Lífið

Fjárhagsvandræði Tucker auka líkurnar á Friday-framhaldi

Chris Tucker sló í gegn í Friday árið 1995.
Chris Tucker sló í gegn í Friday árið 1995.
Spjátrungarnir Chris Tucker og Ice Cube ræða nú um að gera framhald af gamanmyndinni Friday frá árinu 1995.

Ætla þeir að ná saman upprunalegum leikarahópi myndarinnar, sem kom Chris Tucker á kortið á sínum tíma.

Tom Lister, sem fór með hlutverk hins hræðilega ógnvekjandi Deebo, segir í nýlegu viðtali að Tucker hafi sent einkaþotu á eftir sér til að ræða um framhald Friday-myndarinnar. „Þessi mynd verður sú stóra,“ sagði Lister.

Talið er að fjárhagsvandræði Tuckers auki möguleikann á því að myndin verði gerð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.