Lífið

Vill ekki öryggi

Blake Lively. MYND/Cover Media
Blake Lively. MYND/Cover Media

Leikkonan Blake Lively sem slegið hefur í gegn í sjónvarpsþáttaröðinni Gossip Girl sem sýnd er á Stöð 2 vill ekki fyrirsjáanlegan frama lengur.

Blake vill nýjar áskoranir svo hún geti sýnt heiminum að hún er hæfileikarík leikkona. Nýjasta áskorun leikkonunnar er kvikmyndin The Town, þar sem hún leikur einstæða móður sem berst við eiturlyfjafíkn, ásamt leikaranum Ben Affleck.

Hún vonast til að hlutverkið hjálpi henni að fá viðurkenningu og að ekki sé minnst á fleiri spennandi hlutverk í framtíðinni.

„Við erum skuldbundin í sex ár að leika í Gossip Girl en hver veit hvað þættirnir verða vinsælir lengi? Það síðasta sem mig langar að gera er að leika í kvikmynd þar sem ég endurtek mig. Ég vil taka áhættur. Ég verð eflaust ríkari ef ég tek að mér hlutverk sem eru fyrirsjáanleg og get þá væntanlega keypt mér íbúð en ég er bara tuttugu og tveggja ára gömul og þarf ekki á íbúð að halda eins og er," sagði Blake.

Við erum á Facebook. Vertu með!






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.