Jack Nicholson sýnir Eldfjalli Rúnars áhuga 19. nóvember 2011 10:00 Jack Nicholson er sannkölluð stórstjarna, hefur hlotið þrenn Óskarsverðlaun og verið heiðraður fyrir leik sinn ótal sinnum. Hann hefur sýnt Eldfjalli eftir Rúnar Rúnarsson áhuga, með möguleika á að endurgera myndina. Bitastætt hlutverk fyrir sjötugan mann, segir leikstjórinn. NordicPhotos/getty Mikill áhugi er á Eldfjalli, kvikmynd Rúnars Rúnarssonar, eftir velgengni hennar á kvikmyndahátíðum undanfarið. Útsendarar á vegum bandaríska stórleikarans Jack Nicholson hafa óskað eftir því að fá eintak af myndinni í því augnamiði að sýna honum myndina og jafnvel endurgera. Óformlegar viðræður hafa átt sér stað milli starfsliðs stórstjörnunnar og framleiðslufyrirtækis myndarinnar, ZikZak. „Þeir er búnir að setja sig í samband og það er eintak á leiðinni. Meira er ekki hægt að segja. En þetta er ekkert fjarstæðukennd hugmynd," segir Þórir Snær Sigurjónsson, framleiðandi Eldfjalls í samtali við Fréttablaðið. Nicholson er í miklu uppáhaldi hjá Þóri, eins og hjá flestum kvikmyndagerðarmönnum, og hann segir nánast bókað að Nicholson muni fá sinn fjórða Óskar ef hann ræðst í endurgerð kvikmyndarinnar. „En þetta er náttúrulega allt á viðræðustigi og yrði bara gaman ef af yrði. Hann er auðvitað bara með lið á sínum snærum sem sér um að finna handa honum sniðug verkefni." Kvikmyndin Eldfjall hefur verið á mikilli sigurbraut að undanförnu og hreppt aðalverðlaunin á hverri hátíðinni á fætur annarri. Nú síðast í Denver þar sem hún hlaut hin eftirsóknarverðu Krzysztof Kieslowski-verðlaun og lagði meðal annars nýjustu kvikmynd George Clooney, The Descendants eftir Alexander Payne. En Clooney hefur verið orðaður við Óskarinn fyrir frammistöðu sína í myndinni. „Okkur hefur gengið vel í Norður-Ameríku, og hægt og bítandi erum við að komast á landakortið þar," segir Rúnar í samtali við Fréttablaðið og vildi sem minnst tjá sig um málið en staðfesti þó að það væru þreifingar í gangi fyrir vestan, þetta væri bitastætt hlutverk fyrir mann á sjötugsaldri og af þeim væri ekki nóg. Eldfjall hefur vakið mikla athygli á Rúnari og fjölmargir aðilar hafa sýnt leikstjóranum áhuga. Fram undan er nú kapphlaupið um tilnefningu til Óskarsverðlauna en Eldfjall er framlag Íslands í þá baráttu. „Þetta er dýrt sport og þær eru stjarnfræðilegar upphæðirnar sem mörg af okkar nágrannalöndum eru að eyða í þetta," segir leikstjórinn. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Laufey á landinu Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Mikill áhugi er á Eldfjalli, kvikmynd Rúnars Rúnarssonar, eftir velgengni hennar á kvikmyndahátíðum undanfarið. Útsendarar á vegum bandaríska stórleikarans Jack Nicholson hafa óskað eftir því að fá eintak af myndinni í því augnamiði að sýna honum myndina og jafnvel endurgera. Óformlegar viðræður hafa átt sér stað milli starfsliðs stórstjörnunnar og framleiðslufyrirtækis myndarinnar, ZikZak. „Þeir er búnir að setja sig í samband og það er eintak á leiðinni. Meira er ekki hægt að segja. En þetta er ekkert fjarstæðukennd hugmynd," segir Þórir Snær Sigurjónsson, framleiðandi Eldfjalls í samtali við Fréttablaðið. Nicholson er í miklu uppáhaldi hjá Þóri, eins og hjá flestum kvikmyndagerðarmönnum, og hann segir nánast bókað að Nicholson muni fá sinn fjórða Óskar ef hann ræðst í endurgerð kvikmyndarinnar. „En þetta er náttúrulega allt á viðræðustigi og yrði bara gaman ef af yrði. Hann er auðvitað bara með lið á sínum snærum sem sér um að finna handa honum sniðug verkefni." Kvikmyndin Eldfjall hefur verið á mikilli sigurbraut að undanförnu og hreppt aðalverðlaunin á hverri hátíðinni á fætur annarri. Nú síðast í Denver þar sem hún hlaut hin eftirsóknarverðu Krzysztof Kieslowski-verðlaun og lagði meðal annars nýjustu kvikmynd George Clooney, The Descendants eftir Alexander Payne. En Clooney hefur verið orðaður við Óskarinn fyrir frammistöðu sína í myndinni. „Okkur hefur gengið vel í Norður-Ameríku, og hægt og bítandi erum við að komast á landakortið þar," segir Rúnar í samtali við Fréttablaðið og vildi sem minnst tjá sig um málið en staðfesti þó að það væru þreifingar í gangi fyrir vestan, þetta væri bitastætt hlutverk fyrir mann á sjötugsaldri og af þeim væri ekki nóg. Eldfjall hefur vakið mikla athygli á Rúnari og fjölmargir aðilar hafa sýnt leikstjóranum áhuga. Fram undan er nú kapphlaupið um tilnefningu til Óskarsverðlauna en Eldfjall er framlag Íslands í þá baráttu. „Þetta er dýrt sport og þær eru stjarnfræðilegar upphæðirnar sem mörg af okkar nágrannalöndum eru að eyða í þetta," segir leikstjórinn. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Laufey á landinu Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira