Lífið

Kjósum Magdalenu áfram í Elite

elly@365.is skrifar
Magdalena Sara Leifsdóttir, sem sigraði í forkeppninni Elite Model Look Iceland, heldur innan tíðar út til Shanghai í Kína til að taka þátt í stærstu fyrirsætukeppni í heimi. Alls taka sextíu fyrirsætur þátt í lokakeppninni.

Magdalena er í þriðja sæti á heimasíðu keppninnar en Íslendingar geta stutt hana og kosið hér.

Við erum virkilega stolt af Magdalenu að vera að fara utan í þessa stærstu fyrirsætukeppni heims og að hún skuli tilheyra Elite fjölskyldunni okkar hér á Íslandi. Elite á Íslandi er hluti af 37 Elite skrifstofum um allan heim. Það eru því ansi margir sem koma til með að vinna fyrir hana ef vel gengur í keppninni, segir Arnar Gauti Creative Director Elite á Íslandi.

Kjósa Magdalenu hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.