Lífið

Clooney vill leika Jobs

Clooney lék hinn sjarmerandi dr. Ross í Bráðavaktinni.
Clooney lék hinn sjarmerandi dr. Ross í Bráðavaktinni.
Þótt aðeins sé liðinn rúmur mánuður síðan bandaríski frumkvöðullinn Steve Jobs lést er baráttan um hver muni leika hann í kvikmynd um ævi hans þegar hafin.

George Clooney er sagður líklegur til að hreppa þetta eftirsótta hlutverk. Annar hefur þó verið nefndur til sögunnar, en það er gamall samstarfsfélagi Clooneys, Noah Wiley. Saman léku þeir í hinni gríðarvinsælu Bráðavakt áður en ferill Clooneys hófst á flug.

Ævisaga Jobs sem kom út í síðasta mánuði seldist eins og heitar lummur enda er forvitni almennings um óvenjulegt lífshlaup Apple-forstjórans mikil. Búast má við að kvikmyndin njóti álíka vinsælda, en tökur eiga að hefjast á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.