Lífið

Kasakstan nútímalegt

Sendiherra Kasakstans í Bandaríkjunum segir heimaland sitt vera nútímalegt þar sem fjöldi vel menntaðra fræðimanna starfi og olíuútflutningur sé mikill, þvert á það sem lesa megi úr gamanmyndinni Borat.

„Vonandi get ég lýst því fyrir ykkur hvernig hið sanna Kasakstan er og að þið fáið aðra hugmynd um þjóðina en er sýnd í myndinni eftir Sacha Baron Cohen,“ sagði sendiherrann Kanat Saudabayev í fyrirlestri í Yale-háskólanum í Bandaríkjunum. Íhuguðu stjórnvöld í Kasakstan á sínum tíma að höfða mál gegn Cohen en hættu við það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.