Fleiri fréttir

„Síðasta faðmlag kvöldsins“

Leikarinn David Schwimmer hefur birt nokkrar myndir frá Friends endurfundunum á Instagram. Mynd sem hann birti af sér með leikkonunni Jennifer Aniston vakti þar sérstaka athygli aðdáenda þáttanna.

Auður tekur ekki þátt í upp­setningu Rómeó og Júlíu

Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, mun ekki taka þátt í uppsetningu leikverksins Rómeó og Júlíu sem mun verða sýnt í Þjóðleikhúsinu næsta vetur en hann tilkynnti í gær að hann muni draga sig í hlé. Þetta staðfestir Magnús Geir Þórðarson, Þjóðleikhússtjóri, í samtali við fréttastofu.

„Þetta var barn með tíu fingur og tíu tær“

Sigríður Jónsdóttir og Magnús Kjartan Eyjólfsson hafa á undanförnum vikum gagnrýnt þær brotalamir sem eru í kerfinu þegar konur þurfa að fæða andvana barn. Þau segja að mannlegi þátturinn hafi þurft að víkja í heilbrigðiskerfinu og það sé of vélrænt.

Daði Freyr og Árný laus úr einangrun

Daði Freyr Pétursson og Árný Fjóla Ásmundsdóttir losnuðu úr einangrun í gær. Árný  greindist með Covid eftir Eurovision, sú þriðja í Eurovision hóp Íslendinga.

Magnaðar myndir af nýja hrauninu í Nátt­haga

Það var mikið sjónarspil á gosstöðvunum á Reykjanesi um helgina þegar hraun rann yfir vestari varnargarðana við gosstöðarnar og út í Nátthaga. Björgunarsveitarmaður í Grindavík segir fátt annað fréttnæmt hafa átt sér stað um helgina en hann hvetur forvitna gesti til að vera vel búnir áður en þeir leggja af stað upp að eldgosinu.

Fagnaði sigri á gigtinni á toppi Hvannadalshnjúks

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur gekk á topp Hvannadalshnjúks um helgina, hæsta tind Íslands. Dagur þjáist af gigt og þarf vikulega á lyfjagjöf að halda. Hann segir ólýsanlegt að hafa náð þessum áfanga eftir óvissuna vegna veikindanna síðustu ár. 

Kylie Jenner birti mynd af hönnun Hildar Yeoman

Stassie besta vinkona Kylie Jenner klæddist bol eftir íslenska fatahönnuðinn Hildi Yeoman um helgina. Milljarðamæringurinn sýndi dressið á Instagram en þær fóru út á lífið saman. 

Fengu yfir sig slím ef ræðurnar voru of langar

Sögur - verðlaunahátíð barnanna var haldin í fjórða sinn um helgina. Þar verðlauna börn á aldrinum sex til tólf ára það menningarefni sem þeim finnst hafa staðið upp úr á árinu auk þess sem sögur, leikrit, lög og handrit barna hljóta verðlaun.

Edda Hermanns og Rikki Daða eignuðust son

Edda Her­manns­dóttir, sam­skipta­stjóri Ís­lands­banka, og Rík­harður Daða­son, fjár­festir og fyrr­verandi lands­liðs­maður í knatt­spyrnu, hafa eignast son.

Eva Ruza: „Hann hefur farið vel með hjartað mitt“

„Sumarið leggst alltaf vel í þessa gellu. Ég spennist öll upp á vorin yfir því að geta afklætt mig aðeins og gengið um á sandölum. Ég held að ég gleymi því alltaf smá að ég bý á Íslandi og ég er ekkert að fara að labba hálfber um bæinn,“ segir Eva Ruza í viðtali við Makamál. 

Hálfur álfur í Hellisgerði á sjómannadaginn

Landsmenn bíða margir spenntir eftir hátíðahöldum sumarsins eftir langan og óvenjulegan vetur. Það eru þó ekki eingöngu mennskir Íslendingar sem hlakka til að sletta úr klaufunum, sjálfir álfarnir í Hellisgerði í Hafnarfirði virðast hafa fengið nóg af slökun og bjóða því til mikillar gleði í garðinum á sunnudaginn.

„Löngu kominn tími á að karlar taki þessa vakt“

„Það er lífseig mýta að gerendur í kynferðisbrotamálum séu svona „vondu kallar“, hálfgerð skrýmsli. Þessi skrýmslavæðing gerenda gerir það að verkum að fólk á erfiðara með að horfast í augu við að gerendur kynferðisbrota eru yfirleitt bara venjulegt fólk.“ 

BBQ kóngurinn: Taco birria í steypujárnspotti

Það er fátt eins tilvalið í matarboðið eins og heimagert Taco. Í fjórða þætti BBQ kóngsins á Stöð 2 sýnir grillmeistarinn Alfreð Fannar skemmtilega uppskrift af Taco sem hann útfærir á grillinu. 

1300 manns keppa í utanvegahlaupi um Hengilsvæðið

Keppendur í 161 kílómetra flokki á Salomon Hengil Ultra voru ræstir út klukkan 14 í dag. Sextán keppa í 161 kílómetraflokknum en alls verða keppendur um helgina í kringum 1300 sem er met í utanvegahlaupi hér á landi.

Fallegur flutningur Eydísar og GDRN

Eydís Helena Evensen píanóleikari og tónskáld kemur fram í nýjasta myndbandi KEX Live at Home. Eydís flutti þar lögin af plötu sinni Bylur.

A Quiet Place: Part II - Gaman í bíó

Rúmu ári eftir að hana átti að frumsýna er A Quiet Place: Part II loks komin í kvikmyndahús. Mikið er nú gaman að sjá hana í bíó.

Blue Lagoon Challenge haldið í 25. skipti

Þann 12.júní næstkomandi klukkan16:00 verður blásið í lúðra og stórum hópi hjólreiðafólks hleypt af stað í eitt vinsælasta fjallahjólamót ársins, The Blue Lagoon Challenge en það er nú haldið í 25. sinn.

Hössi úr Quarashi með nýtt band

So Long Holly er fyrsta smáskífa af væntanlegri fyrstu breiðskífu Kig & Husk sem er skipuð Frank Hall og Höskuldi Ólafssyni. Frank er þekktur fyrir að hafa verið í hljómsveitinni Ske og Höskuldur var í Quarashi.

Einn lög­manna O.J. er dáinn

F. Lee Bailey einn þekktasti lögmaður bandarískrar réttarsögu er látinn, 87 ára að aldri. Bailey var verjandi margra þekktra einstaklinga, þar á meðal O.J. Simpson, Albert DeSalvo, sem er betur þekktur sem Boston Strangler, Patty Hearst og Sam Sheppard.

„Flest stefnumótin okkar eru á fjöllum“

Árið 2020 var ár stórra breytinga í lífi Þórdísar Valsdóttur fjölmiðlakonu. Í lok árs kynntist hún ástinni sinni Hermanni Sigurðssyni ljósmyndara og prentsmið og er augljóst að sjá að hér fer ástfangið og hamingjusamt par.

Sjá næstu 50 fréttir