Fleiri fréttir

Auður og krassasig leita að leigjendum í nýja hljóðverið

Tónlistarmennirnir Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, og Kristinn Arnar Sigurðsson, betur þekktur sem, krassasig, vinna nú að því að opna nýtt hljóðver fyrir tónlistarmenn og óska þeir félagar eftir áhugasömum leigjendum í samtali við Vísi.

Egill Ploder og Svala Björgvins gefa út jólalag

„Jólalagakeppni Brennslunnar var eitthvað sem var ákveðið að fara í seint í ágúst. Reglurnar voru þær að við máttum hafa samband við einn pródúsent og fá annan listamann til þess að vera með okkur á laginu. Einhvern veginn endaði það þannig að ég stóð einn eftir með tilbúið lag en hitt náðist ekki fyrir tíma,“ segir Egill Ploder sem hefur því gefið út jólalag með Svölu Björgvinsdóttur og ber lagið heitið Undir mistilteini. Hann vann lagið ásamt Svölu og Inga Bauer.

Missir alla stjórn á jólaskrautinu

Borgarleikhúsið býður landsmönnum öllum upp á veglega jóladagskrá í formi jóladagatals í ár. Á hverjum degi frá 1. til 24. desember verður opnaður gluggi og listamenn leikhússins gleðja með fjölbreyttum atriðum.

Frumsýna myndbandið við lagið Jól eins og áður

Fjöldi landsþekktra tónlistarmanna og leikara frumsýna í dag lagið Jól eins og áður. Lagið er eftir Gretu Salóme og Bjarka Bomarz Ómarsson en hann sá einnig um upptökustjórn. Ásamt Gretu Salóme koma fram þau Sverrir Bergmann, Sigga Beinteins, KK, DJ Muscleboy, Jón Gnarr, Ragnheiður Gröndal, Aron Mola, Birgir Steinn og Katrín Halldóra.

Skreytum hús: Barnaherbergjum breytt í ævintýraheim

„Þegar við fluttum inn þá máluðum við og komumst svo ekkert lengra,“ segir Alda Dröfn Guðbjörnsdóttir „um barnaherbergin tvö á heimilinu sem var tekið fyrir í nýjasta þætti af Skreytum hús. Ekkert var á veggjum og herbergin því ekki fullkláruð. Skápahurðir voru farnar að gulna og gardínustangir ekki í réttri hæð.

Klaufinn sem fær alla til að lesa

Dagbók Kidda klaufa er einn mest seldi og vinsælast bókaflokkur fyrir börn og ungmenni um allan heim. Nýjasta bókin Snjóstríðið er komin út.

„Ég veit að börnin mín eru stolt af mér“

Silja Rut Sigurjónsdóttir er einstæð þriggja barna móðir og eitt barnanna hennar er langveikt. Hún lét drauminn sinn rætast í ár og útskrifaðist sem flugmaður. Hún hvetur foreldra í þessari stöðu til að reyna að láta draumana rætast.

Stefnumótaáskorun á aðventunni

Sumir eru mjög iðnir við að finna sér tilefni til þess að gera sér dagamun. Fólkið sem heldur upp á alla dagana og öll afmælin. Valentínusardaginn, konu- og bóndadaginn eða mæðra- og feðradaginn og guð má vita hvað. Svo eru það aðrir sem fussa og sveia yfir svona óþarfa tilstandi. 

Opnaðist fyrir sköpunargáfuna eftir sáran missi

„Ég skrifaði undir og ég er ennþá í dag að átta mig á því að það hafi bara gerst,“ segir Karítas Óðinsdóttir tónlistarkona í samtali við Vísi. Karítas er ein af þeim ungu og hæfileikaríku söngkonum sem vert er að fylgjast vel með. Hún er 28 ára gömul, fædd og uppalin í Borgarfirði og hefur tónlist verið stór hluti af hennar lífi frá unga aldri.

Átak í eldvörnum um allt land

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur ýtt úr vör átakinu Eldklár. Markmiðið er að fræða landsmenn alla um brunavarnir og vekja fólk til umhugsunar.

Stjörnulífið: Aðventan fer vel af stað

Stjörnulífið þessa helgina heldur áfram að litast af hertum takmörkunum sem tóku gildi á landinu fyrir nokkrum vikum en fyrsti í aðventu var í gær og héldu margir upp á þann dag í faðmi fjölskyldunnar.

Tók saman lista yfir fjölmennustu íslensku Facebook-hópana

„Ég veit náttúrlega að þetta er ekki endilega tæmandi listi en ég er orðinn nokkuð vongóður um að maður sé búinn að taka saman megnið af fjölmennustu íslenskum hópum með þessu,“ segir tölvunarfræðingurinn Daníel Brandur Sigurgeirsson í samtali við Vísi. Daníel tók á dögunum saman lista yfir fjölmennustu Facebook-hópana á Íslandi og birti í færslu á sinni Facebook-síðu. Yfir hundrað hópar eru á listanum sem enn fer vaxandi.

Segir endurfjármögnun „besta tímakaup sem fólk getur haft yfir ævina“

„Sjálfur hef ég endurfjármagnað þrisvar sinnum á síðustu 18 mánuðum en ég mæli með að fólk skoði sín mál á eins til þriggja ára fresti eða jafnvel oftar,“ segir fasteignasalinn Páll Pálsson. Hann ráðleggur fólki að fylgjast með fréttum um vaxtabreytingar bera saman lánið sem það er með við lánið sem það gæti fengið.

Upprunalegi Svarthöfði er dáinn

David Prowse, líkamsræktarmaðurinn sem lék óþokkann Darth Vader, eða Svarthöfða, í Star Wars, er dáinn. Hann var 85 ára gamall og er sagður hafa dáið eftir skammvinn veikindi.

„Ég var orðin þreytt á höfnunum á vinnumarkaði“

„Ég hef rekið lítið fyrirtæki að heiman frá árinu 2018 en samhliða því verið að leita mér að vinnu þar sem ég get nýtt mína menntun, notið félagsskaps í vinnunni og gert það sem ég hef áhuga á. Hingað til hefur það ekki gengið og í byrjun árs ákvað ég að taka smá pásu í því þar sem fjöldi neitana var orðin yfirþyrmandi,“ segir Halldís Guðmundsdóttir. Eftir að vera búin að vera heima í heilt ár ákvað hún svo að skapa eigin tækifæri.

Katrín og Ragnar voru byrjuð að huga að því að skrifa saman bók þegar ­far­aldurinn skall á

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist vera mikið jólabarn og að gert hafi verið grín að henni þegar hún var krakki fyrir að byrja snemma að hlakka til jólanna. Áhugi hennar og fyrri störf við bókmenntir geri hana ekki síður að miklu jólabarni en hún og Ragnar Jónasson rithöfundur voru byrjuð að huga að því að skrifa saman bók þegar heimsfaraldur kórónuveirunnar skall á.

Braust inn í sundlaug, stundaði kynlíf og er stolt af því

Leikkonan og útvarpskonan Steiney Skúladóttir segist hafa brotist inn í sundlaug og stundað þar kynlíf í kórónuveirufaraldrinum. Þetta kemur fram í hlaðvarpinu Einhleyp, einmana og eirðarlaus sem þau Pálmi Freyr Hauksson stýra í Útvarpi 101.

Bríet sætir hótunum eftir árás á Instagram-reikning hennar

Óprúttnir aðilar hafa hakkað sig inn á Instagram-reikning sönkonunnar Bríetar og beita hana nú kúgunum. Bríet greinir sjálf frá þessu á Facebook síðu sinni í gærkvöldi þar sem hún óskar eftir aðstoð við að endurheimta reikninginn.

Svala afhjúpar leyndarmálið á bak við sleikta taglið

Svala Björgvins er þekkt fyrir einstakan stíl. Hún greiðir hárið reglulega upp í hátt slétt tagl, sem hún sleikir aftur þannig að litlu hárin gjörsamlega hverfa inn í greiðsluna. Í þáttunum Snyrtiborðið með HI beauty ræddi Svala meðal annars um þessa hárgreiðslu.

Þeir yngri komist vart að meðan Arnaldur fái fimm stjörnur í vöggugjöf

Steinar Bragi er höfundur í algjörum sérflokki, segir Björn Vilhjálmsson gagnrýnandi Víðsjár Ríkisútvarpsins og heldur ekki vatni: „… sendir hérna frá sér sína bestu bók, og það er að segja eitthvað.“ Björn sparar sig hvergi en hann er að tala um Truflunina nýjustu skáldsögu höfundar. Steinar Bragi er viðmælandi Vísis í Höfundatali.

Sjá næstu 50 fréttir