Lífið

Myndbandið ekki við barna hæfi

Myndbandið við lagið We Found Love með Rihönnu er bannað á daginn í Frakklandi því ástarsenurnar þykja ekki við barnahæfi.
nordicphotos/getty
Myndbandið við lagið We Found Love með Rihönnu er bannað á daginn í Frakklandi því ástarsenurnar þykja ekki við barnahæfi. nordicphotos/getty
Myndband söngkonunnar Rihönnu við lagið We Found Love hefur verið bannað þangað til eftir klukkan 22 í Frakklandi. Ástæðan er sú að ástarsenur í myndbandinu þykja of tvíræðar og grófar. Í myndbandinu leikur Rihanna á móti fyrirsætunni Dudley O‘Shaughnessy og er söngkonan svo stolt af myndbandinu að hún skrifaði eftirfarandi á Twitter samskiptavefinn.

„Ég hef aldrei gert myndband á borð við þetta. Það fjallar um ástina og hvernig ástin getur verið eins og eiturlyf. Maður sér bæði góðu og slæmu áhrifin sem ástin hefur á mann.“

Fjölmiðlar í Bandaríkjunum vilja meina að myndbandið sé uppgjör Rihönnu við ofbeldisfullt samband hennar og Chris Brown á síðasta ári.

Yfirvöld í Frakklandi eru ekki þau einu sem láta myndbandið fara fyrir brjóstið á sér en bóndi á Írlandi stöðvaði tökur á myndbandinu á jörð sinni þegar hann sá hversu fáklædd Rihanna var.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.