Á eina af plötum ársins 19. nóvember 2011 08:00 Fyrsta plata Dad Rocks! hefur fengið hreint út sagt frábæra dóma í Bretlandi. Snævar Albertsson, eða Dad Rocks! hefur fengið frábæra dóma fyrir fyrstu sólóplötu sína. Hann ólst upp við fátækt á Blönduósi og fluttist á unglingsaldri til Danmerkur. Fyrsta plata Dad Rocks!, Mount Modern, er sögð ein af plötum ársins á bresku tónlistarsíðunni Drownedinsound.com. Hljómsveitin er hugarfóstur Snævars Albertssonar sem hefur búið í Árósum undanfarin ár. Platan fær 9 af 10 mögulegum hjá gagnrýnanda þessarar þekktu síðu. „Með því að blanda smáatriðum um einkalíf sitt saman við indí-popplög nær Snævar listrænum sigri og býr til eitthvað sem er virkilega spennandi og ferskt,“ segir hann og bætir við að platan sé án efa ein sú besta sem hafi komið út á árinu. Platan fær einnig frábæra dóma hjá bresku bloggsíðunni 405, eða 9,5 af 10 mögulegum. Snævar hefur spilað með dönsku rokksveitinni Mimas undanfarin ár, ferðast með henni um Evrópu og gefið út tvær plötur. Þar hefur hann spilað, sungið og spilað á trompet en með Dad Rocks! langaði hann að ráða sér alfarið sjálfur. „Mér fannst eins og ég þyrfti aðeins að kynnast sjálfum mér betur sem lagahöfundi. Þessi lög á Mount Modern eru persónulegri því mörg þeirra fjalla um það að eignast krakka og vera pabbi,“ segir Snævar. Hann hefur safnað í kringum sig átta manna hljómsveit fyrir sólóverkefni sitt og komið fram á virtum tónlistarhátíðum undanfarna mánuði. Þar má nefna Great Escape í Brighton, Spot-hátíðinni í Danmörku, PopKomm-hátíðinni í Berlín, Iceland Airwaves og tónlistarhátíðinni CMJ í New York. Tónleikarnir á Airwaves voru þeir fyrstu hjá honum á Íslandi. „Ég var að spila í fyrsta skipti fyrir ömmu og pabba og það var rosa gaman að kynna þetta fyrir fjölskyldufólkinu.“ Snævar er uppalinn á Blönduósi en flutti til Danmerkur með móður sinni og stjúpföður árið 1996 þegar hann var fimmtán ára. „Við vorum bara bláfátæk. Frændi minn var þá löngu fluttur til Danmerkur. Hann var búinn að segja foreldrum mínum hvernig það væri að búa þar og svo fékk stjúppabbi minni tilboð um að koma í vinnu í Danmörku. Hann ákvað að prófa það og það gekk mjög vel.“ Snævar hefur sjálfur komið sér upp fjölskyldu í Árósum, á konu og tvo krakka, og líkar lífið vel. Alls hefur hann spilað á 35 tónleikum síðustu tvo mánuðina í tíu löndum og því verið fjarri fjölskyldunni löngum stundum. Þrennir tónleikar eru fyrirhugaðir í Danmörku á næstunni en eftir það ætlar hann að taka sér smá frí. „Ég ætla að fara „all in“ þessi jólin með krökkunum,“ segir pabbarokkarinn og hlakkar greinilega til jólanna. freyr@frettabladid.is Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Sjá meira
Snævar Albertsson, eða Dad Rocks! hefur fengið frábæra dóma fyrir fyrstu sólóplötu sína. Hann ólst upp við fátækt á Blönduósi og fluttist á unglingsaldri til Danmerkur. Fyrsta plata Dad Rocks!, Mount Modern, er sögð ein af plötum ársins á bresku tónlistarsíðunni Drownedinsound.com. Hljómsveitin er hugarfóstur Snævars Albertssonar sem hefur búið í Árósum undanfarin ár. Platan fær 9 af 10 mögulegum hjá gagnrýnanda þessarar þekktu síðu. „Með því að blanda smáatriðum um einkalíf sitt saman við indí-popplög nær Snævar listrænum sigri og býr til eitthvað sem er virkilega spennandi og ferskt,“ segir hann og bætir við að platan sé án efa ein sú besta sem hafi komið út á árinu. Platan fær einnig frábæra dóma hjá bresku bloggsíðunni 405, eða 9,5 af 10 mögulegum. Snævar hefur spilað með dönsku rokksveitinni Mimas undanfarin ár, ferðast með henni um Evrópu og gefið út tvær plötur. Þar hefur hann spilað, sungið og spilað á trompet en með Dad Rocks! langaði hann að ráða sér alfarið sjálfur. „Mér fannst eins og ég þyrfti aðeins að kynnast sjálfum mér betur sem lagahöfundi. Þessi lög á Mount Modern eru persónulegri því mörg þeirra fjalla um það að eignast krakka og vera pabbi,“ segir Snævar. Hann hefur safnað í kringum sig átta manna hljómsveit fyrir sólóverkefni sitt og komið fram á virtum tónlistarhátíðum undanfarna mánuði. Þar má nefna Great Escape í Brighton, Spot-hátíðinni í Danmörku, PopKomm-hátíðinni í Berlín, Iceland Airwaves og tónlistarhátíðinni CMJ í New York. Tónleikarnir á Airwaves voru þeir fyrstu hjá honum á Íslandi. „Ég var að spila í fyrsta skipti fyrir ömmu og pabba og það var rosa gaman að kynna þetta fyrir fjölskyldufólkinu.“ Snævar er uppalinn á Blönduósi en flutti til Danmerkur með móður sinni og stjúpföður árið 1996 þegar hann var fimmtán ára. „Við vorum bara bláfátæk. Frændi minn var þá löngu fluttur til Danmerkur. Hann var búinn að segja foreldrum mínum hvernig það væri að búa þar og svo fékk stjúppabbi minni tilboð um að koma í vinnu í Danmörku. Hann ákvað að prófa það og það gekk mjög vel.“ Snævar hefur sjálfur komið sér upp fjölskyldu í Árósum, á konu og tvo krakka, og líkar lífið vel. Alls hefur hann spilað á 35 tónleikum síðustu tvo mánuðina í tíu löndum og því verið fjarri fjölskyldunni löngum stundum. Þrennir tónleikar eru fyrirhugaðir í Danmörku á næstunni en eftir það ætlar hann að taka sér smá frí. „Ég ætla að fara „all in“ þessi jólin með krökkunum,“ segir pabbarokkarinn og hlakkar greinilega til jólanna. freyr@frettabladid.is
Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Sjá meira