Fleiri fréttir

Núna fórstu gjörsamlega yfir strikið

Ekki nóg með að Jennifer Lopez, 42 ára, auglýsi Fiat hvert sem hún fer heldur var hún klædd í níþröngan galla og nuddaði sér upp við rapparann Pitbull eins og enginn væri morgundagurinn...

Þessi kjóll gleymist seint Lopez

Jennifer Lopez, 42 ára, stillti sér upp á tónlistarverðlaunahátíð í Los Angeles í gær með hárið tekið aftur klædd í blúndukjól sem fór henni þetta líka svona vel...

Jakob hertók heila bókabúð

Það var margt um manninn í Bókabúð Máls og menningar við Laugaveg á föstudag þegar ævisögu Jakobs Frímanns Magnússonar var fagnað. Ævisagan, Með sumt á hreinu, kom út í síðustu viku og hefur fengið góðar viðtökur í fjölmiðlum. Nokkrir þekktir grínistar hermdu eftir Jakobi af þessu tilefni og var mikið hlegið í búðinni.

Heldur áfram eftir áfallið

"Það skiptir mun meira máli hvernig maður tekur á áföllum heldur en áföllin sjálf,“ segir íþróttafræðingurinn Goran Kristófer Micic. Hann var rekstraraðili líkamsræktarstöðvarinnar Grand Spa sem var opnuð árið 2007 og ætluð fyrir efnameira fólk. Goran missti stöðina fyrr á þessu ári en þrátt fyrir erfiðleikana heldur hann ótrauður áfram.

Lítið mál að vera móðir

Söngkonan Pink segir lítið mál að sinna bæði vinnu sinni og móðurhlutverkinu. Söngkonan og eiginmaður hennar, Carey Hart, eignuðust dótturina Willow Sage í júní á þessu ári.

Tanaðir ofurkroppar

Meðfylgjandi myndir voru teknar af keppendum á IFBB Fitnessmótinu í Háskólabíó...

Ástfangin í ræktinni

Við kynntumst í ræktinni fyrir nokkrum árum, segir Þórunn Stefánsdóttir en hún og unnusti hennar, Kojak, eru bæði líkamsræktarþjálfarar...

Marc ólíklegur arftaki Johns Galliano

Ekki hefur tekist að fylla í skarð Johns Galliano hjá franska tískuhúsinu Dior. Bandaríski hönnuðurinn Marc Jacobs þótti líklegur til starfsins en nú hefur það fengist staðfest að hann taki ekki við sem næsti yfirhönnuður Dior.

Ódýr snilld í eldhúsið

Ef þig langar til að fríska aðeins upp á eldhúsið þitt, án þess þó að gera róttækar breytingar, þá er...

Vissi ekki að pabbi væri á lífi

Leikarinn vinsæli Gerard Butler segist ekki hafa vitað að faðir sinn væri á lífi fyrr en hann birtist einn góðan veðurdag án þess að hafa gert boð á undan sér. Butler var alinn upp af móður sinni, Margaret Butler, eftir að faðir hans Edward hvarf á braut þegar Gerard litli var tveggja ára.

Eini karl lýðveldisins sem lokið hefur náminu

Guðmundur Finnbogason er eini karl lýðveldisins sem lokið hefur kennaranámi í heimilisfræðum. Hann ákvað að sameina fjölskyldur landsins í eldhúsinu með því að skrifa matreiðslubók handa krökkum.

Ítalskur matur og eðalvín í veislu Helga Björns

Helgi Björnsson fagnaði útgáfu nýrrar plötu sinnar á veitingastaðnum La Luna við Rauðarárstíg. Helgi á marga góða vini sem mættu og óskuðu honum til hamingju. Helgi bauð upp á ítalskan sælkeramat og sérvalin vín á La Luna við góðar undirtektir gesta sinna. Hann hélt tónleika í Eldborgarsal Hörpu á þjóðhátíðardaginn og hefur núna gefið þá út á geisla- og mynddiski. Á tónleikunum voru fluttar íslenskar dægurperlur með aðstoð strengjasveitar og karlakórs. Fjöldi gestasöngvara steig á svið, þar á meðal Bogomil Font, Högni Egilsson, Mugison og Ragnheiður Gröndal.

Þetta partý var ekkert slor

Góðmennt var í föstudagskaffinu hjá bókaforlaginu Bjarti í gær, þegar útkomu nýrrar unglingasögu, Með heiminn í vasanum, eftir Margréti Örnólfsdóttur var fagnað....

Fluttu Deluxe í heild sinni

Hljómsveitin Nýdönsk flutti plötuna Deluxe í heild sinni í Borgarleikhúsinu á fimmtudagskvöld. Mætingin var góð og gestirnir skemmtu sér vel. Tilefni tónleikanna var að tuttugu ár eru liðin frá því að platan Deluxe kom út en hún hefur lengi verið í uppáhaldi hjá aðdáendum sveitarinnar. Á næsta ári verður Nýdönsk 25 ára og þá má vafalítið búast við fleiri skemmtilegum uppákomum af hálfu þeirra félaga.

Fékk skurð á höfuðið

Arnold Schwarzenegger þurfti að fá aðhlynningu lækna eftir að hann meiddist á höfði við tökur á myndinni The Last Stand. Leikarinn skellti inn ljósmynd á Twitter-síðu sína þar sem skurður á enni hans sást. „Varð fyrir smá hnjaski á tökustað í dag. Þökk sé læknaliðinu þá var ég mættur aftur í tökur klukkutíma síðar,“ skrifaði hann.

Fengu atvinnutilboð í kjölfar auglýsingar

Meðlimir hljómsveitarinnar Steed Lord leikstýrðu auglýsingu fyrir tískumerkið WeSC og Standard-hótelin í Bandaríkjunum. Myndbandið hefur vakið mikla athygli og fjallaði Vogue.it meðal annars um það á vefsíðu sinni. Hljómsveitarmeðlimum hafa nú boðist ófá atvinnutilboð í kjölfar vinsældanna.

Sækir ótal veislur

Leikkonan Sarah Michelle Gellar prýðir forsíðu tímaritsins Self og ræðir um heilsusamlegt líferni sitt. Gellar sló í gegn sem aðalhetja sjónvarpsþáttanna Buffy The Vampire Slayer á tíunda áratugnum og sneri nýverið aftur á sjónvarpsskjáinn í þáttunum Ringer. Gellar er gift leikaranum Freddie Prinze Jr. og saman eiga þau tveggja ára dóttur, Charlotte Grace. "Ég fer í tvær til þrjár veislur hverja einustu helgi. Ég borða ekki kökur í hverri veislu, en ef þær eru heimabakaðar og líta vel út leyfi ég mér að smakka. Ég skil ekki hvernig það getur verið slæmt að borða köku. Það væri slæmt að myrða einhvern. Það væri verulega slæmt. Ekki gera það,“ spaugaði leikkonan.

Eru eins og gömul hjón

Robert Pattinson og Kristen Stewart eru ung að árum en haga sér þrátt fyrir það eins og gömul hjón, ef marka má nýjustu sögusagnir. Parið eyðir mestum tíma sínum með fjölskyldunni og veit fátt betra en rólegt kvöld fyrir framan sjónvarpið.

Birgitta æfir fótbolta í Barcelona

„Ég æfði fótbolta sem barn en hef ekki sparkað í bolta í fimmtán ár. En það er þarna kvennalið í skólanum og ég ákvað bara að reima á mig takkaskóna og mæta. Þarna ræður leikgleðin ríkjum og þótt ég sé ekki með þeim bestu er ég ekki með þeim verstu. Og það ræður kannski mestu um það að ég mæti alltaf,“ segir söngkonan Birgitta Haukdal, sem æfir fótbolta með skólaliði í Barcelona, en þar hafa hún og eiginmaður hennar, Benedikt Einarsson, komið sér fyrir ásamt syninum Víkingi Brynjari.

Notar ekki alltaf klósett

Söngkonan Lady Gaga viðurkennir að hún eigi stundum erfitt með að komast á klósettið vegna íburðarmikilla sviðsbúninga sem hún klæðist á tónleikum. Í sjónvarpsviðtali hjá Alan Carr sagði Gaga að hún ætti það til að létta á sér ofan í ruslatunnur baksviðs. „Ég pissa oft í ruslatunnuna í búningsherberginu mínu. Ég og ruslatunnan mín eigum í sérstöku sambandi. Þessar klósettferðir mínar væru líklega skemmtilegt myndefni fyrir marga ljósmyndara,“ sagði söngkonan við Carr.

Mótmæla vali People Magazine

Fjöldi fólks safnaðist saman fyrir utan skrifstofur People Magazine í Manhattan á miðvikudag og kröfðust þess að Ryan Gosling yrði útnefndur kynþokkafyllsti maður heims árið 2011.

Bergljót Arnalds fræðir um húsdýrin

"Mig langaði að gera bók sem fræðir börnin um íslensku húsdýrin og sýnir hversu mikilvæg þau eru fyrir samfélagið,“ segir Bergljót Arnalds, rithöfundur og söngkona, en barnabókin Íslensku húsdýrin og Trölli kom út í vikunni.

Jack Nicholson sýnir Eldfjalli Rúnars áhuga

Mikill áhugi er á Eldfjalli, kvikmynd Rúnars Rúnarssonar, eftir velgengni hennar á kvikmyndahátíðum undanfarið. Útsendarar á vegum bandaríska stórleikarans Jack Nicholson hafa óskað eftir því að fá eintak af myndinni í því augnamiði að sýna honum myndina og jafnvel endurgera. Óformlegar viðræður hafa átt sér stað milli starfsliðs stórstjörnunnar og framleiðslufyrirtækis myndarinnar, ZikZak.

Á eina af plötum ársins

Snævar Albertsson, eða Dad Rocks! hefur fengið frábæra dóma fyrir fyrstu sólóplötu sína. Hann ólst upp við fátækt á Blönduósi og fluttist á unglingsaldri til Danmerkur. Fyrsta plata Dad Rocks!, Mount Modern, er sögð ein af plötum ársins á bresku tónlistarsíðunni Drownedinsound.com. Hljómsveitin er hugarfóstur Snævars Albertssonar sem hefur búið í Árósum undanfarin ár.

Íslendingar alþjóðlegir í klæðaburði

Það er ekki hægt að segja annað en að Íslendingar hafi tekið sænsku verslanakeðjunni Lindex opnum örmum um síðustu helgi. Rooy Rodriguez hefur ferðast út um allan heim til að opna Lindex-búðir en hann hefur aldrei upplifað annað eins.

Á vængjuðum nærfötum

Árleg tískusýning nærfataframleiðandans Victoria‘s Secret fór fram nýlega. Þótt markmiðið sé að kynna nærfatalínu fyrirtækisins hefur sýningin þróast í að vera fremur skemmtidagskrá fyrir augað.

Fjör á frumsýningu hjá Páli Óskari

Blásið var til frumsýningar á tónleikamynd Páls Óskars og Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Smárabíói á miðvikdag en geisla- og mynddiskar með tónleikum söngvarans og hljómsveitarinnar verða væntanlega í fjölmörgum jólapökkum þetta árið.

Magga Pála er svo með´etta

Meðfylgjandi myndir voru teknar í útgáfuteiti Möggu Pálu í tilefni af útkomu bókarinnar Uppeldi þar gefur hún góð ráð til að ná árangri og meiri gleði í samskiptum við börn...

Hin nýja Helga Sig

Frú Kitschfríður hefur það að markmiði að endurmennta og uppfræða íslenskar húsmæður. Húsráðakver hennar kom út í vikunni en þar er að finna ógrynni húsráða sem tímabært er að dusta rykið af.

Helgi Pé tekur við Óskastund Gerðar

„Það er spurning hvað maður gerir við tónlist Ríó Tríó? Ætli ég verði ekki bara að setja einhvern kvóta,“ segir Helgi Pétursson eða bara Helgi Pé, oftast kenndur við Ríó Tríó. Helgi tekur við útvarpsþættinum Óskastundinni sem útvarpskonan Gerður G. Bjarklind hefur stjórnað svo lengi sem elstu menn muna. Og sest í fyrsta skipti við hljóðnemann á sjálfum þrettándanum.

Gerðu náttborð úr majónesfötu

"Ég var náttúrulega bara alltaf að mæta allt of seint í tíma,“ segir Guðmundur Hermann Salbergsson um hvernig hugmyndin kviknaði að verðlaunaverkefninu Náttborð – eitt með öllu, sem var valið Snilldarlausn Marels í Hugmyndakeppni framhaldsskólanna á dögunum. Ásamt Guðmundi tóku þátt í verkefninu Sigurður Jón Sigmundsson, Jón Gunnar Sæmundsson og Haukur Örn Harðarson, en þeir stunda allir nám við Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

Kjósum Magdalenu áfram í Elite

Magdalena Sara Leifsdóttir, sem sigraði í forkeppninni Elite Model Look Iceland, heldur innan tíðar út til Shanghai í Kína til að taka þátt í stærstu fyrirsætukeppni í heimi...

Varð óvænt andlit Nikita

Gabrielle Maiden frá Kaliforníu hefur starfað sem fyrirsæta fyrir fatamerkið Nikita undanfarin fimm ár. „Ég vann snjóbrettakeppni Nikita í Big Bear Lake í Kaliforníu. Eftir það buðu þau mér ókeypis föt frá fyrirtækinu í heilt ár,“ segir Gabrielle Maiden, fyrirsæta íslenska fatamerkisins Nikita.

Victoria farin að spara

Victoria Beckham er ekki beint þekkt fyrir að spara en hún kom starfsfólki matvörubúðarinnar Ralph"s í Los Angeles á óvart þegar hún bað lífvörð sinn um að sækja um afsláttarkort fyrir fjölskylduna.

Bumban á Beyonce snýr aftur

Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir skömmu hefur síbreytileg óléttubumba Beyoncé Knowles vakið spurningar.

Völd og fórnarkostnaður

Mögnuð og vel gerð mynd um harðsnúna valdabaráttu og fórnarkostnað hennar. George Clooney verður sífellt betri leikstjóri. Myndir um masandi jakkalakka virðast henta honum einstaklega vel og það sem sumum kann að þykja óspennandi efniviður nær hann að matreiða á nokkuð ferskan og skemmtilegan máta.

Mel B er algjör díva

Kryddpían fyrrverandi Mel B segist hafa gaman af því að klæða sig upp og snyrta sig til. "Auðvitað er ég dálítil díva í mér. Ég er búin að selja 75 milljónir platna, hver væri það ekki?“ sagði hún við news.com.au. Hin 36 ára söngkona starfar núna sem dómari í X Factor í Ástralíu. "Ég er mikil stelpa í mér. Ég hef gaman af því að láta farða mig og greiða mér. Mér finnst líka gaman að klæða mig upp og fara í fín föt.“ Mel eignaðist sitt þriðja barn, Madison Brown Belafonte, í september.

Íslensk matarhönnun með þeim bestu

Þýska forlagið Gestalten hefur gefið út bók þar sem matarmenningu samtímans víða um heim eru gerð skil. Í bókinni er meðal annars sagt frá þremur íslenskum matarhönnunarverkefnum.

Keira fór ekki út úr húsi vegna frægðarinnar

Breska leikkonan Keira Knightley fór varla út úr húsi þegar hún lék í myndunum Pirates of the Caribbean. Hún er mjög ánægð með að frægð hennar hafi dvínað síðan þá.

Sumarlínu Marcs Jacobs stolið

Marc Jacobs varð fyrir því óláni á dögunum að allri sumarlínu hans var stolið. Sumarlína Jacobs var í lest á leið frá París til London, en þar átti að kynna línuna fyrir blaðamönnum.

Sjá næstu 50 fréttir