Fleiri fréttir

Húðflúrari Tyson bálreiður

Ef kynningarmyndband væntanlegrar kvikmyndar Hangover 2 er skoðað má greinilega sjá að Ed Helms vaknar upp með nákvæmlega eins húðflúr og Mike Tyson lét setja á andlitið á sér árið 2003. Húðflúrarinn, S. Victor Whitmill, sem bæði teiknaði og húðflúraði listaverkið í andlitið á Tyson er brjálaður út í Warner Bros, framleiðanda kvikmyndarinnar því hann telur sig eiga höfundarréttinn á listaverkinu. S. Victor hefur kært Warner Bros og fer fram á stjarnfræðilega háar fjárhæðir.

Prinsessan greinilega sátt við brúðkaupsnóttina

Ef meðfylgjandi myndir, sem teknar voru af Vilhjálmi Bretaprins, 28 ára, og Katrínu Middelton, 29 ára, í dag, laugardag, eru skoðaðar líta þau út fyrir að vera í sjöunda himni eftir brúðkaupið þeirra sem fram fór í Westminster Abbey í gær að viðstöddu fjölmenni. Þá má einnig sjá þyrluna sem flaug með hjónakornin burt frá Bretlandi á ónefndan stað þar sem þau ætla að eyða helginni saman. Opinberu brúðkaupsmyndirnar sem teknar voru af þeim eftir athöfnina má einnig skoða í meðfylgjandi myndasafni.

Eignuðust tvíbura í dag

Söngkonan Mariah Carey, 41 árs, og eiginmaður hennar, Nick Cannon, 30 ára, eignuðust tvíbura í dag, dreng og stúlku, á fjögurra ára brúðkaupsafmælinu þeirra, klukkan 12:07, á Los Angeles spítalanum. Eiginkona mín gaf mér ótrúlegustu gjöf sem hægt er að hugsa sér á brúðkaupsafmælinu okkar. Ég á aldrei eftir að toppa hana, skrifaði Nick á Twitter síðuna sína í dag. Hjónin hafa ekki gefið tvíburunum nöfn en þau hlustuðu saman á vinsælt lag Mariuh We Belong Together strax eftir að börnin fæddust.

Maó í Madrid

Þessi litla íbúð í miðborg Madrid á Spáni með mynd af Maó á stofuveggnum er í risi á eldgamalli klassískri byggingu þar sem áður voru geymslur. Með því að mála rýmið hvítt, lóðrétt og lárétt, er tilfinningunni fyrir lítilli lofthæð í stórum hluta íbúðarinnar minnkuð. Rýmið úr rjáfri niður í gólf flæðir fallega í eina heild eins og sjá má í myndasafni.

Óþekkjanleg Jennifer Lopez

Söngkonan og American Idol dómarinn Jennifer Lopez, 41 árs, var nánast óþekkjanleg með risastór sólgleraugu á nefinu, ómáluð í andliti, með hárið tekið upp í snúð, klædd í bleikar joggingbuxur og svartan síðerma rúllukragabol eins og sjá má á myndunum sem voru teknar í fyrradag. Það var hinsvegar allt annað að sjá söngkonuna klædda í gylltan glamúrgalla eftir Zuhair Murad og Christian Louboutin skó. Þetta kvöld var Jennifer stórglæsileg eins og sjá má í myndasafni. Um var að ræða heljarinnar partý sem hún hélt í Los Angeles tilefni af nýju plötunnar hennar Love?. Burtséð frá nýju plötunni er nóg að gera hjá Jennifer. Hún og eiginmaður hennar Marc Anthony ásamt Simon Fuller, sem er hugmyndasmiðurinn á bak við Idol, skipuleggja nú nýjan sjónvarpsraunveruleikaþátt sem ber heitið Que Viva. Þátturinn gengur út á að uppgötva nýja hæfileikaríka söngvara sem eiga ættir sínar að rekja til suður ameríku. Þá hefur Jennifer einnig tekið að sér að taka þátt í að talsetja væntanlega teiknimynd Ice Age: Continental Drift.

Cut Copy til Íslands í sumar

"Ég held að þetta eigi eftir að verða besta partí sumarsins, jafnvel þótt það sé á miðvikudegi. Bestu partí sumarsins eru alltaf á virkum dögum,“ segir Steinþór Helgi Arnsteinsson tónleikahaldari.

Ítalskur dagskrárstjóri ráðinn til RIFF

Ítalinn Giorgio Gosetti hefur verið ráðinn dagskrárstjóri Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, RIFF. „Ég get fullyrt það að hann er tvímælalaust einn af bestu dagskrárstjórum í Evrópu og þótt víðar væri leitað,“ segir Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF.

Lifði af tímann með Mínus

Storme Withy-Grubb frá Englandi tekur þátt í fræðslukvöldi Útóns á þriðjudaginn. Hún hefur skipulagt tónleikaferðir með frægum hljómsveitum á borð við Bloc Party, Kaiser Chiefs, CSS og hina íslensku Mínus.

Vinsælir á Tribeca

Leikstjórinn Gaukur Úlfarsson er ánægður með viðtökurnar sem heimildarmynd hans Gnarr fékk á kvikmyndahátíðinni Tribeca í New York.

Katy Perry leiðir listann

Breska tónlistartímaritið NME kannar um þessar mundir hvaða listamaður er magnaðasti popptónlistarmaður allra tíma. Hvorki meira né minna.

Brjálaður út í sjálfan sig

Rapparinn Ja Rule hefur tjáð sig í fyrsta sinn um yfirvofandi fangelsisvist sína. Hann byrjar í júní afplánun á tveggja ára dómi sem hann fékk fyrir vopnaburð árið 2007. Ja Rule, sem heitir réttu nafni Jeffrey Atkins, er reiðubúinn að fara í steininn en finnur til með eiginkonu sinni og þremur börnum þeirra. „Ég er brjálaður út í sjálfan mig. Dóttir mín er fimmtán ára og er á leiðinni í menntaskóla. Hún þarf á föður sínum að halda. Strákarnir mínir þurfa líka á mér að halda, rétt eins og konan mín. Pabbi klúðraði sínum málum,“ sagði hann.

Tenórarnir í Hörpu

Tenórar hefja upp raust sína á síðustu óperutónleikunum í Gamla bíói, sem hýst hefur íslenskar óperur til margra ára. Tenórarnir hafa gjarnan kallað sig tenórana þrjá, en í kvöld verða þeir reyndar fjórir; Garðar Thor Cortes, Gissur Páll Gissurarson, Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Snorri Wium.

Big Boi með Modest Mouse

Isaac Brock og félagar í hljómsveitinni Modest Mouse vinna nú að fimmtu breiðskífu sinni. Á meðal þeirra sem hafa unnið með hljómsveitinni í hljóðverinu er rapparinn Big Boi úr OutKast-dúettinum, en ekki liggur fyrir hvað hann hefur fram að færa. Big Boi greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni og bætti við að meðlimir Modest Mouse væru svölustu kettir allra tíma (e. coolest cats ever).

Sjáðu hattana og kjólana

Hattanir og kjólarnir voru misfallegir eins og þeir voru margir í brúðkaupi Vilhjálms Bretaprins og Kate Middleton í Westminster Abbey í London í dag eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Hattur Victoriu stal senunni. Hún var stórglæsileg með svartan Phillip Treacy hatt og hárið tekið í tagl. Þá var hún klædd í kjól eftir sjálfa sig og sérsniðnum Christian Louboutin hælaskóm. Eiginmaður hennar, David var klæddur í Ralph Lauren smóking. Sjáðu brúðarkjól prinsessunnar hér og skvísuna sem skyggði á prinsessuna þennan dag.

Fer aftur í meðferð

Richie Sambora, gítarleikari rokksveitarinnar Bon Jovi, hefur ákveðið að fara í meðferð vegna vímuefnavandamála sinna. Sambora, sem hefur lengi barist við fíkniefnadjöfulinn, fór síðast í meðferð fyrir fjórum árum. Ári síðar var hann handtekinn fyrir að aka undir áhrifum og lýkur hann afplánun þriggja ára skilorðsbundins dóms síðar á þessu ári. Næstu tónleikar Bon Jovi eru fyrirhugaðir á morgun en óvíst er hvort af þeim verður vegna vandamála gítarleikarans.

Gettu hver skyggði á prinsessuna í dag?

Pippa Middleton, 27 ára, systir prinsessunnar, skyggði heldur betur á systur sína í dag. Pippa fangaði athygli heimspressunnar þegar hún mætti fantaflott í aðsniðnum kjól hugsandi um það eitt að kjóll brúðarinnar liti sem best út. Getur verið að sæta ólofaða systirin hafi verið sætari en prinsessan á sjálfan brúðkaupsdaginn? Kíktu á myndirnar af Pippu hér.

Rigningarhús í Seattle

Rigningarhúsið í Seattle sem byggt var árið 2006 má skoða í meðfylgjandi myndasafni. Húsið endurspeglar blautt veðurfar borgarinnar í sterkum vatnsheldum efnum með takmarkaðir notkun efna sem illa þola stöðuga vætutíð. Þetta hús myndi sóma sér vel í slyddunni hér á Íslandi. Húsið er staðsett í austurhluta Seattle borgar. Lóðin er lítil í þröngu skipulagi borgarinnar og hvert herbergi hússins tekur mið að því að hámarka nýtingu rýmisins. Einfalt og nútímalegt hús í þessari frábæru borg rigninganna á norðuvesturströnd Bandaríkjanna.

Haustlína Acne 2011

Meðfylgjandi má sjá myndir frá tískusýningu Acne á tískuvikunni í París á dögunum þar sem haustlína 2011 var sýnd.

Kaloríulausar kræsingar

Erla Ósk Arnardóttir er hugmyndasmiðurinn á bak við kræsingarnar sem sjá má í meðfylgjandi myndskeiði en sætindin eru gerð úr sápu sem hún býr til sjálf frá grunni. Við heimsóttum Erlu Ósk í dag, fengum að skoða sápurnar hennar og spurðum hana hvernig hugmyndin að Sápubakaríinu sem hún rekur varð til og hvernig viðtökurnar við afurðinni hafa verið. Sápubakaríið hennar Erlu á Facebook.

Blúndubrúðarkjólar ekki vinsælir á Íslandi

Sigurdís Ólafsdóttir eigandi brúðarkjólaleigunnar Tvö Hjörtu í Bæjarlind fylgist vel með hvað íslenskar brúður vilja þegar brúðarkjólar eru annars vegar. Við litum við hjá henni í dag til að forvitnast um brúðarkjóla og slör í tilefni af brúðkaupi Vilhjálms bretaprins og Katrínar.

Konunglegur koss

Meðfylgjandi má sjá fyrsta opinbera koss Vilhjálms og Katrínar á svölum Buckingham hallar í dag. Eins og heyra má brutust út gríðarleg fagnaðarlæti á meðal fjöldans þegar prinsinn kyssti prinsessuna sína.

Steelheart flytur She's Gone á Nasa í sumar

Bandaríska "hár-metal“ hljómsveitin Steelheart spilar á Nasa 8. júní. Hún er þekktust fyrir kraftballöðuna She"s Gone þar sem söngvarinn Miljenko "Mili“ Matijevic nær ótrúlegum tónhæðum. Dagur Sigurðsson, sem vann Söngkeppni framhaldsskólanna fyrir skömmu, er mikill aðdáandi Steelheart, einkum söngvarans Mili.

Snuðra um fólk og staði

Snoop-around er ný ljósmynda- og viðtalsvefsíða þar sem heimili, vinnustaðir og vinnustofur skapandi fólks eru heimsótt. Markmið síðunnar er að gefa innsýn í líf áhugaverðs fólks bæði í máli og myndum.

Prinsessan yfirveguð við altarið

Prinsessan Katrín Middleton var áberandi yfirveguð eins og hún hefði ekki gert neitt annað um ævina þegar hún gekk að eiga Vilhjálm bretaprins í Westminster Abbey í dag. Þú ert gullfalleg, sagði Vilhjálmur við Katrínu þegar faðir hennar, Michael Middleton, var um það bil að gefa honum hönd dóttur sinnar.

Lohan kennir heimilislausum

Lindsay Lohan er byrjuð að búa sig undir samfélagsþjónustu sem dómari í Los Angeles skikkaði hana nýverið til að sinna. Lohan, sem var einnig dæmd í 120 daga fangelsisvist, þarf að vinna í 480 klukkustundir í þágu samfélagsins og hyggst eyða þeim í að kenna heimilislausum konum að leika. Lohan var dæmd fyrir að rjúfa skilorð þegar skartgripasali sakaði hana um að stela hálsmeni frá sér.

Systir prinsessu stendur sig í stykkinu

Brúðarmær prinsessunnar Pippa Middleton, 27 ára, tók sér nokkurra vikna frí frá vinnu til að aðstoða Katrínu við undirbúninginn fyrir brúðkaupsdaginn. Pippa sá um að skipuleggja partýið sem verður haldið í kvöld og eins og myndirnar sýna stóð hún sig aldeilis vel við að hjálpa systur sinni með 2,7 metra langa slörið á kjólnum meðal annars. Myndir úr kirkjunni - brúðarkjóllinn.

Gott frí eftir barnsburð

Leikkonan Kate Hudson ætlar að taka sér gott frí frá kvikmyndaleik eftir að hún eignast sitt annað barn síðar á þessu ári. Hún vill fyrir enga muni missa af því að sjá barnið vaxa úr grasi. Hudson á von á barninu með Matt Bellamy, söngvara Muse, sem bað hennar einmitt í síðustu viku. Leikkonan hélt áfram að vinna skömmu eftir að hún eignaðist fyrsta barnið sitt, soninn Ryder, en núna verður annað uppi á teningnum. „Ég mun eingöngu halda áfram að vinna ef kvikmyndin er nógu áhugaverð,“ sagði hún.

Myndir úr kirkjunni

Meðfylgjandi myndir voru teknar í brúðkaupi Vilhjálms Bretaprins og Kate Middleton í Westminster Abbey í London í dag. Gríðarlegur mannfjöldi er samankominn í Lundúnum til þess að berja kóngafólkið augum enda ekki á hverjum degi sem verðandi krónprins Breta gengur í hnapphelduna. Smelltu hér til þess að fylgjast með útsendingunni. Þeir sem vilja fylgjast með í gegnum snjallsíma smella hér.

Órói sýnd í Kristiansand

Kvikmyndin Órói verður opnunarmyndin á kvikmyndahátíðinni í Kristiansand í Noregi 3. maí. Hátíðin sérhæfir sig í kvikmyndum fyrir ungt fólk og er mjög virt. Baldvin Z, leikstjóri Óróa, Ingibjörg Reynisdóttir, handritshöfundur og leikkona, og Atli Óskar Fjalarsson, aðalleikari myndarinnar, verða viðstödd frumsýninguna. Myndin verður sýnd fjórum sinnum og munu aðstandendur hennar svara spurningum áhorfenda að loknum sýningum. Órói var frumsýnd í október í fyrra og fékk mjög góðar viðtökur.

Partýhús í paradís

Þetta frábæra partýhús er á eyju rétt úti fyrir strönd Brasilíu stutt frá karnivalborginni, Rio de Janeiro. Byggingu hússins lauk árið 2009 en það gæti hæglega verið hluti af leikmynd úr James Bond mynd frá sjöundaáratug síðustu aldar. Fullkomið partýhús á paradíseyju í Brasilíu. Fallegur arkítektúr fyrir Robinson Crusoe nýtímans.

Stelur kastljósinu frá konunglega brúðkaupinu

Kristján Eyjólfsson, íslenskur gullsmiður og skartgripahönnuður búsettur í London, stal senunni af þeim Vilhjálmi Bretaprins og Kate Middleton á miðvikudag þegar heimspressan komst á snoðir um að hann og unnusta hans, hin ástralska Ivonne Valle, hygðust ganga í það heilaga í dag. Kristján og Ivonne mættu fyrst í viðtal við BBC London, svo var ítarlegt viðtal við þau á bandarísku fréttastöðinni ABC og deginum lauk með blaðaviðtali við Evening Standard.

Níðþung og sveitt stemning

Þungarokkssveitirnar Skálmöld og Sólstafir troða upp á Nasa í kvöld. Söngvarar sveitanna vona að hljóðkerfi staðarins standist álagið. „Þetta verður sveitt stemning,“ segir Björgvin Sigurðsson, söngvari víkingarokkaranna í Skálmöld. Sveitin spilar á Nasa í kvöld ásamt öðrum þungavigtarmönnum í Sólstöfum og ljóst að krafturinn sem leysist úr læðingi verður ógurlegur.

Beckham hjónin mættu í sínu fínasta pússi

Brúðkaup Vilhjálms Bretaprins og Kate Middleton fer fram í Westminster Abbey í London í dag. Gríðarlegur mannfjöldi er samankominn í borginni til þess að berja kóngafólkið augum. Meðfylgjandi má sjá myndir af David Beckham og Victoriu konu hans þegar þau mættu í brúðkaupið í morgun en mikil fagnaðarlæti brutust út á meðal fjöldans. Victoria er stórglæsileg með svartan Phillip Treacy hatt og hárið tekið í tagl, í kjól eftir hana sjálfa og sérsniðnum Christian Louboutin hælaskóm. David er ekki síðri, klæddur í Ralph Lauren frá toppi til táar. Hildur Helga Sigurðardóttir og Svavar Örn lýsa því sem fyrir augu ber í beinni útsendingu á Stöð 2 og Visir.is. Smelltu hér til þess að fylgjast með útsendingunni.

Hvernig verður hárið á prinsessunni?

Hildur Helga Sigurðardóttir og Svavar Örn standa vaktina til að lýsa því sem fyrir augu ber í konunglegu brúðkaupi Vilhjálms og Kate Middleton sem fram fer í beinni útsendingu á Stöð 2 í dag. Við kíktum á Hildi og Svavar nokkrum mínútúm áður en útsendingin hófst eldsnemma í morgun eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Smelltu hér til þess að fylgjast með útsendingunni.

Blue fær ekki spilun heima

Meðlimir breska strákabandsins Blue eru óánægðir með að Eurovision-lag þeirra I Can fái ekki nægilega spilun á útvarpsstöðvum heima. Lagið hefur ekki komist inn á helstu spilunarlistana, þar á meðal hjá BBC Radio 2. Samkvæmt vefsíðunni Myradio.com sem fylgist með lagaspilun útvarpsstöðva hefur I Can aðeins verið spilað 22 sinnum síðastliðinn mánuð á öllum Bretlandseyjum. „Við erum að reyna að gera þetta fyrir þjóðina okkar en hún vill ekki styðja við bakið á okkur,“ sagði söngvarinn Simon Webbe ósáttur. Eurovision-keppnin fer fram í Þýskalandi um miðjan maí.

Selebb Shuffle 2 - Jón Þór Ólafsson

Tónlistarmanninum Jón Þór Ólafssyni er greinilega ekkert heilagt því hann hikaði ekki við að mæta á páskasunnudag í þáttinn minn - sem var í beinni. Hann mætti askvaðandi á svæðið með litrík heyrnartól og silfurlitaðan iPod nanó. Ég hafði spilað lagið Tímavél af nýútkominni EP plötu hans í þættinum þannig að við gátum farið beint í það að tengja vasadiskóið hans í beina og setja á Shuffle.

Does it Offend You, Yeah? - Don't Say We Didn't Warn You

Önnur plata bresku indí-teknó háskólakrakkana frá Reading. Fyrsta platan var nægilega beitt til þess að ýta tónleikaferðalagstannhjólinu af stað. Sveitin hefur því verið á linnulausu ferðalagi heimshornanna á milli síðan fyrri platan, You Have No Idea What Your getting Yourself into, kom út árið 2008. Það var fín plata en þar stóð hæst upp úr lagið Let's Make Out sem Sebastian Grangier úr Death From Above 1979 söng.

Selebb Shuffle: Lilja Katrín Gunnarsdóttir úr Makalaus

Lilja Katrín Gunnarsdóttir leikkona úr Makalaus og blaðakona Séð&Heyrt mætti í fyrsta þáttinn og reið á vaðið í liðnum Selebb Shuffle. Þar mætir vel valin einstaklingur með vasadiskóið sitt (iPod eða annan mp3 spilara) og setur á Shuffle. Engin veit hvað gerist.

Vasadiskó - 1.þáttur

Fyrsti þátturinn fór í loftið núna á sunnudaginn og allt gekk bara prýðilega. Tæknimálin voru svona 82% á hreinu - en allt annað gekk bara eins og í smurð maskína. Fyrir þá sem misstu af - ætla ég að birta handritið af þættinum hérna eftir hvern þátt. Einnig birti ég sérfærslu um Selebb Shuffle, liðinn þar sem einhver þekktur mætir með vasadiskóið sitt og setur á Shuffle. Það var hún Lilja Katrín úr Makalaus þáttunum á Skjá1 sem reið á vaðið.

The Kills - Blood Pressures (2011)

"Ok... geisp-AAAAA". Blood Pressures er fjórða breiðskífa The Kills frá því að þau hófu að geta af sér afkvæmi árið 2003. Strax eftir aðra plötuna varð ljóst að hér væri svalt band á ferð. Nægilega svo til þess að afla sér ágætis aukatekna með sölu laga sinna í gallabuxnaauglýsingar og svoleiðis. Þau hafa það fínt.

Lag dagsins - Tennesee Ernie Ford - 16 Tons

Það er eitthvað við þetta lag og þessa bassarödd sem er algjörlega dáleiðandi. Síðan er textinn svo harður - hljómar eins og söngur kolanámumannsins. Menn gefa ekki upp andann þrátt fyrir að vera alsótugir… enginn miskunn!

Sjá næstu 50 fréttir