Lífið

Scorsese frumýnir Hugo

Martin Scorsese og eiginkona hans Helen Scorsese slógu á létta strengi á rauða dreglinum.
Martin Scorsese og eiginkona hans Helen Scorsese slógu á létta strengi á rauða dreglinum.
Þakkargjörðarhátíðin var um liðna helgi í Bandaríkjunum en þá notaði leikstjórinn Martin Scorsese tækifærið og frumsýndi fyrstu bíómynd sína í þrívídd, Hugo. Myndin fjallar um munaðarleysingja sem býr inni í veggjum lestarstöðvar í París og hefur hún fengið góðar viðtökur gagnrýnenda vestanhafs. Ungstirnin Asa Butterfield og Chloë Grace Moretz leika aðalhlutverkin og voru að sjálfsögðu mætt til að fagna frumsýningunni klædd í sitt fínasta púss. Aðrir leikarar í myndinni eru Sacha Baron Cohen, Jude Law og Emily Mortimer.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.