Lífið

Fengu atvinnutilboð í kjölfar auglýsingar

Hæfileikarík Auglýsing sem Steed Lord leikstýrði fyrir Standard-hótelin og tískumerkið WeSC hefur vakið athygli og hljómsveitarmeðlir fengið ýmis atvinnutilboð í kjölfarið.
Hæfileikarík Auglýsing sem Steed Lord leikstýrði fyrir Standard-hótelin og tískumerkið WeSC hefur vakið athygli og hljómsveitarmeðlir fengið ýmis atvinnutilboð í kjölfarið.
Meðlimir hljómsveitarinnar Steed Lord leikstýrðu auglýsingu fyrir tískumerkið WeSC og Standard-hótelin í Bandaríkjunum. Myndbandið hefur vakið mikla athygli og fjallaði Vogue.it meðal annars um það á vefsíðu sinni. Hljómsveitarmeðlimum hafa nú boðist ófá atvinnutilboð í kjölfar vinsældanna.

Svala Björgvinsdóttir, söngkona sveitarinnar, segir þau hafa leikstýrt auglýsingunni, tekið hana upp, samið tónlistina og séð um alla eftirvinnslu. „Hugmyndin spratt út frá samtali sem við áttum við Standard og WeSC um ferðalög, flugþreytu og upplifunina af að vera ferðamaður í ókunnugu landi. Við fengum að skjóta eins mikið efni og við vildum á Standard-hótelinu í miðbæ Los Angeles og þar fæddust enn fleiri hugmyndir.“

Myndbandið endaði sem draumkennd „film noir“ stuttmynd að sögn Svölu þar sem hún og Eddi Egilsson, annar meðlimur Steed Lord, fara með aðalhlutverkin.

Vogue.it er ekki eina vefsíðan sem hefur sýnt myndbandinu áhuga og viðurkennir Svala að ýmis atvinnutilboð hafi borist þeim í kjölfarið. „Við höfum fengið svakalega fín viðbrögð á hinum ýmsu tísku- og menningarbloggum og svo hafa umboðsmenn hér í LA einnig sýnt okkur áhuga og boðið okkur samning hjá sér, sem er alveg frábært. Það er aldrei að vita nema maður fari að vinna fyrir einhverja auglýsingastofu við auglýsingagerð.“

Það er sjaldan lognmolla í kringum Steed Lord og eru meðlimir sveitarinnar að leggja lokahönd á nýja plötu um þessar mundir. Auk þess er fyrirhugað tónleikahald í Brasilíu og Singapore eftir áramót. - sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.