Fleiri fréttir

Konur með yfirhöndina á samskiptavefjum

Konur eru í meirihluta í ákveðnum geira tölvuleikjaspilunar, að því er fram kemur í nýrri rannsókn sem danska viðskiptablaðið Berlingske Tidende greinir frá.

Aldrei þurft að skilja

Cameron Diaz segir að eini munurinn á henni og mótleikkonum hennar í Hollywood sé sá að hún hafi aldrei gifst neinum, sem hún hefur síðan þurft að skilja við. Diaz, sem er 38 ára, hefur átt í ástarsamböndum með stjörnum á borð við Justin Timberlake, Jared Leto og Matt Dillon en aldrei gengið upp að altarinu. Núna er hún að hitta hafnarboltakappann Alex Rodriguez og er ánægð með lífið og tilveruna.

Sumir voru skrautlegri en aðrir

Meðfylgjandi myndir tók Sveinbi ljósmyndari Superman.is síðustu helgi á veitingahúsunum Prikið, Hrressó og Hvíta Perlan. Eins og sjá má í myndasafni voru sumir skrautlegri en aðrir.

Aðdáendasíður til heiðurs Pippu

Breska þjóðin heldur varla vatni yfir yngri systur Katrínar hertogaynju af Cambridge, Pippu Middleton, en hún lék lykilhlutverk sem fyrsta brúðarmær í konunglega brúðkaupinu og stóð sig með prýði. Partýljónið Pippa getur orðið næsta stjarna Bretlandseyja ef hún vill.

Útlitið rautt í Hollywood

Rauðhærðir þurfa ekki lengur að fara í felur með hárlit sinn því rauður virðist vera liturinn í ár. Fjölmiðlar vestanhafs ráku upp stór augu þegar leikkonan úr sjónvarpsþáttunum Gossip girl, Blake Livlely mætti á rauða dregilinn með hár í stíl. Lively hefur skipt út ljósu lokkunum fyrir rauðleita en hún er ekki sú eina í Hollywood sem hefur ákveðið að breyta um háralit. Rautt hár er greinilega í tísku því fleiri leikkonur hafa fetað í hennar fótspor nýverið.

Gerir heimildarmynd um of feit börn á Íslandi

"Þetta er orðið að vandamáli fyrir löngu síðan,“ segir fyrrum sjónvarpskonan Inga Lind Karlsdóttir en hún er byrjuð að undirbúa heimildarmynd um of feit börn á Íslandi. Að sögn Ingu er undirbúningur myndarinnar þó skammt á veg komin. "En ef Guð lofar þá gæti þetta gengið, þetta er nokkuð sem mig langar til að gera og ég er byrjuð að vinna í þessu,“ útskýrir Inga en henni til halds og trausts verður að öllum líkindum Einar Árnarson, tökumaður.

Konan á bak við kynningarefni Eurovisionhópsins

Ólöf Erla Einarsdóttir grafískur hönnuður sá um að hanna og útfæra svokallað press kit eða kynningarpakkann sem Eurovisionhópurinn, Vinir Sjonna, dreifir til fjölmiðlafólks í Dusseldorf. Ólöf sýnir hvað um ræðir og svo má ekki gleyma þeirri staðreynd að bókarkápa sem hún hannaði er efst á lista í þessari keppni. Lesendur Visis eru hvattir til að kjósa Ólöfu Erlu en hún er komin í úrslit í alþjóðlegri bókarkápukeppni sem ber heitið Gemmell Award eins og sjá má hér.

Hvítabjörninn hvetur Jón til dáða

"Þetta hvetur okkur til dáða, að drífa í því að koma þessari aðstöðu upp. Við höfum verið að undirbúa alþjóðlega söfnunarsíðu sem er unnin af meðlimum Besta flokksins í sjálfboðavinnu, án nokkurra fjárframlaga og algerlega óháð borginni. Og þar hyggjumst safna fé fyrir svona aðstöðu og þekkingu til að fanga og hlúa að svona dýrum,“ segir Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík.

Vinirnir negldu fyrstu æfinguna í Düsseldorf

"Núna er verið að skoða tæknilegar aðfinnslur og sviðsmyndina, hvaða litir og hvaða myndir eigi að birtast á meðan við spilum en fyrsta æfingin gekk vel og við negldum hana bara,“ segir Hreimur Örn Heimisson, einn meðlima Vina Sjonna. Þeir eru búnir að taka sína fyrstu æfingu í höllinni í Dusseldorf og líst ákaflega vel á alla umgjörð. Félagarnir voru í gráum vestum og gallabuxum en hægt er að sjá myndband frá æfingunni á vefsíðu esctoday.com.

Bieber er prakkari

Kanadíska ofurstirnið Justin Bieber hefur augljóslega gaman af prakkarastrikum. Hann setti nýlega símanúmerið sitt, að því er virtist, inná twitter-síðu sína nýlega og hvatti aðdáendur sína til að hringja í sig og spjalla. "Leyfið mér að heyra frá ykkur,“ voru skilaboðin frá táningsstjörnunni.

Amish hús í Ameríku

Þetta hlýlega og fallega einbýlishús var byggt árið 2009 í Downingtown Pennsylvaniu í Bandaríkjunum. Fjölbreytt efninotkun er einkennandi bæði í ytra útliti og í herbergjum hússins. Húsið er á skógi vaxinni lóð og það sem einkennir umhverfið í næsta nágrenni eru bóndabýli Amishfólksins í Pennsylvaníu. Arkítektinn vildi gera tilraun með að reyna að endurspegla handbragðið sem einkennir að mörgum finnst fallega og staðnaða menningu Amish. Þeir hafna flestri nútímlegri tækni og hampa einfaldleikanum með því að rækta handbragðið. Þessi nútímalega bygging er handunnin að mestu með nútímalegri hugsun og hugmyndafræði.

Besti taktkjaftur Breta á Nasa

Taktkjafturinn Beardyman kemur fram á tónleikum á Nasa næsta laugardag 7. maí. Beardyman vakti fyrst athygli þegar hann vann keppnina UK Beatbox Champion árin 2006 og 2007. Árið 2008 sat hann í dómnefnd. Hann hefur verið í fararbroddi taktkjafta og blandar saman nýjustu tækni og hæfileikum sínum til að skapa heilu tónverkin á sviði.

Hann á eftir að upplifa það

Ágúst Borgþór hefur löngu sannað það að hann er fínn stílisti og hér fágar hann stíl sinn enn frekar. Ekki orði er ofaukið og fágað yfirborð textans undirstrikar þá örvæntingu sem undir býr – þrátt fyrir allt.

Bannar meiri megrun

Unnusti söng-og leikkonunnar Jennifer Hudson, David Otunga, hefur bannað henni að grennast meira en fjölmiðlar vestanhafs hafa einnig deilt áhyggjum hans af ört minnkandi líkama Óskarverðlaunahafans.

Lambatartar að hætti VOX

Á hinum hefðbundna matseðli VOX á Hilton Hóteli við Suðurlandsbraut er þessi ferski réttur. Uppskriftin er ætluð fjórum.

Tímalausar teiknimyndasögur

Siglufjarðarprentsmiðja gaf út þýddar myndasögur í meira en tíu ár. Þorgils Jónsson kynnti sér söguna á bak við útgáfuna á þessum merkilegu blöðum sem glöddu börn og ungmenni um allt land og lifa enn með þjóðinni, tuttugu árum síðar.

Gefur ekki upp faðerni barnsins

Leikkonan January Jones, sem sló í gegn í sjónvarpsþáttunum Mad Men, á von á sínu fyrsta barni. Leikkonan vill þó ekki gefa upp faðerni barnsins. „January á von á sínu fyrsta barni nú í haust. Hún hlakkar mikið til þessa nýja kafla í lífi sínu og að takast á við móðurhlutverkið,“ stóð í tilkynningu frá talsmanni hennar.

Reið út í Andre

Glamúrfyrirsætan Katie Price er stödd í Argentínu þar sem hún nýtur lífsins með nýjum kærasta. Price er þó dugleg að fylgjast með gangi mála heima á Englandi og gagnrýndi fyrrverandi eiginmann sinn, Peter Andre, fyrir að leyfa börnum þeirra að koma fram í sjónvarpsþætti hans.Price tjáði óánægju sína á Twitter-síðu sinni.

Logi Geirsson: Allt hrundi á einni nóttu

Afreksmaðurinn Logi Geirsson sem er byrjaður í nýju starfi ásamt því að vera nýfluttur til Njarðvíkur með fjölskylduna sína, unnustu og 10 mánaða drenginn þeirra, var aðalgestur Siggu Lund og Ellýar Ármanns í þættinum þeirra á sunnudagskvöldið 1. maí á Bylgjunni. Það var rosalega mikil gleði. Við vorum búin að plana allt og allt klárt. Ég var búinn að fjárfesta mikið úti í Þýskalandi og átti mikið af eignum og mikið af pening og það bara hrundi á einni nóttu..." sagði Logi spurður hvernig honum leið þegar hann varð pabbi.

Alltaf gaman að mæta í vinnuna

Eldhuginn Jón Stefánsson hefur verið lífið og sálin í öflugu tónlistarstarfi Langholtskirkju frá unga aldri. Sigríður Björg Tómasdóttir hitti Jón á heimavelli í Langholtskirkju og ræddi um tónlist og ástríðuna fyrir að miðla henni.

Listin og heita vatnið

Koddu er fjölbreytileg og inni á milli ögrandi sýning sem birtir frjóar hugmyndir listamanna um viðhorf til íslenskrar menningar fyrir hrun. Einstaka verk stendur upp úr og nær að hreyfa við áhorfandanum í víðu samhengi. Umræðan um Fallegustu bók í heimi beinir sjónum frá viðfangsefni sýningar en er þörf sem slík.

Þessar erótísku myndir bæta ekki ímyndina

Lindsay Lohan er byrjuð að búa sig undir samfélagsþjónustu sem hún telur vera gott tækifæri til að bæta ímynd sína og á sama tíma situr hún fyrir í erótískum stellingum í tímariti sem ber heitið Blank. Dómari í Los Angeles skikkaði leikkonuna nýverið til að sinna samfélagsþjónustu en meðfylgjandi myndir voru einnig teknar sama dag og hún mætti í dómsalinn. Þá var hún einnig dæmd í 120 daga fangelsisvist og 480 klukkustunda vinnu í þágu samfélagsins og hyggst eyða þeim í að kenna heimilislausum konum að leika. Lohan var dæmd fyrir að rjúfa skilorð þegar skartgripasali sakaði hana um að stela hálsmeni frá sér.

Greinilega ástfangin

Bandaríska leikkonan Scarlett Johansson og unnusti hennar leikarinn Sean Penn leiddust hönd í hönd um helgina eins og sjá má á myndunum.

Keypti hústökuhúsið - sjáðu hryllinginn

Sandra Hlíf Ocares keypti nýverið 100 fermetra hús í Vesturbænum, nánar tiltekið húsið á horni Bræðraborgarstígs og Hávallagötu þar sem hústökufólk hefur hafst við nokkuð lengi.

Lífið gefur miða í bíó

Á mæðradaginn, næsta sunnudag, gefum við 10 heppnum lesendum Vísis sem kvitta á vegginn á Facebooksíðu Lífsins og pósta leiknum á eigin Facebooksíðu tvo miða á rómantísku gamanmyndina Something Borrowed sem Sambíóin frumsýna næsta föstudag. Myndin segir frá Rachel sem reynir að gleyma tilfinningum sínum en gengur erfiðlega að finna ástina hjá öðrum, þrátt fyrir að vera eftirsóttur lögfræðingur. Á þrítugsafmælinu dettur hún ærlega í það og í stað þess að drekkja sorgum sínum segir hún kærasta bestu vinkonu sinnar hug sinn og þau enda saman uppi í rúmi. Upphefst þá mikil sálræn barátta – hvort er mikilvægara, ástin sem þú getur ekki gleymt eða vinskapurinn við bestu vinkonu þína? Taktu þátt í bíóleiknum hér.

Hollendingar taka upp þrívíddarmynd á Íslandi

Tökulið frá hollenska kvikmyndafyrirtækinu Eyeworks er statt hér á landi til að taka upp fyrstu hollensku þrívíddar-kvikmyndina, Nova Zembla. Um níutíu íslenskir og hollenskir kvikmyndagerðarmenn koma að tökunum en það er framleiðslufyrirtækið Saga Film sem hefur veg og vanda af íslenska hlutanum. Verkefni af þessari stærðargráðu skila yfirleitt tugum milljóna inn til landsins og getur þar að auki haft veruleg áhrif á ferðamannastraum frá viðkomandi landi, ekki síst ef myndin slær í gegn heima fyrir.

Í fötum af dóttur sinni

Steven Tyler, dómari í American Idol og söngvari Aerosmith, er óhræddur við að klæðast fötum af dóttur sinni, leikkonunni Liv Tyler. "Pabbi klæðist kvenmannsfötum. Það er ótrúlega fyndið,“ sagði Liv. "Stundum sé ég hann og hugsa: "En falleg skyrta – vegna þess að hún er úr fataskápnum mínum.“ Hún er engu að síður ánægð með pabba gamla. "Mér finnst hann mjög myndarlegur og ég er stolt af honum. Ég skil hann mjög vel og veit hvernig hann hugsar.“

Þú ert að verða að engu stelpa

Óskarsverðlaunahafinn, söngkonan Jennifer Hudson, 29 ára, sem hefur nú þegar misst 30 kíló með breyttu mataræði og markvissri hreyfingu stillti sér upp á rauða dreglinum á tónleikum Mary J. Blige í New York í gærkvöldi. Jennifer sem er í dag talsmaður WeightWatchers er stórglæsileg eins og sjá má á myndunum. Jennifer er hinsvegar harðlega gagnrýnd fyrir að minnka áberandi hratt með hverjum deginum en hún heldur því statt og stöðugt fram að hún sé ekki að fara fram úr sér í öfgafullu megrunarátaki heldur með áherslum á heilsusamlegra líferni og að hennar sögn fær hún fleiri spennandi tilboð eftir því sem hún lítur betur út.

Karl Berndsen á tímamótum

„Ég ætla ekki að fara leka einu eða neinu en get þó staðfest að ég á í viðræðum við Stöð 2,“ segir hárgreiðslumaðurinn Karl Berndsen sem er hættur að stjórna þættinum Nýtt útlit á Skjá einum.

Steypa á strönd

Húsið sem skoða má í myndasafni stendur við Malibuströndina í Suður Kaliforníu, rétt norðan við Los Angeles. Þarna búa margar af þekktustu kvikmyndastjörnum heims. Húsið er hrátt, steinsteipt með þá þekktu hugmyndafræði íbúðahúsa á svæðum þar sem íbúar búa við nokkuð stöðugt gott veður að ytra rýmið og innra flæði saman í eina heild.

Tarantino klár í nýja mynd

Quentin Tarantino hefur lokið við að skrifa handrit að næstu kvikmynd sinni. Myndin hefur fengið nafnið Django Unchained.

Kærustparatónlist sem varð til á fylleríi

Valdimar Guðmundsson, söngvari hljómsveitarinnar Valdimar, og Björgvin Ívar Baldursson, upptökustjóri hjá Geimsteini og liðsmaður Lifunar, gefa saman út plötu í sumar.

Vasadiskó - 3. þáttur - handritið

intro & talkback lag - NEU! - Hallogallo. Kynning. Frídagur verkalýðsins, hér sit ég samt - og stóð ég í nótt á bar11. Dagskrá þáttarins etc - Kynning á nýjum plötum Tune-Yards og Kurt Vile. Krummi mætir í Selebb Shuffle. - nýtt frá Mammút - Legend - Sölva Blöndal… - tónlistarfrétt vikunnar sem leið hlýtur að vera endurkoma Quarashi. RÚV fréttirnar/Kastljós/Auddi&Sveppi og fleira. Er að misnota aðstöðu mína þar sem ég er að hjálpa til… en ætla að misnota aðstöðu mína með stæl og spila Quarashi lag sem hefur aldrei fengið útgáfu..

Blómin sem uxu inni í stofu

Tölvuleikjakynslóðin er líklega með fyrirlitnustu kynslóðum síðari tíma (ef frá er talin klámkynslóðin en böðlar hennar virðast líka enn vera í undirbúningsvinnu hvernig leiða skuli hana á höggstokkinn). Litlu skítugu tölvuleikjabörnin með hrákadall á gólfinu eru hins vegar uppvaxin og orðin að stórum tölvuleikjabörnum því barnið í manni er einmitt það sem aldrei hverfur spili maður tölvuleiki.

Glænýr háralitur

Leikkonan Scarlett Johansson, 26 ára, er rauðhærð eins og sjá má á myndunum sem teknar voru af henni í gær. Leikkonan er alltaf stórglæsileg sama hvaða háralit hún er með. Með Scarlett var tvíburabróðir hennar Hunter Johansson og leikarinn Bradley Cooper sem leikur á móti henni í rómantísku gamanmyndinni He´s Just Not That Into You.

Sérstök lúxusvilla í Póllandi

Þetta hús í Póllandi sem hannað er af KWK Promes arkítektum hefur vakið mikla athygli fyrir sérstaka innkeyrslu bifreiða sem liggur í göngum undir húsið. Nútímaleg hvít byggingin hvílir á hlöðnum veggjum úr náttúrulegu grjóti. Undir húsinu liggur svo innkeyrslan í mjög óvenjulegri útfærslu arkítektsins. Óvenjuleg og vel heppnuð útfærsla sem hefur vakið mikla athygli á þessu annars einfalda en glæsilega húsi sem skoða má í meðfylgjandi myndasafni.

Gallastuttbuxur slá í gegn

Sálarsérfræðingurinn Tobias Fünke er ein af eftirminnilegri persónunum úr sjónvarpsþáttunum Arrested Development. Í þáttunum klæddist hann gjarnan gallastuttbuxum, eða "cutoffs“. Þær verða það heitasta í strákatískunni í sumar. Gallastuttbuxur hafa verið vinsælar meðal karlpeningsins bæði í Svíþjóð og Danmörku undanfarin sumur. Nú hefur þessi tíska náð hingað til lands og að sögn Sindra Snæs Jenssonar, verslunarstjóra í Gallerí Sautján, hafa stuttbuxurnar rokið út.

Elskar spínat

Fyrirsætan Miranda Kerr eignaðist soninn Flynn í byrjun janúar á þessu ári. Kerr er komin aftur til vinnu og segist þakka grannan vöxt sinn heilsusamlegu líferni.

Haustlína Alexander McQueen 2011

Haustlínu Alexander McQueen 2011 má skoða í meðfylgjandi myndasafni. Þá má einnig sjá Söruh Burton, sem hannaði kjól Katrínar Middleton hertogayngju af Cambridge, í lok myndasafnsins.

Ekki lögð í einelti í skóla

Leikkonan Emma Watson úr Harry Potter-myndunum hefur vísað á bug fregnum um að hún hafi hætt í Brown-háskólanum á Rhode Island í Bandaríkjunum vegna þess að hún hafi verið lögð í einelti. Watson ákvað fyrir skömmu að taka sér frí frá námi í eina önn. Í yfirlýsingunni sagðist hún aldrei hafa lent í einelti, hvorki í Brown né annars staðar. Hún er ekki viss um hvað tekur við í haust þegar þriðja námsárið hefst. Hugsanlega fer hún í nám í öðru landi.

Sjá næstu 50 fréttir