Lífið

Erfitt að vakna og fara í ræktina

Britney finnst erfitt að fara í ræktina en gæti verið á leiðinni upp að altarinu.
Britney finnst erfitt að fara í ræktina en gæti verið á leiðinni upp að altarinu. Nordicphotos/getty
Britney Spears á ekki sjö dagana sæla þessa dagana, en hún hefur verið á erfiðu tónleikaferðalagi frá því í júní. Hún er að kynna sjöundu plötuna sína, Femme Fatale, og segist vera orðin gríðarlega þreytt á flandrinu.

„Það er hrikalega erfitt að vakna á morgnana og fara í ræktina. Ég er ekki búin að hreyfa mig í tvær vikur eða eitthvað,“ sagði hún um erfiðasta hluta dagsins í viðtali við breska tímaritið Stylist. „Það er stundum svo erfitt að koma sér í gang. En þegar það tekst þá finnst mér eins og ég hafi sigrað heiminn.“

Britney Spears er nú í sambandi með umboðsmanninum Jason Trawick og samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs fer að draga til tíðinda hjá þeim. Trawick hefur sést skoða trúlofunarhringa og það þykir því líklegt að þau gangi í það heilaga á næstu misserum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.