Lífið

Vissi ekki að pabbi væri á lífi

Butler var sextán ára þegar hann hitti pabba sinn fyrst eftir að hann skildi við móður hans. nordicphotos/getty
Butler var sextán ára þegar hann hitti pabba sinn fyrst eftir að hann skildi við móður hans. nordicphotos/getty
Leikarinn vinsæli Gerard Butler segist ekki hafa vitað að faðir sinn væri á lífi fyrr en hann birtist einn góðan veðurdag án þess að hafa gert boð á undan sér. Butler var alinn upp af móður sinni, Margaret Butler, eftir að faðir hans Edward hvarf á braut þegar Gerard litli var tveggja ára.

„Mamma og pabbi skildu þegar ég var lítill þannig að mamma fékk það verkefni að verða bæði mamma mín og pabbi. Mér þótti ótrúlega vænt um mömmu mína. Ég fékk hræðilegar martraðir um að eitthvað myndi koma fyrir hana,“ sagði Butler í viðtali við vefmiðliðinn rte.ie. Hann hefur leikið í myndum á borð við 300 og Bjólfskviðu í leikstjórn Sturlu Gunnarssonar.

„Ég þekkti ekki pabba minn lengi vel. Hann bjó í Kanada og ég vissi ekki að hann væri á lífi,“ sagði leikarinn, sem hitti pabba sinn þegar hann var sextán ára. „Ég spurði pabba af hverju hann hefði ekki haldið sambandi við mig. Ég fór að gráta og grét stanslaust í fimm klukkutíma.“ Butler hélt sambandi við pabba sinn eftir þetta og heimsótti hann til Toronto á sumrin. „Það var mikið ævintýri fyrir strák frá Skotlandi sem hafði ekki ferðast mikið. Hann dó fyrir löngu síðan en við áttum góðar stundir saman.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.