Ísland skoðað fyrir stórmynd um örkina hans Nóa 24. nóvember 2011 09:30 Darren Aronofsky hefur verið á landinu að undanförnu að skoða heppilega tökustaði fyrir kvikmynd sína um örkina hans Nóa. Christian Bale hefur einna helst verið orðaður við hlutverk Nóa í bandarískum fjölmiðlum. Kvikmyndin mun kosta 130 milljónir dollara í framleiðslu eða fimmtán milljarða íslenskra króna.NordicPhotos/Getty „Í huga Hollywood og kvikmyndaveranna snýst allt um endurgreiðsluna, hún er sett ofar skapandi gildum. Og ef íslensk stjórnvöld hækka endurgreiðslu úr þrettán prósentum í tuttugu á það eftir breyta samkeppnisstöðu Íslands til að fá erlendar kvikmyndir til landsins mjög mikið. Önnur svæði og önnur lönd hafa vissulega hærri endurgreiðslu en Ísland er bara einstakt. Hækkun endurgreiðslunnar mun allavega hafa mikið um mína mynd að segja og nánast ráða úrslitum hvort við komum eða ekki,“ segir bandaríski leikstjórinn Darren Aronofsky í samtali við Fréttablaðið. Ísland kemur alvarlega til greina sem helsti tökustaður kvikmyndar Aronofsky um Nóa og örkina hans. Leikstjórinn er staddur hér á landi til að kynna sér aðstæður en það er framleiðslufyrirtækið True North sem hefur veg og vanda af komu hans hingað. Aronofsky er einn virtasti leikstjóri sinnar kynslóðar en síðustu tvær kvikmyndir hans, The Wrestler og Black Swan, hafa notið mikillar velgengni. „Þetta er í annað sinn sem ég kem hingað vegna þessa verkefnis og Ísland hentar fullkomlega fyrir myndina,“ segir Aronofsky en hugmynd hans er að taka upp sköpun jarðar, aldingarðinn Eden og svo þann forsögulega tíma sem Nói lifði á samkvæmt fyrstu Mósebók. Aronofsky hefur verið að kynna sér hálendi Ísland og Norðausturland, meðal annars Mývatn. „Ég á ekki orð yfir fegurðina og það sem er svo heillandi er að maður er enga stund að koma sér á áfangastað. Fyrir kvikmyndagerðarmann frá New York er það mikill kostur.“ Aronofsky kom til landsins á laugardag og hefur verið á stanslausum þönum síðan þá. „Við rétt náðum að losa okkur við farangurinn á hótelinu og höfum bara verið á ferðalagi síðan,“ en leikstjórinn var á leiðinni upp í flugvél vestur um haf þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Christian Bale hefur einna helst verið orðaður við hlutverk Nóa samkvæmt bandarískum fjölmiðlum en Aronofsky vildi ekkert tjá sig um það mál. „Það eru viðræður hafnar við leikara og ég lofa því að það verður einhver mjög góður sem fær þetta hlutverk.“ Það yrði þá ekki í fyrsta skipti sem Bale kæmi hingað til lands en hann lék Bruce Wayne eða Leðurblökumanninn þegar tökur á Batman Begins fóru fram hér á landi. Aronofsky lýkur miklu lofsorði á Ísland og segir landið mikinn innblástur fyrir sig. „Ég fékk hugmyndina að Nóa fyrir tíu árum og hélt auðvitað að þessi mynd gæti varla orðið að veruleika enda er hún gríðarlega stór umfangs. En velgengni bæði The Wrestler og Black Swan hafa opnað ansi margar dyr,“ segir Aronofsky en talið er að hún muni kosta í kringum 130 milljónir dollara. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira
„Í huga Hollywood og kvikmyndaveranna snýst allt um endurgreiðsluna, hún er sett ofar skapandi gildum. Og ef íslensk stjórnvöld hækka endurgreiðslu úr þrettán prósentum í tuttugu á það eftir breyta samkeppnisstöðu Íslands til að fá erlendar kvikmyndir til landsins mjög mikið. Önnur svæði og önnur lönd hafa vissulega hærri endurgreiðslu en Ísland er bara einstakt. Hækkun endurgreiðslunnar mun allavega hafa mikið um mína mynd að segja og nánast ráða úrslitum hvort við komum eða ekki,“ segir bandaríski leikstjórinn Darren Aronofsky í samtali við Fréttablaðið. Ísland kemur alvarlega til greina sem helsti tökustaður kvikmyndar Aronofsky um Nóa og örkina hans. Leikstjórinn er staddur hér á landi til að kynna sér aðstæður en það er framleiðslufyrirtækið True North sem hefur veg og vanda af komu hans hingað. Aronofsky er einn virtasti leikstjóri sinnar kynslóðar en síðustu tvær kvikmyndir hans, The Wrestler og Black Swan, hafa notið mikillar velgengni. „Þetta er í annað sinn sem ég kem hingað vegna þessa verkefnis og Ísland hentar fullkomlega fyrir myndina,“ segir Aronofsky en hugmynd hans er að taka upp sköpun jarðar, aldingarðinn Eden og svo þann forsögulega tíma sem Nói lifði á samkvæmt fyrstu Mósebók. Aronofsky hefur verið að kynna sér hálendi Ísland og Norðausturland, meðal annars Mývatn. „Ég á ekki orð yfir fegurðina og það sem er svo heillandi er að maður er enga stund að koma sér á áfangastað. Fyrir kvikmyndagerðarmann frá New York er það mikill kostur.“ Aronofsky kom til landsins á laugardag og hefur verið á stanslausum þönum síðan þá. „Við rétt náðum að losa okkur við farangurinn á hótelinu og höfum bara verið á ferðalagi síðan,“ en leikstjórinn var á leiðinni upp í flugvél vestur um haf þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Christian Bale hefur einna helst verið orðaður við hlutverk Nóa samkvæmt bandarískum fjölmiðlum en Aronofsky vildi ekkert tjá sig um það mál. „Það eru viðræður hafnar við leikara og ég lofa því að það verður einhver mjög góður sem fær þetta hlutverk.“ Það yrði þá ekki í fyrsta skipti sem Bale kæmi hingað til lands en hann lék Bruce Wayne eða Leðurblökumanninn þegar tökur á Batman Begins fóru fram hér á landi. Aronofsky lýkur miklu lofsorði á Ísland og segir landið mikinn innblástur fyrir sig. „Ég fékk hugmyndina að Nóa fyrir tíu árum og hélt auðvitað að þessi mynd gæti varla orðið að veruleika enda er hún gríðarlega stór umfangs. En velgengni bæði The Wrestler og Black Swan hafa opnað ansi margar dyr,“ segir Aronofsky en talið er að hún muni kosta í kringum 130 milljónir dollara. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira