Lífið

Skelltu sér á tónleika

Kristen Stewart og Robert Pattinson hafa aldrei staðfest samband sitt opinberlega en þau sáust saman á tónleikum í London um helgina. Nordicphotos/getty
Kristen Stewart og Robert Pattinson hafa aldrei staðfest samband sitt opinberlega en þau sáust saman á tónleikum í London um helgina. Nordicphotos/getty
Leikararnir Kristen Stewart og Robert Pattinson sáust saman á tónleikum með Lauru Marling í London um helgina. Þau höfðu hægt um sig og stóðu aftast með hettu á höfði. Eftir tónleikana voru þau ekki lengi að láta sig hverfa en starfsfólk staðarins þekktu þau.

Stewart og Pattinson hafa ávallt farið leynt með samband sitt en þau leika par í Twilight myndunum og eiga nú stund milli stríða á meðan næst síðasta vampírumyndin, The Twilight Saga Breaking Dawn part 1, er sýnd á hvíta tjaldinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.