Siggi stormur aftur orðinn fréttamaður Erla Hlynsdóttir skrifar 3. september 2010 14:33 Siggi Stormur hefur starfað við fjölmiðla í sextán ár og hefur unnið bæði sem fréttamaður og veðurfréttamaður. Nú gerir hann hvoru tveggja „Nú er ég orðinn fréttamaður aftur," segir Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi Stormur. Þeir sem fylgdust með fréttaútsendingum frá ríkisráðsfundinum á Bessastöðum í gær spurðu sig margir hvað Siggi Stormur væri að gera á Álftanesinu. Blaðamaður Vísis hafði samband við Sigga til að fá svarið við þessari áleitnu spurningu. „Ég starfaði sem fréttamaður á RÚV fyrir mörgum árum og er nú aftur kominn í fréttamannastarfið ásamt Hauki Hólm á Útvarpi Sögu," segir Siggi. Haukur hóf fyrir skömmu störf á stöðinni sem yfirmaður fréttadeildar og fékk Sigga nýverið til liðs við sig. Siggi er þó aðeins í hlutastarfi á Útvarpi Sögu enda sinnir hann einnig starfi veðurfréttamanns, nú á DV. „Ég er búinn að starfa við fjölmiðla í sextán ár og eftir að ég hætti á Stöð 2 tók ég mér smá tíma til að hugsa um hvað ég vildi verða þegar ég yrði stór," segir Siggi. Til að byrja með starfaði hann áfram sem veðurfræðingur fyrir ýmsa fjölmiðla, þar á meðal Skjá Einn. „En fréttamannabakterían fer ekki úr manni svo glatt." Sigga finnst ákaflega ánægjulegt hversu fjölbreytilegt starf hans er nú þar sem hann vinnur fyrir ólíka miðla. „Þó að þetta séu á sinn hátt samkeppnisaðilar þá skarast ekki mín störf fyrir þá," segir hann og bendir á að forsvarsmenn Útvarps Sögu og DV séu vel meðvitaðir um störf hans fyrir hinn miðilinn. „Þetta er ógurlega fjölbreytt og ég kann vel við mig í þannig umhverfi. Í gær var ég að sinna fréttamennskunni fyrir hádegi. Ég var með morgunþáttinn minn á Útvarpi Sögu og fór síðan á Bessastaði," segir Siggi sem þó var ekki að mæta til síns fyrsta ríkisráðsfundar því á árum áður fór hann líka á Bessastaði vegna slíks fundar sem fréttamaður RÚV. „Mér hefur aldrei líkað stöðnun á neinu sviði og er alveg eins og blóm í eggi núna," segir Siggi hlæjandi. Hann hefur líka enn gaman af því þegar hringt er í hann frá Bylgjunni og hann spurður um veðrið. „Mér finnst alltaf gaman að heyra frá Þorgeiri og Kristófer á Bylgjunni," segir Siggi. Hann skiptir léttilega yfir í gír veðurfréttamannsins. „Undir Hafnarfjalli koma núna hviður upp í allt að 40 metra á sekúntu. Þetta er hættulegt fyrir menn með aftanívagna. Þegar svona veður er hefur maður puttann á púlsinum. Það er ekkert grín að bera ábyrgð á veðurspá þegar veðrið er svona. Vindurinn er dauðans alvara," segir Siggi en kveður á léttari nótum: „Þeir sem búa á austur- og norðausturlandi njóta veðurblíðunnar núna. Þar er bara majorkaveður. En ég get því miður ekki farið til þeirra núna. Ég kem í heimsókn síðar." Mest lesið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Fleiri fréttir Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Sjá meira
„Nú er ég orðinn fréttamaður aftur," segir Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi Stormur. Þeir sem fylgdust með fréttaútsendingum frá ríkisráðsfundinum á Bessastöðum í gær spurðu sig margir hvað Siggi Stormur væri að gera á Álftanesinu. Blaðamaður Vísis hafði samband við Sigga til að fá svarið við þessari áleitnu spurningu. „Ég starfaði sem fréttamaður á RÚV fyrir mörgum árum og er nú aftur kominn í fréttamannastarfið ásamt Hauki Hólm á Útvarpi Sögu," segir Siggi. Haukur hóf fyrir skömmu störf á stöðinni sem yfirmaður fréttadeildar og fékk Sigga nýverið til liðs við sig. Siggi er þó aðeins í hlutastarfi á Útvarpi Sögu enda sinnir hann einnig starfi veðurfréttamanns, nú á DV. „Ég er búinn að starfa við fjölmiðla í sextán ár og eftir að ég hætti á Stöð 2 tók ég mér smá tíma til að hugsa um hvað ég vildi verða þegar ég yrði stór," segir Siggi. Til að byrja með starfaði hann áfram sem veðurfræðingur fyrir ýmsa fjölmiðla, þar á meðal Skjá Einn. „En fréttamannabakterían fer ekki úr manni svo glatt." Sigga finnst ákaflega ánægjulegt hversu fjölbreytilegt starf hans er nú þar sem hann vinnur fyrir ólíka miðla. „Þó að þetta séu á sinn hátt samkeppnisaðilar þá skarast ekki mín störf fyrir þá," segir hann og bendir á að forsvarsmenn Útvarps Sögu og DV séu vel meðvitaðir um störf hans fyrir hinn miðilinn. „Þetta er ógurlega fjölbreytt og ég kann vel við mig í þannig umhverfi. Í gær var ég að sinna fréttamennskunni fyrir hádegi. Ég var með morgunþáttinn minn á Útvarpi Sögu og fór síðan á Bessastaði," segir Siggi sem þó var ekki að mæta til síns fyrsta ríkisráðsfundar því á árum áður fór hann líka á Bessastaði vegna slíks fundar sem fréttamaður RÚV. „Mér hefur aldrei líkað stöðnun á neinu sviði og er alveg eins og blóm í eggi núna," segir Siggi hlæjandi. Hann hefur líka enn gaman af því þegar hringt er í hann frá Bylgjunni og hann spurður um veðrið. „Mér finnst alltaf gaman að heyra frá Þorgeiri og Kristófer á Bylgjunni," segir Siggi. Hann skiptir léttilega yfir í gír veðurfréttamannsins. „Undir Hafnarfjalli koma núna hviður upp í allt að 40 metra á sekúntu. Þetta er hættulegt fyrir menn með aftanívagna. Þegar svona veður er hefur maður puttann á púlsinum. Það er ekkert grín að bera ábyrgð á veðurspá þegar veðrið er svona. Vindurinn er dauðans alvara," segir Siggi en kveður á léttari nótum: „Þeir sem búa á austur- og norðausturlandi njóta veðurblíðunnar núna. Þar er bara majorkaveður. En ég get því miður ekki farið til þeirra núna. Ég kem í heimsókn síðar."
Mest lesið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Fleiri fréttir Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“