The Armstrong Lie frumsýnd á Toronto-kvikmyndahátíðinni Ólöf Skaftadóttir skrifar 13. september 2013 18:00 Alex Gibney Mynd/Getty Heimildamyndagerðarmaðurinn Alex Gibney frumsýndi nýjustu kvikmynd sína The Armstrong Lie á kvikmyndahátiðinni í Toronto í vikunni. Gibney lagði í gerð heimildamyndar um endurkomu Lance Armstrong í Tour de France hjólreiðakeppnina árið 2009. Endurkoman var ekki vel heppnuð, enda hafnaði Armstrong í þriðja sæti og spurningar byrjuðu að vakna um meinta misnotkun Armstrongs á ólöglegum lyfjum á ný. En í ljós kom að heimildamyndin var byggð á fölskum grunni. Armstrong hafði logið til um lyfjanotkun sína. Í kjölfarið missti hann alla sjö meistaratitla sína í Tour de France og varð auk þess að skila bronsverðlaunum sínum frá Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000. Gibney lagðist í kjölfarið í endurskipulagningu myndefnisins og breytti kvikmyndinni algjörlega. Hann frumsýndi myndina í vikunni með breyttum titli; úr sínu upprunalega nafni The Road Back í The Armstrong Lie.Lance Armstrong í viðtali við OpruhMynd/GettyGibney hafði nýverið lagt lokahönd á The Road Back þegar fyrrum liðsfélagi Armstrongs, Floyd Landis, fór í viðtal og sakaði Armstrong um að neyta ólöglegra lyfja. Viðtalið leiddi þess að USADA, bandaríska lyfjaeftirlitið, hóf rannsókn á málinu, sem var byrjunin á hnignun ferils Armstrongs. Armstrong hringdi í Gibney, nokkrum vikum áður en hann fór í viðtal til Opruh þar sem hann kom út úr skápnum með lyfjanotkun sína, og játaði fyrir honum að ferill hans og endurkoma væru byggð á lygi og lyfjanotkun. Armstrong lét Gibney það eftir að fá tvö viðtöl til viðbótar við myndefnið sem hann hafði þegar, til þess að bæta honum skaðann.Þegar allt lék í lyndiMynd/GettyHin endurklippta mynd með nýja titlinum sýnir nýlegt myndefni í bland við gamalt, sem Gibney aflaði sér árið 2009. Þá er í myndinni viðtal við fyrrum þjálfara Armstrongs, ítalska lækninn Michele Ferrari, sem hlaut ævilangt bann frá keppnisíþróttum í fyrra eftir að lyfjaeftirlitið kærði hann. Í myndinni leitast Gibney við að svara áleitnum spurningum um af hverju Armstrong reyndi að snúa aftur í hjólreiðar, þegar hann vissi að spurningar um lyfjanotkun hans myndu vakna á ný, hvers vegna hann lét lygina verða svo umfangsmikla og hvort hann sé enn við sama heygarðshornið. Gibney hefur gert heimildamyndir um allt á milli himins og jarðar, allt frá Enron til Eliot Spitzer. Hann vann Óskarinn árið 2007 fyrir rannsóknir sínar á pyntingum í Afganistan, sem fyrirskipaðar voru af bandarísku ríkisstjórninni og bjó til myndina Taxi to the Dark Side úr niðurstöðum sínum. Hér fylgir stikla úr myndinni. Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira
Heimildamyndagerðarmaðurinn Alex Gibney frumsýndi nýjustu kvikmynd sína The Armstrong Lie á kvikmyndahátiðinni í Toronto í vikunni. Gibney lagði í gerð heimildamyndar um endurkomu Lance Armstrong í Tour de France hjólreiðakeppnina árið 2009. Endurkoman var ekki vel heppnuð, enda hafnaði Armstrong í þriðja sæti og spurningar byrjuðu að vakna um meinta misnotkun Armstrongs á ólöglegum lyfjum á ný. En í ljós kom að heimildamyndin var byggð á fölskum grunni. Armstrong hafði logið til um lyfjanotkun sína. Í kjölfarið missti hann alla sjö meistaratitla sína í Tour de France og varð auk þess að skila bronsverðlaunum sínum frá Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000. Gibney lagðist í kjölfarið í endurskipulagningu myndefnisins og breytti kvikmyndinni algjörlega. Hann frumsýndi myndina í vikunni með breyttum titli; úr sínu upprunalega nafni The Road Back í The Armstrong Lie.Lance Armstrong í viðtali við OpruhMynd/GettyGibney hafði nýverið lagt lokahönd á The Road Back þegar fyrrum liðsfélagi Armstrongs, Floyd Landis, fór í viðtal og sakaði Armstrong um að neyta ólöglegra lyfja. Viðtalið leiddi þess að USADA, bandaríska lyfjaeftirlitið, hóf rannsókn á málinu, sem var byrjunin á hnignun ferils Armstrongs. Armstrong hringdi í Gibney, nokkrum vikum áður en hann fór í viðtal til Opruh þar sem hann kom út úr skápnum með lyfjanotkun sína, og játaði fyrir honum að ferill hans og endurkoma væru byggð á lygi og lyfjanotkun. Armstrong lét Gibney það eftir að fá tvö viðtöl til viðbótar við myndefnið sem hann hafði þegar, til þess að bæta honum skaðann.Þegar allt lék í lyndiMynd/GettyHin endurklippta mynd með nýja titlinum sýnir nýlegt myndefni í bland við gamalt, sem Gibney aflaði sér árið 2009. Þá er í myndinni viðtal við fyrrum þjálfara Armstrongs, ítalska lækninn Michele Ferrari, sem hlaut ævilangt bann frá keppnisíþróttum í fyrra eftir að lyfjaeftirlitið kærði hann. Í myndinni leitast Gibney við að svara áleitnum spurningum um af hverju Armstrong reyndi að snúa aftur í hjólreiðar, þegar hann vissi að spurningar um lyfjanotkun hans myndu vakna á ný, hvers vegna hann lét lygina verða svo umfangsmikla og hvort hann sé enn við sama heygarðshornið. Gibney hefur gert heimildamyndir um allt á milli himins og jarðar, allt frá Enron til Eliot Spitzer. Hann vann Óskarinn árið 2007 fyrir rannsóknir sínar á pyntingum í Afganistan, sem fyrirskipaðar voru af bandarísku ríkisstjórninni og bjó til myndina Taxi to the Dark Side úr niðurstöðum sínum. Hér fylgir stikla úr myndinni.
Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira