Lífið

Missti næstum af Potter

Daniel Radcliffe fékk á endanum leyfi foreldra sinna til að leika Harry Potter.
Daniel Radcliffe fékk á endanum leyfi foreldra sinna til að leika Harry Potter.
Leikarinn Daniel Radcliffe missti næstum því af hlutverki Harry Potters í samnefndum kvikmyndum því foreldrar hans vildu ekki hleypa honum í prufu fyrir þær.

Radcliffe er orðinn einn kunnasti ungi leikarinn í heiminum í dag eftir að hafa leikið aðalpersónuna í öllum átta Harry Potter-myndunum. Í nýlegu viðtali sagði hann að minnstu hefði mátt muna að hann missti af hlutverkinu. Leikstjórinn Chris Columbus hafði séð hann leika og vildi fá hann í prufu: „Hann talaði við foreldra mína en þá var hugmyndin að gera samning upp á sex kvikmyndir sem allar yrðu gerðar í LA. Mamma og pabbi sögðu einfaldlega að það væri of mikil truflun á lífi mínu og höfnuðu þessu. Ég vissi ekki einu sinni af þessu,“ segir hann.

„En svo, þremur eða fjórum mánuðum seinna, var búið að breyta samningnum í tvær myndir sem gerðar yrðu á Englandi og þá sögðu þau já. Þannig byrjaði þetta,“ sagði Radcliffe.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.