Fleiri fréttir

Íslenskt rapp í nýjum búningi

Rapparinn Emmsjé Gauti, Úlfur Úlfur og hljómsveitin Agent Fresco koma fram á tónleikum sem haldnir verða í Kaldalóni í Hörpu 18. október. Agent Fresco verður í hlutverki húshljómsveitar og mun sjá um undirleik fyrir bæði Gauta og Úlf Úlf.

Skrifar um ástarsamband sitt og Jóhönnu

Jónína Leósdóttir rithöfundur gefur í næsta mánuði út bók um samband sitt og Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrverandi forsætisráðherra. Bókin ber titilinn Við Jóhanna.

Tanja Ýr Ungfrú Ísland 2013

Tanja Ýr Ástþórsdóttir var kosin Ungfrú Ísland 2013 í fegurðarsamkeppni Íslands sem fram fór á veitingahúsinu Broadway í kvöld. Hún var einnig valin ljósmyndafyrirsæta ársins.

Ásdís Rán lærir á þyrlu

"Ég er kannski ekki þessi týpíski þyrluflugmaður en núna þegar ég er að enda fyrirsætuferilinn þá næ ég vonandi að eltast við næsta draum sem er að læra þyrluflugmanninn," segir fyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir.

Öskrar eins og ljón

Vilhjálmur Bretaprins og eiginkona hans Kate Middleton skelltu sér á Tusk Trust-verðlaunahátíðina í vikunni og tjáðu sig að sjálfsögðu um son sinn George við blaðamenn.

Góðir gestir og enn betri þýðingar

Margir góðir gestir sækja Bókmenntahátíð í Reykjavík heim í ár. Auk þeirrar ánægju sem fylgir því að fá skemmtilega gesti þýða heimsóknir höfundanna erlendu að mikill kippur hefur hlaupið í íslenskar þýðingar á athyglisverðum bókmenntaverkum.

Pressa III tilnefnd til Prix Europa

Sjónvarpsserían Pressa III er tilnefnd til evrópsku sjónvarpsverðlaunanna Prix Europa 2013 sem besta evrópska dramaserían. Óskar Jónasson leikstýrði.

Sópar til sín verðlaunum ytra

Jórunn Ragnarsdóttir arkitekt hlaut nýlega ein virtustu arkitektaverðlaun Evrópu, Deutscher Architekturpreis, ásamt Arno Lederer og Marc Oei. Þau gerðu líka eina fegurstu fagbók ársins í Þýskalandi 2013. Hún segir arkitektúrinn lífsstíl.

Kynferði ræður ekki efnisvali

Dvergar og stríð nefnist fyrirlestur sem Auður Ava Ólafsdóttir rithöfundur flytur í Norræna húsinu í dag.

Ástin og heilkennið

Mannleg og hlý frásögn af vel skrifuðum persónum sem lesandinn tekur ástfóstri við.

Litla systir á kúpunni

Ashlee Simpson, litla systir söngkonunnar Jessicu Simpson, er frekar blönk þessa dagana enda eyddi hún miklum peningum í skilnaðinn við tónlistarmanninn Pete Wentz árið 2011.

Sjáðu muninn á Heru

Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona sem steig fram í sjónvarpsþættinum Ísland í dag þar sem hún ræddi í einlægni um þyngd sína og fæðubótaefnið sem hún er byrjuð að taka inn birti þessa fyrir/eftir mynd á Facebooksíðunni sinni með þessum skilaboðum:

Getum ekki leyft okkur að líta framhjá konum

Elínrós Líndal, stjórnandi fatamerkisins ELLU, er stödd í Dalían í Kína á árlegri ráðstefnu á vegum World Economic Forum. Þar er lögð áhersla á nýsköpun í ört breytilegum heimi og hagkerfi. Á ráðstefnunni eru meðal annars Xi Jinpin, forseti Kína, Sheryl Sandberg, framkvæmdastjóri Facebook, og fjöldi viðskiptafulltrúa stærstu fyrirtækja heims. Elínrós er eini Íslendingurinn á ráðstefnunni.

Þarna var fjör

Meðfylgjandi myndir voru teknar á kynningarfundi í Listasafni Reykjavíkur í vikunni fyrir 150 manns sem sóttu um tvær stöður í netmarkaðssetningu hjá auglýsingastofunni Pipar/TBWA.

Ég var alein og símalaus

"Okkur leist best á fallega, litla einbýlishúsið í Halsviksvägen, á eyjunni Styrsö, þar sem tólf hundruð manns búa,“ segir lögfræðineminn og fyrirsætan Snjólaug Árnadóttir sem flutti nýverið til Svíþjóðar, nánar tiltekið til Gautaborgar, ásamt kærasta sínum, Arngrími Jóni Sigurðssyni. Þar stundar Snjólaug meistaranám í lögfræði.

Conan O'Brien sló á efasemdaraddir

Mikils metið fólk innan skemmtanaiðnaðarins í Bandaríkjunum höfðu spáð því að Conan O'Brien myndi ekki standa sig í stykkinu sem stjórnandi spjallþáttar. The Late Night with Conan O'Brien fagnar tuttugu ára afmæli.

Ástríður 2 hefst á Stöð 2 á sunnudaginn

"Ástríður hefur breyst. Hún hefur forherst eftir ástarsorg og tekur hlutina á hörkunni núna,“ segir Ilmur Kristjánsdóttir, leikkona og handritshöfundur hinna vinsælu sjónvarpsþátta um Ástríði.

Sannleikurinn: Allir fréttamenn merktir varanlega

Sannleikurinn rekur öfluga og óvæga fréttastofu þar sem engum er hlíft og ekkert mál er of stórt eða of lítið. Sannleikurinn er háður öllum stjórnmálaflokkum og hagsmunaaðilum.

The Armstrong Lie frumsýnd á Toronto-kvikmyndahátíðinni

Heimildamyndin átti upprunalega að fjalla um endurkomu Armstrongs í hjólreiðar, en féll svo um sjálfa sig þegar í ljós kom að Armstrong hafði logið til um lyfjanotkun sína. Gibney lagðist þá í endurskipulagningu myndefnisins og breytti titlinum.

Svolítill sjónvarpsplebbi

Það verður erfitt að segja skilið við sjónvarpssófann í vetur því dagskráin á Stöð 2 rígheldur áhorfendum við skjáinn. Dagskrána kynnir Logi Bergmann í Haustpartíi í kvöld.

Blómlegi kokkurinn eldar áfram

Þáttaröðin Hið blómlega bú sló eftirminnilega í gegn á Stöð 2 síðastliðið vor, en áhorfendur kunnu vel að meta matreiðslumanninn Árna Ólaf Jónsson og frumraun hans í búskap og eldamennsku fyrir framan myndavélarnar í íslenskri sveit. Það gleður því eflaust marga að vita að nýrrar þáttaraðar er að vænta af Hinu blómlega búi í nóvember.

Íslenskir ástríðuglæpir

"Margir af sorglegustu og jafnframt hrottalegustu glæpum landsins eru ástríðuglæpir. Þetta eru allt hræðileg mál þar sem fórnarlömbin eru heilu fjölskyldurnar. Við munum því nálgast þetta af virðingu og nærgætni,“ segir sjónvarpsmaðurinn Ásgeir Erlendsson, sem hefur umsjón með Íslenskum ástríðuglæpum, nýjum íslenskum heimildarþáttum sem væntanlegir eru á Stöð 2 í vetur.

Tækjabrjálaðir bílasjúklingar

Þau Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir og Finnur Thorlacius ætla að leiða saman hesta sína í glænýjum og sjóðheitum bílaþætti sem nefnist einfaldlega Á fullu gazi.

Stærsta fréttastofa landsins

Fréttastofur 365 miðla; ritstjórn Fréttablaðsins, fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, voru sameinaðar í eina um miðjan maí. Mikael Torfason, aðalritstjóri 365 miðla, leiddi sameininguna ásamt Ólafi Þ. Stephensen ritstjóra og úr varð stærsta fréttastofa landsins.

Sjá næstu 50 fréttir