Fleiri fréttir

Skothelt hjá Benna

Benni Hemm Hemm er löngu búinn að sanna sig og segir bless við lúðrana á fínni poppplötu.

Glaðvær jólablús

Hljómsveitin Króna gefur í dag út lagið Jólin koma of seint. Lagið samdi forsprakkinn Birgir Örn Steinarsson fyrir jólin 2003.

Íslandsvinir með tónleika

Bandarísku tónlistarmennirnir Tom Brosseau og Gregory & the Hawk spila á Faktorý í kvöld ásamt Mr. Sillu.

Komin með nýjan

Söngkonan Christina Aguilera skildi við eiginmann sinn, Jordan Bratman, fyrir stuttu og er strax komin með nýjan mann upp á arminn, Matt Rutler að nafni. Hefur parið verið að hittast undanfarinn mánuð og kynnti hann hana nýverið fyrir foreldrum sínum.

Mandy hætt í megrun

Söng- og leikkonan Mandy Moore segist ekki spá of mikið í kalóríum og borðar þess í stað allt það sem hana langar til.

Reese vill fleiri börn

Reese Witherspoon segist vera svo mikil fjölskyldumanneskja að hún vill ólm eignast fleiri börn. Leikkonan góðkunna á tvö börn af fyrra hjónabandi sínu með Ryan Phillippe. Dóttirin Ava er ellefu ára og sonurinn Deacon er orðinn sjö ára en Reese segist hvergi nærri hætt.

Sér eftir aðgerðunum

Bandaríska raunveruleikastjarnan Heidi Montag sem komst í heimsfréttirnar þegar hún lét gera tíu fegrunaraðgerðir í einu, sér eftir öllu saman í dag.

Skírir barnið eftir vískíi

Söngkonan Pink og eiginmaður hennar, Carey Hart, eiga von á sínu fyrsta barni. Söngkonan er komin rúma þrjá mánuði á leið og segist þegar vera búin að ákveða nafn á barnið verði það drengur.

Sunnudagaskólinn slær í gegn

„Það er mjög ánægjulegt hvað við höfum fengið góð viðbrögð,“ segir Þorleifur Einarsson, sem leikstýrði nýjum þáttum sem eru byggðir á sunnudagaskólanum og eru að koma út á mynddiski.

Vildi hætta í leiklistinni tvítug

Leikkonan Mila Kunis, sem sló í gegn í sjónvarpsþáttunum That '70s Show, íhugaði að segja skilið við leiklistina þegar hún var aðeins tvítug að aldri.

Umskorin hjörtu

Runukrossar er frumleg framtíðarsýn sem veltir upp áleitnum umhugsunarefnum en morðgátan fellur í skuggann.

Madonna opnar í Mexíkó

Tugir lögreglumanna voru utan við líkamsræktarstöð Madonnu þegar hún var opnuð í Mexíkóborg í dag.

Brad og Angelina vægast sagt innileg hvort við annað

Leikaraparið Brad Pitt og Angelina Jolie voru innileg við hvort annað á forsýningu teiknimyndarinnar Megamind, sem Brad Pitt talsetur, á rauða dreglinum í Paris í Frakklandi í gær eins og myndirnar sýna. Þá má sjá parið fara á veitingahúsið La Stresa eftir frumsýninguna.

Amerískar sjónvarpsstjörnur slógu í gegn í Reykjavík

„Þeir voru mjög kurteisir og virtust bara vera venjulegir strákar að skemmta sér,“ segir Hallur Dan Johansen hjá veitinga-og skemmtistaðnum Austur. Penn Badgley, stjarnan úr Gossip Girl, og Shawn Pyfrom, úr Aðþrengdum eiginkonum, ollu með nærveru sinni hálfgerðri múgæsingu meðal reykvískra stúlkna um helgina.

Flott kynningarkvöld RFF

Aðstandendur Reykjavík Fashion Festival héldu glæsilegt kynningarpartí á skemmtistaðnum Austur á föstudagskvöldið, en búið er að staðfesta að hátíðin fari fram 31. mars til 3. apríl á komandi ári.

Metnaðarfull frumraun

A Long Time Listening er einfaldlega besta plata ársins. Svo mörg voru þau orð.

Eva opnuð á Laugavegi

Margt var um manninn þegar Svava Johansen opnaði verslunina Evu á nýjum stað neðar á Laugaveginum á fimmtudag. Búðin var full af nýjum merkjum og skartar meðal annars stærri skódeild en áður.

Óróa-leikkona vinsæl hjá strákum

Unglingamyndin Órói, í leikstjórn Baldvins Z, hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda. Myndin hefur einnig slegið í gegn á meðal íslenskra unglinga. Aðalleikarar myndarinnar hafa vart undan því að þiggja eða afþakka vinabeðnir á Facebook síðan myndin var frumsýnd í október. María Birta Bjarnadóttir, sem fór með hlutverk Júditar, hefur fengið ógrynnin öll af vinabeðnum frá ungum aðdáendum.

Kornflexsmákökur

"Ég og dóttir mín erum að baka þessar smákökur. Hef ekki bakað þessar áður en mér skilst að kökurnar séu algjört lostæti," sagði Ina Hrund Isdal en hún sendi okkur þessa uppskrift á Facebooksíðu Lífsins.

Vill ekki foreldra sína saman

Foreldrar söngkonunnar Britney Spears skildu árið 2002 eftir rúmlega þrjátíu ár saman. Þau tóku nýverið aftur saman og voru fréttirnar engar gleðifréttir fyrir Britney. Hún telur að þetta séu samantekin ráð foreldra hennar til að komast yfir peninga hennar.

Swift og Gyllenhaal saman í London

Leikarinn Jake Gyllenhaal og sveitasöngkonan Taylor Swift hafa sést nokkuð oft saman undanfarnar vikur og velta bandarísk slúðurblöð því nú fyrir sér hvort þarna sé á ferðinni næsta ofurpar Hollywood.

Semur aftur fyrir Gauragang

„Við sitjum bara sveittir með hljóðfærin að taka upp,“ segir Jón Ólafsson tónlistarmaður en hann ásamt Stefáni Má Magnússyni gítarleikara vinna nú að upptökum á kvikmyndatónlist fyrir bíómyndina Gauragang sem áætlað er að frumsýna á annan í jólum.

Hátt í 100 tónleikar á einu ári

„Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt en sömuleiðis strembið ár hjá okkur,“ segir Árni Rúnar Hlöðversson, einn af meðlimum FM Belfast. Sveitin er á sínu síðasta tónleikaferðalagi á árinu en hún hefur komið víða við og hefur haldið hátt í 100 tónleika á árinu. Þegar Fréttablaðið náði tali af Árna var hann að koma sér fyrir á hótelherbergi í Hollandi ásamt hinum í sveitinni.

Sjaldan fellur eplið...

Föstudagur fékk þrjár búðir á höfuðborgarsvæðinu til að klæða upp foreldra og afkvæmi þeirra.

Miðað við myndirnar er eins og það hafi verið stuð

Meðfylgjandi má sjá myndir sem teknar voru á í innflutningspartýi sem haldið var í hinum sérstæða burstabæ, Þóroddsstöðum í Skógarhlíð. Það var almannatengslafyrirtækið Góð samskipti og auglýsingastofan Vert-markaðsstofa sem buðu vinum og viðskiptavinum í jólaglögg í tilefni af því að fyrirtækin fluttu í þetta sögufræga steinhús sem byggt var árið 1927 sem bóndabýli. Húsið stóð þá enn utan borgarmarkanna og kýrnar í fjósi þess sáu Reykjavíkurbúum fyrir mjólk – en hún varð keyrð í hús í þartilgerðum mjólkurbrúsum. Ýmis fyrirtæki hafa haft aðstöðu í húsinu eftir að því var breytt í skrifstofur s.s. Vari öryggismiðstöð, Menn og mýs og nú síðast Saga fjárfestingabanki. En það voru annars konar veitingar en mjólk sem boðið var upp á í fjósinu á Þóroddstöðum á fimmtudagskvöldið og fjöldi gesta heilsaði upp á eigendur og starfsmenn fyrirtækjanna tveggja. Vert markaðsstofa er auglýsingastofa sem leggur sérstaka áherslu á ráðgjöf í markaðsmálum. Vert sinnir allt frá stefnumótun og rannsóknum, til auglýsingagerðar og birtinga. Góð samskipti er almannatengslafyrirtæki sem aðstoðar fyrirtæki og einstaklinga við að ná árangri með PR, fjölmiðlatengslum og markvissu kynningarstarfi. Gestir höfðu margir á orði hvað það væri áberandi góður andi í húsinu og gleðskapurinn stóð fram eftir kvöldi.

Moss vissulega með viðskiptavit

Breska fyrirsætan Kate Moss, 36 ára, var klædd í svartar gallabuxur þegar hún kynnti nýja ilmvatnið hennar Vintage Muse í versluninni Boots í London í gærdag. Kate stillti sér upp fyrir ljósmyndara á milli þess sem hún gaf fólki eiginhandaráritun á ilmvatnsflöskurnar. Skoða má myndirnar í meðfylgjandi myndasafni.

Ráðleggur mönnum að þefa ekki af nærbuxum

„Menn verða að vita hvaða stærð prinsessan notar, það er algjört lykilatriði. Þá er tvennt í stöðunni, að sms-a vinkonu hennar og spyrja hvaða stærð hún noti eða lauma þér í nærbuxurnar hennar þegar hún sér ekki til og gá að stærðinni. Ekki haga þér samt eins og pervert og fara að þefa af nærbuxunum í leiðinni. Ef hún gómar þig með nærbuxurnar hennar í andlitinu á þér mun hún skottast út og þú ert ekki að fara að heyra í henni aftur". Þetta eru margir karlmenn bara ekki með á hreinu og því ómetanleg ráðlegging frá þeim Þykka."

Hefur engan áhuga á tísku

Tískubloggið tiskublogg.blogspot.com hefur vakið nokkurt umtal vegna hnyttinna og oft á tíðum gagnrýninna skrifa tískuunnanda sem kallar sig aðeins h.

Má ég koma heim?

Erpur Eyvindarson fer öfganna á milli í textunum á fyrstu sólóplötu sinni. Segja má að platan skiptist í þrjá hluta: Djamm, pólitík ásamt hluta þar sem við heyrum mýkri hlið á rapparanum sem er aldrei kjaftstopp.

Dýrindis klæði

Hönnuðirnir Þórey Björk Halldórsdóttir og Richard P. Foley munu opna vefverslunina Worn By Worship 10. desember. Verslunin mun selja íslenska og erlenda fatahönnun og renna tíu prósent af hverri seldri vöru til góðgerðamála.

Skemmtilegt jukk

Prinspóló er orðin fjögurra manna hljómsveit en það góða er samt að þó að tónlistin hafi þróast nokkuð er „heima í herbergi"-hljómurinn ennþá til staðar.

Sandler alveg milljón

Gamalt myndband úr sjónvarpsþáttunum Saturday Night Live með Adam Sandler rauf milljón áhorfenda múrinn á fimmtudagskvöldið. Á myndbandinu sést Sandler syngja hið fræga Þakkargjörðarlag en þar koma við sögu frægir einstaklingar á borð við Mike Tyson, Betty Grable og Sammy Davis Jr.

Gleymir giftingunni

Poppdívan Katy Perry á erfitt með að venjast breyttri hjúskaparstöðu sinni en hún er stöðugt gleyma því að leikarinn Russell Brand sé eiginmaður hennar en ekki kærasti. Parið gekk í það heilaga með pompi og prakt á Indlandi í síðasta mánuði og má því segja að hjónin svífi um á bleiku skýi þessa dagana. Foreldra Perry eru líka í skýjunum yfir nýja tengdasyninum og elduðu meira að segja sérstakan rétt fyrir hann á þakkargjörðardaginn.

Færir engar þakkir

Samkvæmt sumum slúðurritum hið vestra hefur Angelina Jolie ákveðið að þakkargjörðarhátíðin verði ekki haldin hátíðleg á heimili Jolie-Pitt fjölskyldunnar.

Fáum ekki leið á Jólahjólinu

„Við höfum ekkert breyst. Það hafa bara allir í kringum okkur breyst,“ segir snigillinn Skúli Gautason, en Sniglabandið fagnar 25 ára afmæli sínu í ár. Af því tilefni gefur hljómsveitin út þriggja diska afmælispakka sem ber einfaldlega nafnið „25“. Afmælispakkinn inniheldur tvo hljómdiska og einn mynddisk. Fyrri hljómdiskurinn skartar mörgum af vinsælustu lögum Sniglabandsins en á þeim seinni er að finna lög sem aldrei áður hafa verið gefin út á geisladiski. Á mynddisknum er svo hægt að horfa á tvenna tónleika Sniglabandsins í Borgarleikhúsinu.

Faldi hringinn í skó

Söngkonan Jessica Simpson trúlofaðist nýverið unnusta sínum, fyrrverandi íþróttamanninum Eric Johnson. Að sögn Simpson hafði pilturinn mikið fyrir því að fela hringinn fyrir henni þar til hann bar upp bónorðið.

Dreymir um Rihönnu

Breska söngkonan Susan Boyle vill ólm syngja dúett með bandarísku poppdívunni Rihönnu. Boyle lítur á Rihönnu sem keppinaut sinn í poppbransanum og vill meina að ef þær tvær leiða saman hesta sína á plötu myndi það slá í gegn.

Besta fyrirmyndin

Breskar unglingsstúlkur hafa valið skólafélaga Harry Potter, Hermione, sem bestu fyrirmyndina. Hermione er leikin af leikkonunni ungu Emmu Watson og skýtur hún þar með poppprinsessunum Cheryl Cole og Katy Perry ref fyrir rass. Í Harry Potter-kvikmyndunum kemur Hermione fyrir sem einstaklega gáfuð stúlka sem er gædd yfirnáttúrulegum hæfileikum og lýsa breskir fjölmiðlar þessu sem ánægjulegri þróun hjá ungu kynslóðinni.

Hasar í lestinni

Unstoppable er hressandi og stressandi. Ekki hugsa of mikið samt.

Vill bara skemmta sér

Hjónin David Arquette og Courteney Cox eru sem kunnugt er skilin að borði og sæng. Síðan fréttirnar spurðust út hefur oft sést til Arquette þar sem hann er vel við skál auk þess sem hann hefur viðurkennt að hafa sængað hjá öðrum konum skömmu eftir skilnaðinn. Þrátt fyrir þetta segist leikarinn elska konu sína og að þau séu að vinna í sínum málum.

Yesmine fagnar bókaútgáfu

Meðfylgjandi má sjá myndir sem teknar voru á 20. hæð í Turninum í gærkvöldi þegar Yesmine Olsson fagnaði ásamt fjölda manns þriðju matreiðslubókinni sinni þar sem hún ferr nýjar leiðir því með bókinni fylgir DVD mynddiskur. Yesmine leggur áherslu á meðferð krydda sem eru einkennandi fyrir indverska og arabíska matreiðslu. Sem áður fer Yesmine sínar eigin leiðir í eldhúsinu þar sem einfaldleiki og hollusta eru í fyrirrúmi.

Sjá næstu 50 fréttir