Fleiri fréttir Hot Yoga sérfræðingur væntanlegur til Íslands Heimsfrægur Hot Yoga sérfræðingur, Jimmy Barkan, kemur til Íslands 9.-12.september næstkomandi í þeim tilgangi að kenna Íslendingum Hot Yoga. Við höfðum samband við Hot Yoga kennarann Lönu Vogestad í World Class og spurðum hana út í heimsóknina. Það er mikill heiður að fá hann til landsins og fá að njóta leiðsagnar hans en Jimmy hefur kennt Hot Yoga síðan 1981. Hann er heimsfrægur sem slíkur. Jimmy var upphaflega nemandi hjá Bikram, en sá maður kynnti Hot Yoga fyrir Bandaríkjamönnum. Hann þjálfar kennara í Japan, Ástralíu, víða í Evrópu og í Bandaríkjunum og rekur tvo Hot Yoga skóla í Flórida auk þess að ferðast um víða veröld og halda námskeið. Auk alls þessa hefur hann þjálfað marga toppíþróttamenn í NFL, NBA, NHL og PGA Tour kylfinga," segir Lana. Þegar við spyrjum Lönu út í Hot Yoga íþróttina og hvaða áhrif hún hefur á iðkendur svara hún: Hot Yoga hefur margvísleg bætandi áhrif á allan líkamann; bein, vöðva, líffæri og vefi auk þess að hafa góð áhrif á t.d. einbeitingu, viljastyrk og þolinmæði. Það má því með sanni segja að Hot Yoga geti breytt lífi fólks til batnaðar. Er þetta námskeið fyrir alla? Já algjörlega! Jimmy býður alla velkomna, reynda sem óreynda!" 6.9.2010 10:06 Beckham er brandarakerling Leikkonan Eva Longoria segir að Victoria Beckham sé vinsæl í Bandaríkjunum af því að hún er drepfyndin. Eva, sem er best þekkt fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Desperate Housewives, er góð vinkona Victoriu. Þær kynntust þegar sú síðarnefnda flutti til Los Angeles árið 2007 ásamt David og drengjunum þeirra þremur, Brooklyn, Romeo og Cruz. Sagan segir að Beckham fjölskyldan ætli að búa framvegis í Los Angeles en húsið þeirra í Bretlandi er á sölu. Við elskum stelpukvöld heima hjá hvor annarri. Hún er góð vinkona. Traust, ótrúlega fyndin og allir elska hana," sagði Eva um Victoriu. Þau fjárfestu í glæsivillu í Sawbridgeworth í Hertfordshire árið 1999 á £2.5 milljón en andvirði eignarinnar í dag er £18 milljónir. 6.9.2010 09:15 Vonast eftir partýstemningu Heimildarmyndin Backyard, í leikstjórn Árna Sveinssonar, verður opnunarmynd hins nýja kvikmyndahúss Bíó Paradís, sem opnar í gamla Regnboganum þann 15.september. Myndin var valin besta mynd Skjaldborgarhátíðarinnar í ár og fjallar hún um ákveðna tónlistarsenu sem ríkir í Reykjavík í dag. 6.9.2010 07:30 Í spilun á 95 útvarpsstöðvum „Ég spilaði nokkra tónleika í Bandaríkjunum í júní og eyddi tveimur dögum í að troða diskum í umslög og senda á útvarpsstöðvar. Nú er það að skila sér,“ segir Sunna Gunnlaugsdóttir, djasspíanisti. 6.9.2010 11:00 Fyrsta íslenska stuttmyndin sem keppir í Feneyjum „Það er rosalega leiðinlegt að komast ekki út,“ segir Katrín Ólafsdóttir. Hún framleiðir stuttmyndina Líf og dauði Henry Darger sem er fyrsta íslenska stuttmyndin sem hefur verið valin á hina virtu kvikmyndahátíð á Feneyjum. Þar verður hún sýnd dagana 8. og 9. september en Katrín verður fjarri góðu gamni því henni tókst ekki fá styrk til að kynna myndina. 6.9.2010 09:00 Spilar á World Expo í Kína „Við förum á þriðjudaginn og svo eru tónleikarnir sjálfir næstkomandi föstudag," segir Ólafur Arnalds tónlistamaður en hann er að fara að spila á World Expo sýningunni í Sjanghæ. Þjóðhátíðardagur Íslands á heimssýningunni er einmitt á föstudaginn 11 september og verður Ólafur að spila meðal annars fyrir Forseta Íslands Ólaf Ragnar Grímsson. 6.9.2010 04:30 Gengur um með hjartakristal Leikkonan Kate Hudson ber hvert sem hún fer hjartalagaðan kristal á sér. Leikkonan sem er í góðum tengslum við fjölskyldu sína og þá sér í lagi leikkonuna Goldie Hawn, sem er móðir hennar, segir að um er að ræða dýrmæta gjöf frá mömmu. Ég er alltaf með kristalhjarta á mér sem amma gaf mér í jólagjöf fyrir mörgum árum og ég tek hjartað með mér hvert sem ég fer. Hún hefur mikinn áhuga á steinum og orku," útskýrði Kate. Kristallinn er hjartalagaður úr rose quartz og hann táknar kærleik," sagði hún. Kate tekur hluti með sér í ferðalög til að minna sjálfa sig á fjölskylduna sína og tengslin við hana. Hún á sex ára gamlan son, Ryder, með fyrrverandi manni sínum, Chris Robinson, sem hún er´i góðu sambandi við því henni finnst mikilvægt að vera í góðu sambandi við ástvini. Ég tek fjölskyldu myndir með mér þegar ég ferðast. Ég er tilfinningarík gagnvart hlutum sem eru persónulegir eins og bréf frá mömmu og póstkort frá ömmu. það er eitthvað virkilega notalegt að sjá handskrift foreldra minna þegar ég er fjarri þeim. 5.9.2010 07:30 Shia skilar mestum hagnaði leikara Samkvæmt Forbes tímaritinu er leikarinn Shia LaBeouf sá leikari sem skilar mestum peningum í kassann til kvikmyndaframleiðanda. 4.9.2010 06:00 Spila í norskum morgunþætti Hljómsveitin Hjaltalín kemur fram í norska morgunþættinum God morgen Norge á sjónvarpsstöðinni TV2 8. september. Þetta verður í annað sinn sem sveitin treður þar upp en síðast var hún gestur í þættinum fyrir tveimur árum. 4.9.2010 00:01 Angelina biður um hjálp Góðgerðarstjarnan Angelina Jolie sendi frá sér nýtt myndband þar sem hún biður heimsbyggðina að bregðast skjótt við vegna hamfaranna í Pakistan. 4.9.2010 00:01 Vegas-stíll hjá Palla og Sinfó Miðar seldust upp á tvenna tónleika Páls Óskars og Sinfóníuhljómsveitar Íslands á nokkrum klukkustundum. Tvennir aukatónleikar verða haldnir til að anna eftirspurn. 4.9.2010 00:01 Íslendingar keppa í fullnægingu Fimmtán myndir keppa í flokknum Fyrir opnu hafi á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, sem hefst 23. september. Ein myndanna er spænsk og nefnist Fake Orgasm og fjallar öðrum þræði um gervifullnægingar kvenna en í raun fjallar hún um kynjafræði og þróun sjálfsmyndar okkar. Í tengslum við sýningu myndarinnar verður efnt til keppni í gervifullnægingum á Næsta bar þar sem strákar og stúlkur munu etja kappi í þessari sérstöku íþróttagrein. 4.9.2010 15:00 Ásdísi þykir fúlt að flytja frá Búlgaríu Einstök lofgrein um Ásdísi Rán birtist í gær á vefsíðunni sofiaecho.com en það er ensk vefsíða með fréttum og fróðleik frá Búlgaríu. En Ásdís kveður senn landið og heldur til Bæjaralands í Þýskalandi þar sem eiginmaður hennar, knattspyrnukappinn Garðar Gunnlaugsson, mun leika með þýska 3. deildar liðinu SpVgg Unterhaching næstu tvö árin. 4.9.2010 12:15 Sigríður Klingenberg spáði fyrir Karli Gústaf Svíakóngi Spákonan Sigríður Klingenberg var fengin til að spá fyrir Karli Gústavi Svíakonungi á meðan hann dvaldi á Hótel Rangá á dögunum. Þau hittust í litlum glersal á hótelinu og ræddu saman í vel á fjórðu klukkustund. Fullt tungl var þennan dag, 24. ágúst, og gekk fundurinn svo vel að þau hittust aftur daginn eftir á hótelinu og áttu annað spjall. Sigríður spáði einnig fyrir föruneyti Karls, sem samanstóð af fjölda áhrifamanna í Svíþjóð, þar á meðal yfirmanni hjá sænska hernum. 4.9.2010 10:00 Góð stemning í Austurbæ Það var ný lykt í loftinu í Austurbæ þegar Fréttablaðið bar að garði til að kíkja á fyrsta rennslið á söngleiknum Buddy Holly. Það er greinilegt að líf er komið í gamla Austurbæjarbíó en áætluð frumsýning á söngleiknum er í byrjun október. 4.9.2010 08:30 Áttunda og síðasta barnið Söngvarinn Rod Stewart segir að áttunda barnið hans sem er væntanlegt í heiminn verði hans síðasta. Fyrr í mánuðinum tilkynntu hann og hin 39 ára eiginkona hans, Penny Lancaster, að þau ættu von á sínu öðru barni. Stewart á sex önnur börn úr fjórum samböndum og óttast að hann geti ekki framfleytt fleiri börnum en átta. 4.9.2010 07:00 Augljóslega kominn tími fyrir nýja bókmenntasögu Öldin öfgafulla - bókmenntasaga tuttugustu aldarinnar heitir ný bók eftir Dagnýju Kristjánsdóttur, prófessor. Tuttugasta öldin var tímabil mikilla öfga, umbrota og átaka sem bókmenntir tímabilsins endurspegla og túlka. Öldin öfgafulla er ætluð framhaldsskólanemum en nýtist líka þeim sem hafa áhuga á bókmenntum. Það var bókaútgáfan Bjartur sem leitaði til þeirra hjóna, Dagnýjar og Kristján Jóhanns Jónssonar, um að rita bókmenntasögu 19. og 20. aldar. 4.9.2010 06:00 Jón Jónsson heldur tónleika Hljómsveitin Jón Jónsson kemur fram í fyrsta sinn í langan tíma á skemmtistaðnum Risinu í Tryggvagötu fimmtudagskvöldið 9. september. Hljómsveitin er hugarfóstur Hafnfirðingsins Jóns Ragnars Jónssonar. 3.9.2010 22:00 Vekur athygli þýskra bloggara Fjallað var um verslunina Glad I Never á þýsku netsjónvarpsstöðinni Berlinfashion.tv fyrir skemmstu, en verslunin er í eigu Íslendingsins Baldvins Dungal og var opnuð í desember síðastliðinn. 3.9.2010 20:00 Í hot-jóga kennaranám til Taílands Gyða Pétursdóttir flytur til Taílands í byrjun október þar sem hún hyggst læra til jógakennara. Gyða mun dvelja ásamt öðrum nemendum á paradísareyjunni Koh Samui og stunda þar hot-jóga, hugleiðslu og læra kennslutækni. 3.9.2010 19:00 Mynduðu brennandi bústað Sumarbústaður á Þingvöllum var brenndur margoft við tökur á myndinni Okkar eigin Osló. Um eitt hundrað manns voru á svæðinu, þar á meðal lögregla, slökkvilið og eftirlitsaðilar, til að sjá um að allt gengi vel fyrir sig. 3.9.2010 18:00 Þröng föt éta upp sálina Söngkonan Beth Ditto líður illa í þröngum fötum. Hún segir óþægilegan fatnað éta upp sálina hennar. Beth sem skaust upp á stjörnuhimininn með hljómsveitinni The Gossip hefur líka slegið í gegn þegar kemur að klæðaburði en hún er andlit Evans sem er breskur fataframleiðandi fyrir konur með mjúkar línur. Ég er nýbyrjuð að hanna mína eigin fatalínu. Það eru nokkrar flíkur sem ég ætla ekki einu sinni að prófa. Þær hreinlega éta upp sálina á mér bara við að horfa á þessar þröngu litlu flíkur. Það er eitthvað ekki rétt við sniðið á sumum flíkum," sagði Beth. Beth er meðvituð um að það er ekkert mál fyrir konur sem eru mjúkar í vextinum að klæða sig á kynþokkafullan hátt. Það eru óteljandi hlutir sem ekki hafa verið reyndir á fatnað fyrir okkur eins og að setja mittisbeltið á annan stað en vanalega," sagði hún. Beth er fullkomlega sátt við líkama sinn og móðgast ekki þó fólk segi hana vera of þunga. Að vera feitur er ekki neikvætt." 3.9.2010 16:15 Gefur ekki upp fegrunarleyndarmálin Leikkonan Jennifer Aniston, 41 árs, gefur engum upp fegrunarleyndarmálin sín, ekki einu sinni bestu vinkonum sínum. Ég segi vinkonum mínum aldrei frá leyndarmálunum mínum þegar kemur að útlitinu. Þær spyrja mig ekki einu sinni," sagði Jennifer. Spurð út í hár hennar sem hefur vakið aðdáun kvenna um heim allan sagði Jennifer: Ég hef látið lita hárið á mér undanfarin ár og nota alltaf L’Oreal Paris efni í hárið á mér til að koma í veg fyrri slitna enda. Annars nota ég alltaf hárnæringu þegar ég þvæ það." 3.9.2010 15:30 Siggi stormur aftur orðinn fréttamaður „Nú er ég orðinn fréttamaður aftur," segir Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi Stormur. Þeir sem fylgdust með fréttaútsendingum frá ríkisráðsfundinum á Bessastöðum í gær spurðu sig margir hvað Siggi Stormur væri að gera á Álftanesinu. Blaðamaður Vísis hafði samband við Sigga til að fá svarið við þessari áleitnu spurningu. 3.9.2010 14:33 Vörubílstjóri sigraði fatahönnunarkeppni Jóhanna Eva Gunnarsdóttir ,sem starfar sem vörubílstjóri, sigraði Martini fatahönnunarkeppni sem haldin var í gærkvöldi á vegum Iceland Fashion Week á veitingastaðnum Spot sem hafði verið breytt í sýningarsal. „Ég sá þessa Martini-fatahönnunarkeppni auglýsta fyrir nokkru og ákvað að sækja um. Svo var haft samband við mig í byrjun vikunnar og mér boðið að taka þátt," sagði Jóhanna í viðtali við Fréttablaðið. Keppendur ásamt Jóhönnu Evu voru Kristín Rut Ómarsdóttir, Steinunn Ketilsdóttir, Sigríður Björnsdóttir og Krstín Sunna Sveinsdóttir. Eins og meðfylgjandi myndir sem Thorgeir.com tók af sýningarstúlkum, keppendum og gestum í gærkvöldi var stemningin gríðarlega góð. 3.9.2010 14:15 Trúir á endalausa ástarsorg Breski leikarinn Dominic Cooper, 32 ára, sem sló í gegn í kvikmyndinni Mamma Mía!, er neikvæður þegar talið berst að ástinni. Hann heldur því fram að í framtíðinni muni hann ekki nokkurn tíman finna hina einu sönnu ást og að hjarta hans verði brotið aftur og aftur. Dominic er á lausu því hann er óheppinn að hans mati. Alltaf! Ég er maður með brotið hjarta og ég held að það verði ávallt þannig hjá mér," svaraði Dominic spurður hvort hjarta hans væri í molum en mótleikkona hans í kvikmyndinni Mamma Mia!, Amanda Seyfried, sagði honum upp fyrir ekki svo löngu. Leikarinn er enn að jafna sig eftir sambandsslitin. 3.9.2010 12:30 Vill ekki öryggi Leikkonan Blake Lively sem slegið hefur í gegn í sjónvarpsþáttaröðinni Gossip Girl sem sýnd er á Stöð 2 vill ekki fyrirsjáanlegan frama lengur. 3.9.2010 11:00 Heilluð af Indlandi Fatahönnuðurinn Una Hlín Kristjánsdóttir stofnaði merkið Royal Extreme fyrr á árinu og hafa viðtökurnar verið gríðarlega góðar. Una Hlín sótti meðal annars tískuvikuna í Kaupmannahöfn í ágúst og fékk nýverið boð á tískuvikuna í New York sem hefst þann 9. september næstkomandi. 3.9.2010 10:00 Húðflúr stór mistök Sjónvarpsstjarnan sem varð hönnuður, Nicole Richie, lét húðflúra orðið jómfrú eða „virgin" á úlnliðinn á sér þegar hún var sextán ára. 3.9.2010 08:00 Fjármálaöskuhaugar 16 elskendur spruttu fram á sviðið í Kassanum þó þeir væru bara tíu. Það var kannski fyrsta svindlið. Þjóðleikhúsið hóf leikárið með því að bjóða upp á blandaðan hóp ungra áhugasamra leikara sem sjálfir settu saman hraðnámskeið í að græða á vitleysingum og beita þá brögðum sem þegar eru þekkt meðal svikahrappa. 3.9.2010 09:50 Milljónir hlusta á söng stúlknanna í The Charlies Stúlkurnar í hljómsveitinni The Charlies, þær Alma Guðmundsdóttir, Steinunn Camilla Sigurðardóttir og Klara Elíasdóttir, halda áfram að vekja verðskuldaða athygli í Borg Englanna. Nýverið bauðst þeim að syngja kynningarlag hins vinsæla sjónvarpsþáttar Dancing With The Stars, en þátturinn er með svipað áhorf og American Idol í Bandaríkjunum. 3.9.2010 08:45 Mátti ekki fljúga til Íslands Everything Everything er eitt heitasta bandið sem spilar á Iceland Airwaves-hátíðinni í október. Söngvarinn Jonathan Higgs fékk aldrei að fara til Íslands þegar hann var lítill. 3.9.2010 07:45 Bingó og Gay Pride Suðurnesjasveitin Breiðbandið hefur gefið út sína þriðju plötu og nefnist hún Breiðbandið – Bætir á sig. Á plötunni er að finna lagið Popppunktur sem hljómsveitin notaði til að „væla“ sig inn í samnefndan sjónvarpsþátt. Önnur lög á plötunni fjalla um stjórnartíð Gordons Brown, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, bingó í Vinabæ og gleðigönguna Gay Pride. Eiginkonur og bjór koma einnig við sögu sem fyrr. Breiðbandið spilar næst á Ljósanótt í Reykjanesbæ í kvöld á stóra sviðinu. 3.9.2010 06:30 Spilist hátt fyrir hámarks áhrif Á heildina litið frábær plata. Skilaboðin til íslenskra tónlistaráhugamanna eru þess vegna einföld: Kaupa Okkar og hækka í botn! 3.9.2010 00:01 Ókind rýfur fjögurra ára þögn Rokksveitin Ókind rís upp frá dauðum og spilar í eina kvöldstund á Faktorý á laugardagskvöld. Ókind spratt fullsköpuð fram árið 2002 og náði öðru sæti í Músíktilraunum. Á næstu fjórum árum gaf hún út plöturnar Heimsenda 18 og Hvar í Hvergilandi, sem báðar hlutu náð fyrir augum og eyrum gagnrýnenda. Haustið 2006 tilkynnti Ókind að nú væri þetta orðið gott í bili. Svo þagnaði hún í fjögur ár. 2.9.2010 22:00 Norrænt velferðarLókal Lókal, alþjóðlegri leiklistarhátíð í Reykjavík, var hleypt af stokkunum í gær og stendur hún fram á sunnudag. Norræn leikverk eru í öndvegi á hátíðinni, en norræn samtímaleikritun hefur átt erfitt uppdráttar í íslenskum leikhúsum undanfarin ár. 2.9.2010 20:00 Aulalöggurnar Will Ferrell og Mark Wahlberg Allen Gamle og Terry Hoitz eru „hinar" löggurnar. Þeir fá auðveldustu málin, keyra ekki um á hraðskreiðum bílum né fylla líkama þjófa af blýi á götum úti. 2.9.2010 19:00 Draugar Romans Polanski Nafn Romans Polanski hefur oftar verið nefnt í tengslum við 33 ára gamalt dómsmál og Manson-fjölskylduna en kvikmyndagerð hans. Hann þykir þó sýna gamalkunna takta í sinni nýjustu mynd, Ghost Writer. 2.9.2010 18:00 Fjölþreifinn en góður við konur Kvennaljóminn velski, Tom Jones, segist alltaf hafa komið vel fram við konur, hann hafi til að mynda aldrei hugsað um kvenkynsaðdáendur sína sem „grúppíur“. 2.9.2010 17:00 Verkjaði alls staðar Sex and the City stjarnan, leikkonan Kim Cattral, segir að hana hafi verkjað í líkamann eftir að hafa mátað fötin sem hún klæddist í myndinni SATC II því mátunin tók heila eilífð að hennar mati. 2.9.2010 16:30 House-leikkona hrifin af kjól frá tískumerkinu Emami Leikkonan Jennifer Morrison, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt sem læknirinn Allison Cameron í sjónvarpsþáttunum House, var brúðarmær í brúðkaupi Anítu Briem. Brúðarmeyjar Anítu klæddust sérsaumuðum silkikjólum frá tískumerkinu Emami og að sögn Brynjars Ingólfssonar, framkvæmdastjóra Emami, var Morrison afskaplega hrifin af hönnun fyrirtækisins. 2.9.2010 16:00 Þolir ekki fín veitingahús Leikarinn Hugh Grant, 49 ára, segist hata fín veitingahús og fimm stjörnu þjónustu. 2.9.2010 15:00 Jolie og Depp náðu vel saman Þýski leikstjórinn Florian Henckel von Donnersmarck var hissa að sjá og uppilfa hvað Johnny Depp og Angelina Jolie náðu vel saman á settinu. Florian, sem leikstýrir stjörnunum tveimur í væntanlegri kvikmynd sem ber heitið The Tourist segir að strax og Jolie og Depp hittust byrjuðu þau að hlæja og grínast eins og krakkar. “Johnny og Angie smullu strax saman. Ég sá það strax frá fyrsta fundi okkar," sagði leikstjórinn. Leikaraparið tengdist á einstakan hátt og sló á létta strengi. Það var virkilega gaman að vinna með þeim. Þau eru bæði með fjörugt ímyndunarafl og hlógu stöðugt og léku sér. Það kom mér líka á óvart að þau höfðu aldrei hist fyrr en núna. Ég er stoltur að hafa kynnt þau fyrir hvort öðru," sagði hann. 2.9.2010 13:00 Rihanna í vax Madame Tussaud-safnið í Washington afhjúpaði á þriðjudaginn vaxmynd af söngkonunni Rihönnu. 2.9.2010 13:00 Ánægð með afturendann Raunveruleikasjónvarpsstjarnan Kendra Wilkinson er óhrædd við að segja það sem hún hugsar en nú síðast lét hún hafa eftir sér á opinberum vettvangi að afturendinn á henni sé það stærsta og fallegasta á líkama hennar. Kendra sem varð fræg í sjónvarpsþáttunum um Hugh Hefner og stelpurnar hans í sjónvarpsþáttunum The Girls Next Door hefur lagt mikið á sig undanfarið til að komast í líkamlega gott form eftir að hún eignaðist son í desember á síðasta ári með eiginmanni sínum, fótboltahetjunni Hank Baskett. Rassinn á mér er það stærsta og fallegasta á líkama mínum akkúrat núna. Mér líður mjög vel með hann. Ég þarf meira að segja að berjast til fá Hank til að láta mig í friði," sagði Kendra. 2.9.2010 11:00 Sjá næstu 50 fréttir
Hot Yoga sérfræðingur væntanlegur til Íslands Heimsfrægur Hot Yoga sérfræðingur, Jimmy Barkan, kemur til Íslands 9.-12.september næstkomandi í þeim tilgangi að kenna Íslendingum Hot Yoga. Við höfðum samband við Hot Yoga kennarann Lönu Vogestad í World Class og spurðum hana út í heimsóknina. Það er mikill heiður að fá hann til landsins og fá að njóta leiðsagnar hans en Jimmy hefur kennt Hot Yoga síðan 1981. Hann er heimsfrægur sem slíkur. Jimmy var upphaflega nemandi hjá Bikram, en sá maður kynnti Hot Yoga fyrir Bandaríkjamönnum. Hann þjálfar kennara í Japan, Ástralíu, víða í Evrópu og í Bandaríkjunum og rekur tvo Hot Yoga skóla í Flórida auk þess að ferðast um víða veröld og halda námskeið. Auk alls þessa hefur hann þjálfað marga toppíþróttamenn í NFL, NBA, NHL og PGA Tour kylfinga," segir Lana. Þegar við spyrjum Lönu út í Hot Yoga íþróttina og hvaða áhrif hún hefur á iðkendur svara hún: Hot Yoga hefur margvísleg bætandi áhrif á allan líkamann; bein, vöðva, líffæri og vefi auk þess að hafa góð áhrif á t.d. einbeitingu, viljastyrk og þolinmæði. Það má því með sanni segja að Hot Yoga geti breytt lífi fólks til batnaðar. Er þetta námskeið fyrir alla? Já algjörlega! Jimmy býður alla velkomna, reynda sem óreynda!" 6.9.2010 10:06
Beckham er brandarakerling Leikkonan Eva Longoria segir að Victoria Beckham sé vinsæl í Bandaríkjunum af því að hún er drepfyndin. Eva, sem er best þekkt fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Desperate Housewives, er góð vinkona Victoriu. Þær kynntust þegar sú síðarnefnda flutti til Los Angeles árið 2007 ásamt David og drengjunum þeirra þremur, Brooklyn, Romeo og Cruz. Sagan segir að Beckham fjölskyldan ætli að búa framvegis í Los Angeles en húsið þeirra í Bretlandi er á sölu. Við elskum stelpukvöld heima hjá hvor annarri. Hún er góð vinkona. Traust, ótrúlega fyndin og allir elska hana," sagði Eva um Victoriu. Þau fjárfestu í glæsivillu í Sawbridgeworth í Hertfordshire árið 1999 á £2.5 milljón en andvirði eignarinnar í dag er £18 milljónir. 6.9.2010 09:15
Vonast eftir partýstemningu Heimildarmyndin Backyard, í leikstjórn Árna Sveinssonar, verður opnunarmynd hins nýja kvikmyndahúss Bíó Paradís, sem opnar í gamla Regnboganum þann 15.september. Myndin var valin besta mynd Skjaldborgarhátíðarinnar í ár og fjallar hún um ákveðna tónlistarsenu sem ríkir í Reykjavík í dag. 6.9.2010 07:30
Í spilun á 95 útvarpsstöðvum „Ég spilaði nokkra tónleika í Bandaríkjunum í júní og eyddi tveimur dögum í að troða diskum í umslög og senda á útvarpsstöðvar. Nú er það að skila sér,“ segir Sunna Gunnlaugsdóttir, djasspíanisti. 6.9.2010 11:00
Fyrsta íslenska stuttmyndin sem keppir í Feneyjum „Það er rosalega leiðinlegt að komast ekki út,“ segir Katrín Ólafsdóttir. Hún framleiðir stuttmyndina Líf og dauði Henry Darger sem er fyrsta íslenska stuttmyndin sem hefur verið valin á hina virtu kvikmyndahátíð á Feneyjum. Þar verður hún sýnd dagana 8. og 9. september en Katrín verður fjarri góðu gamni því henni tókst ekki fá styrk til að kynna myndina. 6.9.2010 09:00
Spilar á World Expo í Kína „Við förum á þriðjudaginn og svo eru tónleikarnir sjálfir næstkomandi föstudag," segir Ólafur Arnalds tónlistamaður en hann er að fara að spila á World Expo sýningunni í Sjanghæ. Þjóðhátíðardagur Íslands á heimssýningunni er einmitt á föstudaginn 11 september og verður Ólafur að spila meðal annars fyrir Forseta Íslands Ólaf Ragnar Grímsson. 6.9.2010 04:30
Gengur um með hjartakristal Leikkonan Kate Hudson ber hvert sem hún fer hjartalagaðan kristal á sér. Leikkonan sem er í góðum tengslum við fjölskyldu sína og þá sér í lagi leikkonuna Goldie Hawn, sem er móðir hennar, segir að um er að ræða dýrmæta gjöf frá mömmu. Ég er alltaf með kristalhjarta á mér sem amma gaf mér í jólagjöf fyrir mörgum árum og ég tek hjartað með mér hvert sem ég fer. Hún hefur mikinn áhuga á steinum og orku," útskýrði Kate. Kristallinn er hjartalagaður úr rose quartz og hann táknar kærleik," sagði hún. Kate tekur hluti með sér í ferðalög til að minna sjálfa sig á fjölskylduna sína og tengslin við hana. Hún á sex ára gamlan son, Ryder, með fyrrverandi manni sínum, Chris Robinson, sem hún er´i góðu sambandi við því henni finnst mikilvægt að vera í góðu sambandi við ástvini. Ég tek fjölskyldu myndir með mér þegar ég ferðast. Ég er tilfinningarík gagnvart hlutum sem eru persónulegir eins og bréf frá mömmu og póstkort frá ömmu. það er eitthvað virkilega notalegt að sjá handskrift foreldra minna þegar ég er fjarri þeim. 5.9.2010 07:30
Shia skilar mestum hagnaði leikara Samkvæmt Forbes tímaritinu er leikarinn Shia LaBeouf sá leikari sem skilar mestum peningum í kassann til kvikmyndaframleiðanda. 4.9.2010 06:00
Spila í norskum morgunþætti Hljómsveitin Hjaltalín kemur fram í norska morgunþættinum God morgen Norge á sjónvarpsstöðinni TV2 8. september. Þetta verður í annað sinn sem sveitin treður þar upp en síðast var hún gestur í þættinum fyrir tveimur árum. 4.9.2010 00:01
Angelina biður um hjálp Góðgerðarstjarnan Angelina Jolie sendi frá sér nýtt myndband þar sem hún biður heimsbyggðina að bregðast skjótt við vegna hamfaranna í Pakistan. 4.9.2010 00:01
Vegas-stíll hjá Palla og Sinfó Miðar seldust upp á tvenna tónleika Páls Óskars og Sinfóníuhljómsveitar Íslands á nokkrum klukkustundum. Tvennir aukatónleikar verða haldnir til að anna eftirspurn. 4.9.2010 00:01
Íslendingar keppa í fullnægingu Fimmtán myndir keppa í flokknum Fyrir opnu hafi á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, sem hefst 23. september. Ein myndanna er spænsk og nefnist Fake Orgasm og fjallar öðrum þræði um gervifullnægingar kvenna en í raun fjallar hún um kynjafræði og þróun sjálfsmyndar okkar. Í tengslum við sýningu myndarinnar verður efnt til keppni í gervifullnægingum á Næsta bar þar sem strákar og stúlkur munu etja kappi í þessari sérstöku íþróttagrein. 4.9.2010 15:00
Ásdísi þykir fúlt að flytja frá Búlgaríu Einstök lofgrein um Ásdísi Rán birtist í gær á vefsíðunni sofiaecho.com en það er ensk vefsíða með fréttum og fróðleik frá Búlgaríu. En Ásdís kveður senn landið og heldur til Bæjaralands í Þýskalandi þar sem eiginmaður hennar, knattspyrnukappinn Garðar Gunnlaugsson, mun leika með þýska 3. deildar liðinu SpVgg Unterhaching næstu tvö árin. 4.9.2010 12:15
Sigríður Klingenberg spáði fyrir Karli Gústaf Svíakóngi Spákonan Sigríður Klingenberg var fengin til að spá fyrir Karli Gústavi Svíakonungi á meðan hann dvaldi á Hótel Rangá á dögunum. Þau hittust í litlum glersal á hótelinu og ræddu saman í vel á fjórðu klukkustund. Fullt tungl var þennan dag, 24. ágúst, og gekk fundurinn svo vel að þau hittust aftur daginn eftir á hótelinu og áttu annað spjall. Sigríður spáði einnig fyrir föruneyti Karls, sem samanstóð af fjölda áhrifamanna í Svíþjóð, þar á meðal yfirmanni hjá sænska hernum. 4.9.2010 10:00
Góð stemning í Austurbæ Það var ný lykt í loftinu í Austurbæ þegar Fréttablaðið bar að garði til að kíkja á fyrsta rennslið á söngleiknum Buddy Holly. Það er greinilegt að líf er komið í gamla Austurbæjarbíó en áætluð frumsýning á söngleiknum er í byrjun október. 4.9.2010 08:30
Áttunda og síðasta barnið Söngvarinn Rod Stewart segir að áttunda barnið hans sem er væntanlegt í heiminn verði hans síðasta. Fyrr í mánuðinum tilkynntu hann og hin 39 ára eiginkona hans, Penny Lancaster, að þau ættu von á sínu öðru barni. Stewart á sex önnur börn úr fjórum samböndum og óttast að hann geti ekki framfleytt fleiri börnum en átta. 4.9.2010 07:00
Augljóslega kominn tími fyrir nýja bókmenntasögu Öldin öfgafulla - bókmenntasaga tuttugustu aldarinnar heitir ný bók eftir Dagnýju Kristjánsdóttur, prófessor. Tuttugasta öldin var tímabil mikilla öfga, umbrota og átaka sem bókmenntir tímabilsins endurspegla og túlka. Öldin öfgafulla er ætluð framhaldsskólanemum en nýtist líka þeim sem hafa áhuga á bókmenntum. Það var bókaútgáfan Bjartur sem leitaði til þeirra hjóna, Dagnýjar og Kristján Jóhanns Jónssonar, um að rita bókmenntasögu 19. og 20. aldar. 4.9.2010 06:00
Jón Jónsson heldur tónleika Hljómsveitin Jón Jónsson kemur fram í fyrsta sinn í langan tíma á skemmtistaðnum Risinu í Tryggvagötu fimmtudagskvöldið 9. september. Hljómsveitin er hugarfóstur Hafnfirðingsins Jóns Ragnars Jónssonar. 3.9.2010 22:00
Vekur athygli þýskra bloggara Fjallað var um verslunina Glad I Never á þýsku netsjónvarpsstöðinni Berlinfashion.tv fyrir skemmstu, en verslunin er í eigu Íslendingsins Baldvins Dungal og var opnuð í desember síðastliðinn. 3.9.2010 20:00
Í hot-jóga kennaranám til Taílands Gyða Pétursdóttir flytur til Taílands í byrjun október þar sem hún hyggst læra til jógakennara. Gyða mun dvelja ásamt öðrum nemendum á paradísareyjunni Koh Samui og stunda þar hot-jóga, hugleiðslu og læra kennslutækni. 3.9.2010 19:00
Mynduðu brennandi bústað Sumarbústaður á Þingvöllum var brenndur margoft við tökur á myndinni Okkar eigin Osló. Um eitt hundrað manns voru á svæðinu, þar á meðal lögregla, slökkvilið og eftirlitsaðilar, til að sjá um að allt gengi vel fyrir sig. 3.9.2010 18:00
Þröng föt éta upp sálina Söngkonan Beth Ditto líður illa í þröngum fötum. Hún segir óþægilegan fatnað éta upp sálina hennar. Beth sem skaust upp á stjörnuhimininn með hljómsveitinni The Gossip hefur líka slegið í gegn þegar kemur að klæðaburði en hún er andlit Evans sem er breskur fataframleiðandi fyrir konur með mjúkar línur. Ég er nýbyrjuð að hanna mína eigin fatalínu. Það eru nokkrar flíkur sem ég ætla ekki einu sinni að prófa. Þær hreinlega éta upp sálina á mér bara við að horfa á þessar þröngu litlu flíkur. Það er eitthvað ekki rétt við sniðið á sumum flíkum," sagði Beth. Beth er meðvituð um að það er ekkert mál fyrir konur sem eru mjúkar í vextinum að klæða sig á kynþokkafullan hátt. Það eru óteljandi hlutir sem ekki hafa verið reyndir á fatnað fyrir okkur eins og að setja mittisbeltið á annan stað en vanalega," sagði hún. Beth er fullkomlega sátt við líkama sinn og móðgast ekki þó fólk segi hana vera of þunga. Að vera feitur er ekki neikvætt." 3.9.2010 16:15
Gefur ekki upp fegrunarleyndarmálin Leikkonan Jennifer Aniston, 41 árs, gefur engum upp fegrunarleyndarmálin sín, ekki einu sinni bestu vinkonum sínum. Ég segi vinkonum mínum aldrei frá leyndarmálunum mínum þegar kemur að útlitinu. Þær spyrja mig ekki einu sinni," sagði Jennifer. Spurð út í hár hennar sem hefur vakið aðdáun kvenna um heim allan sagði Jennifer: Ég hef látið lita hárið á mér undanfarin ár og nota alltaf L’Oreal Paris efni í hárið á mér til að koma í veg fyrri slitna enda. Annars nota ég alltaf hárnæringu þegar ég þvæ það." 3.9.2010 15:30
Siggi stormur aftur orðinn fréttamaður „Nú er ég orðinn fréttamaður aftur," segir Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi Stormur. Þeir sem fylgdust með fréttaútsendingum frá ríkisráðsfundinum á Bessastöðum í gær spurðu sig margir hvað Siggi Stormur væri að gera á Álftanesinu. Blaðamaður Vísis hafði samband við Sigga til að fá svarið við þessari áleitnu spurningu. 3.9.2010 14:33
Vörubílstjóri sigraði fatahönnunarkeppni Jóhanna Eva Gunnarsdóttir ,sem starfar sem vörubílstjóri, sigraði Martini fatahönnunarkeppni sem haldin var í gærkvöldi á vegum Iceland Fashion Week á veitingastaðnum Spot sem hafði verið breytt í sýningarsal. „Ég sá þessa Martini-fatahönnunarkeppni auglýsta fyrir nokkru og ákvað að sækja um. Svo var haft samband við mig í byrjun vikunnar og mér boðið að taka þátt," sagði Jóhanna í viðtali við Fréttablaðið. Keppendur ásamt Jóhönnu Evu voru Kristín Rut Ómarsdóttir, Steinunn Ketilsdóttir, Sigríður Björnsdóttir og Krstín Sunna Sveinsdóttir. Eins og meðfylgjandi myndir sem Thorgeir.com tók af sýningarstúlkum, keppendum og gestum í gærkvöldi var stemningin gríðarlega góð. 3.9.2010 14:15
Trúir á endalausa ástarsorg Breski leikarinn Dominic Cooper, 32 ára, sem sló í gegn í kvikmyndinni Mamma Mía!, er neikvæður þegar talið berst að ástinni. Hann heldur því fram að í framtíðinni muni hann ekki nokkurn tíman finna hina einu sönnu ást og að hjarta hans verði brotið aftur og aftur. Dominic er á lausu því hann er óheppinn að hans mati. Alltaf! Ég er maður með brotið hjarta og ég held að það verði ávallt þannig hjá mér," svaraði Dominic spurður hvort hjarta hans væri í molum en mótleikkona hans í kvikmyndinni Mamma Mia!, Amanda Seyfried, sagði honum upp fyrir ekki svo löngu. Leikarinn er enn að jafna sig eftir sambandsslitin. 3.9.2010 12:30
Vill ekki öryggi Leikkonan Blake Lively sem slegið hefur í gegn í sjónvarpsþáttaröðinni Gossip Girl sem sýnd er á Stöð 2 vill ekki fyrirsjáanlegan frama lengur. 3.9.2010 11:00
Heilluð af Indlandi Fatahönnuðurinn Una Hlín Kristjánsdóttir stofnaði merkið Royal Extreme fyrr á árinu og hafa viðtökurnar verið gríðarlega góðar. Una Hlín sótti meðal annars tískuvikuna í Kaupmannahöfn í ágúst og fékk nýverið boð á tískuvikuna í New York sem hefst þann 9. september næstkomandi. 3.9.2010 10:00
Húðflúr stór mistök Sjónvarpsstjarnan sem varð hönnuður, Nicole Richie, lét húðflúra orðið jómfrú eða „virgin" á úlnliðinn á sér þegar hún var sextán ára. 3.9.2010 08:00
Fjármálaöskuhaugar 16 elskendur spruttu fram á sviðið í Kassanum þó þeir væru bara tíu. Það var kannski fyrsta svindlið. Þjóðleikhúsið hóf leikárið með því að bjóða upp á blandaðan hóp ungra áhugasamra leikara sem sjálfir settu saman hraðnámskeið í að græða á vitleysingum og beita þá brögðum sem þegar eru þekkt meðal svikahrappa. 3.9.2010 09:50
Milljónir hlusta á söng stúlknanna í The Charlies Stúlkurnar í hljómsveitinni The Charlies, þær Alma Guðmundsdóttir, Steinunn Camilla Sigurðardóttir og Klara Elíasdóttir, halda áfram að vekja verðskuldaða athygli í Borg Englanna. Nýverið bauðst þeim að syngja kynningarlag hins vinsæla sjónvarpsþáttar Dancing With The Stars, en þátturinn er með svipað áhorf og American Idol í Bandaríkjunum. 3.9.2010 08:45
Mátti ekki fljúga til Íslands Everything Everything er eitt heitasta bandið sem spilar á Iceland Airwaves-hátíðinni í október. Söngvarinn Jonathan Higgs fékk aldrei að fara til Íslands þegar hann var lítill. 3.9.2010 07:45
Bingó og Gay Pride Suðurnesjasveitin Breiðbandið hefur gefið út sína þriðju plötu og nefnist hún Breiðbandið – Bætir á sig. Á plötunni er að finna lagið Popppunktur sem hljómsveitin notaði til að „væla“ sig inn í samnefndan sjónvarpsþátt. Önnur lög á plötunni fjalla um stjórnartíð Gordons Brown, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, bingó í Vinabæ og gleðigönguna Gay Pride. Eiginkonur og bjór koma einnig við sögu sem fyrr. Breiðbandið spilar næst á Ljósanótt í Reykjanesbæ í kvöld á stóra sviðinu. 3.9.2010 06:30
Spilist hátt fyrir hámarks áhrif Á heildina litið frábær plata. Skilaboðin til íslenskra tónlistaráhugamanna eru þess vegna einföld: Kaupa Okkar og hækka í botn! 3.9.2010 00:01
Ókind rýfur fjögurra ára þögn Rokksveitin Ókind rís upp frá dauðum og spilar í eina kvöldstund á Faktorý á laugardagskvöld. Ókind spratt fullsköpuð fram árið 2002 og náði öðru sæti í Músíktilraunum. Á næstu fjórum árum gaf hún út plöturnar Heimsenda 18 og Hvar í Hvergilandi, sem báðar hlutu náð fyrir augum og eyrum gagnrýnenda. Haustið 2006 tilkynnti Ókind að nú væri þetta orðið gott í bili. Svo þagnaði hún í fjögur ár. 2.9.2010 22:00
Norrænt velferðarLókal Lókal, alþjóðlegri leiklistarhátíð í Reykjavík, var hleypt af stokkunum í gær og stendur hún fram á sunnudag. Norræn leikverk eru í öndvegi á hátíðinni, en norræn samtímaleikritun hefur átt erfitt uppdráttar í íslenskum leikhúsum undanfarin ár. 2.9.2010 20:00
Aulalöggurnar Will Ferrell og Mark Wahlberg Allen Gamle og Terry Hoitz eru „hinar" löggurnar. Þeir fá auðveldustu málin, keyra ekki um á hraðskreiðum bílum né fylla líkama þjófa af blýi á götum úti. 2.9.2010 19:00
Draugar Romans Polanski Nafn Romans Polanski hefur oftar verið nefnt í tengslum við 33 ára gamalt dómsmál og Manson-fjölskylduna en kvikmyndagerð hans. Hann þykir þó sýna gamalkunna takta í sinni nýjustu mynd, Ghost Writer. 2.9.2010 18:00
Fjölþreifinn en góður við konur Kvennaljóminn velski, Tom Jones, segist alltaf hafa komið vel fram við konur, hann hafi til að mynda aldrei hugsað um kvenkynsaðdáendur sína sem „grúppíur“. 2.9.2010 17:00
Verkjaði alls staðar Sex and the City stjarnan, leikkonan Kim Cattral, segir að hana hafi verkjað í líkamann eftir að hafa mátað fötin sem hún klæddist í myndinni SATC II því mátunin tók heila eilífð að hennar mati. 2.9.2010 16:30
House-leikkona hrifin af kjól frá tískumerkinu Emami Leikkonan Jennifer Morrison, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt sem læknirinn Allison Cameron í sjónvarpsþáttunum House, var brúðarmær í brúðkaupi Anítu Briem. Brúðarmeyjar Anítu klæddust sérsaumuðum silkikjólum frá tískumerkinu Emami og að sögn Brynjars Ingólfssonar, framkvæmdastjóra Emami, var Morrison afskaplega hrifin af hönnun fyrirtækisins. 2.9.2010 16:00
Þolir ekki fín veitingahús Leikarinn Hugh Grant, 49 ára, segist hata fín veitingahús og fimm stjörnu þjónustu. 2.9.2010 15:00
Jolie og Depp náðu vel saman Þýski leikstjórinn Florian Henckel von Donnersmarck var hissa að sjá og uppilfa hvað Johnny Depp og Angelina Jolie náðu vel saman á settinu. Florian, sem leikstýrir stjörnunum tveimur í væntanlegri kvikmynd sem ber heitið The Tourist segir að strax og Jolie og Depp hittust byrjuðu þau að hlæja og grínast eins og krakkar. “Johnny og Angie smullu strax saman. Ég sá það strax frá fyrsta fundi okkar," sagði leikstjórinn. Leikaraparið tengdist á einstakan hátt og sló á létta strengi. Það var virkilega gaman að vinna með þeim. Þau eru bæði með fjörugt ímyndunarafl og hlógu stöðugt og léku sér. Það kom mér líka á óvart að þau höfðu aldrei hist fyrr en núna. Ég er stoltur að hafa kynnt þau fyrir hvort öðru," sagði hann. 2.9.2010 13:00
Rihanna í vax Madame Tussaud-safnið í Washington afhjúpaði á þriðjudaginn vaxmynd af söngkonunni Rihönnu. 2.9.2010 13:00
Ánægð með afturendann Raunveruleikasjónvarpsstjarnan Kendra Wilkinson er óhrædd við að segja það sem hún hugsar en nú síðast lét hún hafa eftir sér á opinberum vettvangi að afturendinn á henni sé það stærsta og fallegasta á líkama hennar. Kendra sem varð fræg í sjónvarpsþáttunum um Hugh Hefner og stelpurnar hans í sjónvarpsþáttunum The Girls Next Door hefur lagt mikið á sig undanfarið til að komast í líkamlega gott form eftir að hún eignaðist son í desember á síðasta ári með eiginmanni sínum, fótboltahetjunni Hank Baskett. Rassinn á mér er það stærsta og fallegasta á líkama mínum akkúrat núna. Mér líður mjög vel með hann. Ég þarf meira að segja að berjast til fá Hank til að láta mig í friði," sagði Kendra. 2.9.2010 11:00