks í CSI þar sem tökumaðurinn hefur blómstrað. „Ég er búinn að vera gera þetta í einn og hálfan áratug,“ segir Egill Örn en vinna við þættina er mikil törn. „En ákaflega gaman, þú ert með fótinn á bensíngjöfinni í tíu mánuði og léttir ekki pressunni af henni fyrr en allt er búið,“ segir Egill. Í hina tvo mánuðina ferðast Egill síðan um heiminn, tekur upp auglýsingar og viðrar mótórfákinn en Egill er mikill mótórhjólakappi og þykir fátt skemmtilegra en að þeysast um fjöll og firnindi á hjólinu. Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
„Verðlaunin voru afhent á sunnudaginn í síðustu viku á Century Hyatt Hotel en ég vann ekki, því miður,“ segir Egill Örn Egilsson, kvikmyndatökumaður sem var nýlega tilnefndur til svokallaðra ASC-verðlauna fyrir kvikmyndatöku sína í sjónvarpsþáttunum CSI: Miami. Verðlaunin eru meðal þeirra virtustu hjá tökumönnum í Bandaríkjunum og þykir jafnvel enn meiri heiður að vera tilnefndur til þeirra en til sjálfra Óskarsverðlaunanna eða Emmy. „Annars var þetta bara mjög mikil upphefð að vera tilnefndur og hljóta náð fyrir augum þessarar nefndar sem skipuð er gömlum refum úr þessum iðnaði,“ bætir Egill Örn við. Hann upplýsir jafnframt að þessi tilnefning hafi orðið til þess að tilboðum rigni yfir hann en Egill tekur þessu öllu með stakri ró. Sjónvarpsþættirnir um Horatio Caine og meinafræðingardeild hans í Miami njóta gríðarlegra vinsælda um allan heim og er talið að í kringum fimmtíu milljónir horfi á þá reglulega. Þeir eru aðrir í röðinni í þessari meinafræðinga-þríleik Jerry Bruckheimer en til eru bæði CSI: Las Vegas og CSI: New York en hvorugur þessara þátta hefur náð að skáka vinsældum Miami-liðsins sem allir hafa verið sýndir á Skjá einum. Egill Örn hefur samfara því að stjórna kvikmyndatöku í þáttunum sest í leikstjórastólinn og komið að framleiðslu nokkurra þátta. Þegar Fréttablaðið náði tali af honum var tökumaðurinn reyndar önnum kafinn og varð að bregða sér frá í stutta stund enda var David Caruso beint fyrir framan nefið á honum og tökur á þætti nýhafnar. CSI-teymið Egill hefur samfara því að stjórna tökum setið í leikstjórastólnum og leikstýrir nokkrum þáttum í nýrri seríu. Egill, eða Eagle eins og hann kallar sig, hefur verið búsettur í Bandaríkjunum í átján ár og segir það alltaf hafa verið í spilunum að ílengjast í Englaborginni. Hann hóf feril sinn sem tökumaður hjá Zalman King en leikstjórinn er þekktur fyrir erótískar kvikmyndir sínar. Síðan lá leiðin í sjónvarpsþáttaröðina Red Shoe Diaries þar sem erótíkin var aldrei langt undan og svo loks í CSI þar sem tökumaðurinn hefur blómstrað. „Ég er búinn að vera gera þetta í einn og hálfan áratug,“ segir Egill Örn en vinna við þættina er mikil törn. „En ákaflega gaman, þú ert með fótinn á bensíngjöfinni í tíu mánuði og léttir ekki pressunni af henni fyrr en allt er búið,“ segir Egill. Í hina tvo mánuðina ferðast Egill síðan um heiminn, tekur upp auglýsingar og viðrar mótórfákinn en Egill er mikill mótórhjólakappi og þykir fátt skemmtilegra en að þeysast um fjöll og firnindi á hjólinu.
Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira