Lífið

Marc ólíklegur arftaki Johns Galliano

Ólíklegt er að Marc Jacobs taki við sem yfirhönnuður Dior.
Ólíklegt er að Marc Jacobs taki við sem yfirhönnuður Dior. nordicphotos/getty
Ekki hefur tekist að fylla í skarð Johns Galliano hjá franska tískuhúsinu Dior. Bandaríski hönnuðurinn Marc Jacobs þótti líklegur til starfsins en nú hefur það fengist staðfest að hann taki ekki við sem næsti yfirhönnuður Dior.

Phoebe Philo, hönnuður Celine, var einnig orðuð við starfið en hún kveðst sátt hjá Celine og hyggur ekki á flutning að sinni. Dior hefur átt í viðræðum við Alexander Wang, Jason Wu og Raf Simons um mögulegt samstarf en engar niðurstöður hafa orðið enn.

Forseti LVMH fyrirtækisins, Bernard Arnault, leitar því áfram logandi ljósi að hönnuði sem „virðir fágaða arfleifð fyrirtækisins og býr yfir metnaði til að leiða merkið inn í nýja tíma“.

- sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.