Blómin sem uxu inni í stofu Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar 2. maí 2011 11:10 Júlía Margrét Alexandersdóttir Tölvuleikjakynslóðin er líklega með fyrirlitnustu kynslóðum síðari tíma (ef frá er talin klámkynslóðin en böðlar hennar virðast líka enn vera í undirbúningsvinnu hvernig leiða skuli hana á höggstokkinn). Litlu skítugu tölvuleikjabörnin með hrákadall á gólfinu eru hins vegar uppvaxin og orðin að stórum tölvuleikjabörnum því barnið í manni er einmitt það sem aldrei hverfur spili maður tölvuleiki. Það er svona á mörkunum að ég sé ekki utan lögsögu tölvuleikjakynslóðarinnar. Sumir telja að börnin þurfi að hafa verið vanin af bleiu fyrir framan tölvuskjáinn til að mega með réttu kalla sig hreinræktaða tegund en ég var orðin tíu ára þegar fyrsta Nintendo-sjónvarpsleikjatölvan var keypt en Rafbúð Sambandsins var með þeim fyrstu til að selja þær hérlendis. Hins vegar lagði ég mig alla fram um að vinna upp glataðan tíma og sat því með yngra systkini og nágrannabörnum fyrir framan frá sólarupprás til næturfrétta. Heimilið fylltist nefnilega af börnum allt niður í fjögra ára þegar tryllitækið kom í hús, börnum sem sátu þétt í sófanum og skiptust á um að nota fjarstýringuna. Þau voru aldrei með hor, alltaf með nammi og máttu vera heima hjá okkur frá morgni til kvölds. Og ég frábið mér uppfræðslu 68-kynslóðarinnar að það hafi verið meira gefandi og gaman að byggja kofa í Vogahverfinu. Þið hafið ekki hugmynd um stuðið við að troða frostpinnaspýtum inn í vídeótæki. Ég hef séð þessi börn sem voru einu sinni alltaf í tölvunni úti í hinum stóra heimi í dag og þetta eru allt snillingar. Snillingar sem mætti henda út í völundarhús í aldingarði í Japan og þeir myndu spjara sig. Þessi undrabörn þurfa hins vegar æ ofan í æ að þola niðurlægjandi tal gamla liðsins sem er eins og fiskur á þurru landi ef strætó breytir tímatöflunni. Og já, ég veit að þetta er ekki fallega sagt, en það er heldur ekki fallegt hvernig talað er niður til krakka í dag sem eru í tölvunni. Jú, þau kunna kannski ekki Eina krónu en þau eru oftar en ekki í skapandi og örvandi leikjum sem endar með því að þau fara að vinna hjá CCP og moka inn gjaldeyri. Útileikjakynslóðin lætur stundum eins og það sé varla þess virði að ræða við blessuð börnin í tölvuspilunum. Heilagri en vígt vatn í Betlehem af því hún fór út að leika. Ég er hins vegar viss um að Kiddi og systkini hans fimm í Árbænum, sem áttu eina Nintendo-tölvu á kjaft, er fólkið sem mun bjarga okkur. Júlía Margrét Alexandersdóttir Mest lesið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Fleiri fréttir Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira
Tölvuleikjakynslóðin er líklega með fyrirlitnustu kynslóðum síðari tíma (ef frá er talin klámkynslóðin en böðlar hennar virðast líka enn vera í undirbúningsvinnu hvernig leiða skuli hana á höggstokkinn). Litlu skítugu tölvuleikjabörnin með hrákadall á gólfinu eru hins vegar uppvaxin og orðin að stórum tölvuleikjabörnum því barnið í manni er einmitt það sem aldrei hverfur spili maður tölvuleiki. Það er svona á mörkunum að ég sé ekki utan lögsögu tölvuleikjakynslóðarinnar. Sumir telja að börnin þurfi að hafa verið vanin af bleiu fyrir framan tölvuskjáinn til að mega með réttu kalla sig hreinræktaða tegund en ég var orðin tíu ára þegar fyrsta Nintendo-sjónvarpsleikjatölvan var keypt en Rafbúð Sambandsins var með þeim fyrstu til að selja þær hérlendis. Hins vegar lagði ég mig alla fram um að vinna upp glataðan tíma og sat því með yngra systkini og nágrannabörnum fyrir framan frá sólarupprás til næturfrétta. Heimilið fylltist nefnilega af börnum allt niður í fjögra ára þegar tryllitækið kom í hús, börnum sem sátu þétt í sófanum og skiptust á um að nota fjarstýringuna. Þau voru aldrei með hor, alltaf með nammi og máttu vera heima hjá okkur frá morgni til kvölds. Og ég frábið mér uppfræðslu 68-kynslóðarinnar að það hafi verið meira gefandi og gaman að byggja kofa í Vogahverfinu. Þið hafið ekki hugmynd um stuðið við að troða frostpinnaspýtum inn í vídeótæki. Ég hef séð þessi börn sem voru einu sinni alltaf í tölvunni úti í hinum stóra heimi í dag og þetta eru allt snillingar. Snillingar sem mætti henda út í völundarhús í aldingarði í Japan og þeir myndu spjara sig. Þessi undrabörn þurfa hins vegar æ ofan í æ að þola niðurlægjandi tal gamla liðsins sem er eins og fiskur á þurru landi ef strætó breytir tímatöflunni. Og já, ég veit að þetta er ekki fallega sagt, en það er heldur ekki fallegt hvernig talað er niður til krakka í dag sem eru í tölvunni. Jú, þau kunna kannski ekki Eina krónu en þau eru oftar en ekki í skapandi og örvandi leikjum sem endar með því að þau fara að vinna hjá CCP og moka inn gjaldeyri. Útileikjakynslóðin lætur stundum eins og það sé varla þess virði að ræða við blessuð börnin í tölvuspilunum. Heilagri en vígt vatn í Betlehem af því hún fór út að leika. Ég er hins vegar viss um að Kiddi og systkini hans fimm í Árbænum, sem áttu eina Nintendo-tölvu á kjaft, er fólkið sem mun bjarga okkur.
Júlía Margrét Alexandersdóttir Mest lesið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Fleiri fréttir Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira