Lífið

Endurvekur sjóvin á Broadway

Jóhannes Bachmann Markaðsstjóri Broadway frumsýnir sýningu með Magga Kjartans á morgun. Hann vill endurvekja gömlu stemninguna þegar fólk fór á sjóv og á dansleik á eftir.
Fréttablaðið/GVA
Jóhannes Bachmann Markaðsstjóri Broadway frumsýnir sýningu með Magga Kjartans á morgun. Hann vill endurvekja gömlu stemninguna þegar fólk fór á sjóv og á dansleik á eftir. Fréttablaðið/GVA
„Þetta er bara gamla góða sjóvið, eins og landinn þekkir það,“ segir Jóhannes Bachmann, nýráðinn markaðsstjóri Broadway.

Annað kvöld verður frumsýnd sextíu ára afmælissýning tónlistarmannsins Magnúsar Kjartanssonar, My Friends and I. Jóhannes segir að stefnan sé að endurvekja þá stemningu þegar Íslendingar fóru út að borða í hópum, horfðu á sýningar og dönsuðu svo fram á rauða nótt. „Það voru stundum 6-800 manns á hverju sjóvi, fyrir utan þá sem komu á böllin. Þetta er ótrúlega skemmtilegt.“

Jóhannes segir að Broadway-nafnið sé 30 ára í ár og á næsta ári verði Broadway á Hótel Íslandi 25 ára. Af þessu tilefni hefur aðeins verið flikkað upp á staðinn, hann málaður og ljósa- og hljóðkerfi endurnýjað. Á næsta ári er stefnan að fleiri sýningar líti dagsins ljós. „Vonandi tvær til fjórar,“ segir Jóhannes.

Af hverju heldurðu að tími slíkra sýninga sé aftur kominn? Er þetta eitthvað afturhvarf til fyrri tíma eftir hrun?

„Já og nei. Það er samt aðallega það að ég held að fólk um og yfir fertugu vilji svona skemmtanir. Það er farið að finna fyrir leiða á göngutúrum niðri í miðbæ um helgar. Fólk vill fara á einn almennilegan stað með dansgólfi. Hér er stærsta dansgólfið svo fólk getur skemmt sér gríðarlega vel.“- hdm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.