Völd og fórnarkostnaður Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 18. nóvember 2011 20:00 Hæfileikamaður Ryan Gosling er góður í hlutverki Stephens Meyers í The Ides of March. Bíó. The Ides of March. Leikstjórn: George Clooney. Leikarar: Ryan Gosling, George Clooney, Philip Seymour Hoffman, Paul Giamatti, Evan Rachel Wood, Marisa Tomei, Jeffrey Wright. Frjálslyndi demókratinn Mike Morris (George Clooney) berst fyrir tilnefningu flokksins til forsetaframboðs og er kominn langt á leið í baráttunni. Í myndinni The Ides of March fylgjumst við hins vegar aðallega með fólkinu á bak við frambjóðandann. Fólkinu sem verndar frambjóðandann fyrir umhverfinu og sjálfum sér. Pólitíkusar eru nefnilega stundum eins og ofvaxin börn í jakkafötum, þó að þessi tiltekni frambjóðandi virðist reyndar hafa heilmikið til brunns að bera. Persónurnar á bak við tjöldin hafa mismunandi ástæður fyrir veru sinni þar. Einn helsti hugsjónamaðurinn, hinn ungi Stephen Meyers (Ryan Gosling), er fórnfús vinnuþjarkur og drifinn áfram af trú á málstaðnum. Það byrjar þó að hrikta í stoðunum og þá stendur hann frammi fyrir erfiðum ákvörðunum. Gosling er fantagóður leikari og gerir persónu sinni góð skil. Hæfileika sína sannar hann með því að leika á móti fallbyssunum Philip SeymourHoffman og Paul Giamatti án þess að verða litlaus og óspennandi. Evan Rachel Wood er frábær í hlutverki Molly Stearns, ungrar konu sem framboðsvélin býður velkomna, tyggur vandlega og spýtir síðan út úr sér eins og hverju öðru rusli. Maður ímyndar sér að á bak við hvern einasta frambjóðanda sé handfylli af harmsögum sem almenningur fær aldrei að heyra, og saga Molly er ein slík. George Clooney verður sífellt betri leikstjóri. Myndir um masandi jakkalakka virðast henta honum einstaklega vel og það sem sumum kann að þykja óspennandi efniviður nær hann að matreiða á nokkuð ferskan og skemmtilegan máta. Þá fannst mér eftirtektarvert hversu glæsileg myndatakan er og einnig er tónlistin hressileg og furðulega fjölbreytt en á þó alltaf merkilega vel við. The Ides of March hefur verið spáð góðu gengi á verðlaunaafhendingum fram undan og ég get tekið undir þær spár. Georg gamli veit alveg hvað hann er að gera. Niðurstaða: Mögnuð og vel gerð mynd um harðsnúna valdabaráttu og fórnarkostnað hennar. Mest lesið Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Lífið „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Bíó og sjónvarp Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Tíska og hönnun Álfa- og jólahúsið í Laugardalnum heyrir sögunni til Lífið „Þetta drepur fólk á endanum“ Lífið Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jól Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Tónlist Ólafur og Guðrún flytja inn saman Lífið Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Áskorun Með óútskýrða flogaveiki í kjölfar fæðingar Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bíó. The Ides of March. Leikstjórn: George Clooney. Leikarar: Ryan Gosling, George Clooney, Philip Seymour Hoffman, Paul Giamatti, Evan Rachel Wood, Marisa Tomei, Jeffrey Wright. Frjálslyndi demókratinn Mike Morris (George Clooney) berst fyrir tilnefningu flokksins til forsetaframboðs og er kominn langt á leið í baráttunni. Í myndinni The Ides of March fylgjumst við hins vegar aðallega með fólkinu á bak við frambjóðandann. Fólkinu sem verndar frambjóðandann fyrir umhverfinu og sjálfum sér. Pólitíkusar eru nefnilega stundum eins og ofvaxin börn í jakkafötum, þó að þessi tiltekni frambjóðandi virðist reyndar hafa heilmikið til brunns að bera. Persónurnar á bak við tjöldin hafa mismunandi ástæður fyrir veru sinni þar. Einn helsti hugsjónamaðurinn, hinn ungi Stephen Meyers (Ryan Gosling), er fórnfús vinnuþjarkur og drifinn áfram af trú á málstaðnum. Það byrjar þó að hrikta í stoðunum og þá stendur hann frammi fyrir erfiðum ákvörðunum. Gosling er fantagóður leikari og gerir persónu sinni góð skil. Hæfileika sína sannar hann með því að leika á móti fallbyssunum Philip SeymourHoffman og Paul Giamatti án þess að verða litlaus og óspennandi. Evan Rachel Wood er frábær í hlutverki Molly Stearns, ungrar konu sem framboðsvélin býður velkomna, tyggur vandlega og spýtir síðan út úr sér eins og hverju öðru rusli. Maður ímyndar sér að á bak við hvern einasta frambjóðanda sé handfylli af harmsögum sem almenningur fær aldrei að heyra, og saga Molly er ein slík. George Clooney verður sífellt betri leikstjóri. Myndir um masandi jakkalakka virðast henta honum einstaklega vel og það sem sumum kann að þykja óspennandi efniviður nær hann að matreiða á nokkuð ferskan og skemmtilegan máta. Þá fannst mér eftirtektarvert hversu glæsileg myndatakan er og einnig er tónlistin hressileg og furðulega fjölbreytt en á þó alltaf merkilega vel við. The Ides of March hefur verið spáð góðu gengi á verðlaunaafhendingum fram undan og ég get tekið undir þær spár. Georg gamli veit alveg hvað hann er að gera. Niðurstaða: Mögnuð og vel gerð mynd um harðsnúna valdabaráttu og fórnarkostnað hennar.
Mest lesið Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Lífið „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Bíó og sjónvarp Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Tíska og hönnun Álfa- og jólahúsið í Laugardalnum heyrir sögunni til Lífið „Þetta drepur fólk á endanum“ Lífið Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jól Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Tónlist Ólafur og Guðrún flytja inn saman Lífið Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Áskorun Með óútskýrða flogaveiki í kjölfar fæðingar Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira