Fleiri fréttir

Keyptu vespu fyrir útréttingar starfsfólks

Fyrirtækið VSÓ ráðgjöf í Borgartúni hefur brugðið á það ráð að kaupa vespu og reiðhjól sem starfsmenn fyrirtækisins geta notað til alls kyns útréttinga. Eru kaupin bæði hugsuð með umhverfismál og þægindi starfsmanna að leiðarljósi.

Hleypur um borgina hálfnakinn - myndband

Vinir mínir mönuðu mig í þetta, segir Rökkvi Vésteinsson forritari sem á það til að klæðast sundbol einum fata hlaupandi um götur borgarinnar. Ég varð háður athyglinni. Athyglissýki er fíkn og maður húkkast.

Ljóstrað upp um Banksy?

Breska dagblaðið The Mail on Sunday fullyrðir að hinn dularfulli graffítilistamaður Banksy heiti í raun Robin Cunningham og sé 34 ára gamall.

Rod Stewart aftur með Faces

Unnið er að endurkomu hljómsveitarinnar Faces og nú er talið líklegt að Rod Stewart verði við hljóðnemann á tónleikaferðalagi sveitarinnar. Þetta fullyrðir Ian McLagan, einn meðlima Faces.

Táknmyndir í bókasafni

Sýningin Táknmyndir úr tilverunni stendur nú yfir í Aðalsafni Borgarbókasafns Reykjavíkur, Tryggvagötu 15. Á sýningunni má sjá verk eftir myndlistarmanninn Stefán-Þór

Þetta verður að vera erfitt, annars er ekkert gaman

Leikhópurinn Vér morðingjar setur upp Macbeth eftir Shakespeare í haust. Fram til þessa hefur hópurinn einbeitt sér að nýjum leikverkum. Tveir leikarar úr hópnum hafa notað sumarið til að kynna sér leiklistarlífið í Evrópu.

Microsoft hressir upp á Xbox í samkeppninni

Hugbúnaðarrisinn Microsoft hefur ákveðið að þrefalda minnisrými Xbox 360-leikjatölvunnar með það fyrir augum að styrkja stöðu sína gagnvart keppinautunum Nintendo og Sony.

Uma Thurman fagnar trúlofun sinni enn á ný

Uma Thurman og unnusti hennar, svissneski viðskiptajöfurinn og auðmaðurinn Arpad Busson, buðu vinum og fjölskyldu að samfagna nýafstaðinni trúlofun í vikunni sem leið.

Hvað varð um Stjörnustríðsdverginn?

Margir hafa velt því fyrir sér hvað orðið hafi um dverginn Kenny Baker sem er rétt rúmur metri á hæð og fór með hlutverk vélmennisins R2-D2 í Stjörnustríðsmyndunum góðkunnu. Baker og félagi hans Anthony Daniels, sem lék hinn gulli slegna C3PO, eru einu leikararnir sem komu fram í öllum sex Stjörnustríðsmyndunum.

Hamingjuleit í fjármálaheiminum

Ilmur Kristjánsdóttir leikur Ástríði í sjónvarpsþáttaröðinni Ástríður. Tökur hefjast í lok mánaðarins og Silja Hauksdóttur leikstýrir. Þetta verða tólf framhaldsþættir sem Stöð 2 sýnir, líklega skömmu eftir áramót.

Hundraðkall á mann fyrir konungsfjölskylduna

Elísabet Englandsdrottning og fjölskylda hennar kostuðu breska skattgreiðendur 40 milljónir punda á síðasta ári, jafnvirði sex milljarða króna, sem jafngildir 99 krónum á hvert mannsbarn þarlent.

Ef eldhúsið er skítugt get ég ekki sofnað, segir Geir Ólafs

Ef ég veit að eldhúsið er skítugt þá get ég ekki sofnað. Ég verð að hafa hreint í eldhúsinu, segir Geir Ólafsson söngvari meðal annars í þættinum Mér finnst sem sýndur er á sjónvarpsstöðinni ÍNN þar sem hann spjallar við Sigríði Klingenberg, Ásdísi Olsen og Kolfinnu Baldvins.

Víóla og gítar fyrir norðan

Önnur sumartónleikahelgin við Mývatn fer nú í hönd og býður tónlistaráhugafólki upp á ljúfa tóna gítars og lágfiðlu. Þau Kristinn H. Árnason gítarleikari og Helga Þórarinsdóttir lágfiðluleikari koma fram á tónleikum í Reykjahlíðarkirkju í kvöld kl. 21 og í Skútustaðakirkju annað kvöld kl. 21 og leika þar létta og skemmtilega efnisskrá sem inniheldur meðal annars sónötu eftir Vivaldi, spænska tónlist og nokkrar ómissandi perlur úr íslenskri sönghefð.

Listamenn til sýnis í Húsdýragarðinum

Hópur ungra listamanna vöktu athygli í Húsdýragarðinum í liðinni viku. Þau hreiðruðu um sig innan girðingar og settu upp skilti líkt og þau væru líka eitt af húsdýrunum - og til sýnis.

Ramsey á Vegamótum

Stjörnukokkurinn Gordon Ramsey sem staddur er hér á landi brá undir sig betri fætinum í gærkvöldi. Hann sat á efri hæðinni á Vegamótum í góðra vinahópi með drykk við hönd.

Haffi Haff syngur um Bin Laden

"Það er hægt að túlka þetta sem pólitískt lag,“ segir Haffi Haff sem er að senda frá sér lagið Bin Laden. Danslag af dýrari gerðinni með snert af ádeilu. "Það er verið að benda á ákveðna hluti sem eru að gerast í heiminum,“ segir Haffi en lagið er eftir Steina nokkurn og textinn líka. "Hann er snillingur. Hann valdi akkúrat réttu orðin í textann.“

Michael Jackson verslar barnabækur í hjólastól

Myndir af Michael Jackson þar sem honum er ýtt um Las Vegas í náttfötum og hjólastól hafa vakið upp spurningar um heilsu poppgoðsins. Sérfræðingar efast um að konungur poppsins muni einhverntíman dansa "moonwalk" á ný.

Ævintýri skálds og maríjúanasala á netið

Skrapp út, nýjasta mynd Sólveigar Anspach verður frumsýnd þann áttunda ágúst næstkomandi. Fyrsta stiklan fyrir myndina var birt á kvikmyndasíðunni Topp 5 í dag. Myndin fjallar um skáldið, uppvaskarann og maríjúanasalann Önnu Hallgrímsdóttur, og skartar skáldkonunni Diddu í aðalhlutverki. Didda hlaut Edduverðlaunin fyrir leik sinn í Stormviðri, mynd Sólveigar frá 2003.

Fyrsta plata Merzedes Club í búðir á morgun

Langþráður frumburður hljómsveitarinnar Merzedes Club lítur dagsins ljós á morgun, þegar platan „I wanna touch you“ kemur út. Slagara á borð við „Ho ho ho we say hey hey hey“ og „Meira frelsi“ þarf vart að kynna fyrir mörgum, en þau eru bæði á plötunni. Titillagið „I wanna touch“ you hefur einnig vermt sæti á flestum vinsældalistum landsins. Nýjustu afurðina, „See me now“, er einnig að finna á plötunni, ásamt fleiri verðandi smellum.

Áhorf á Ríkissjónvarpið dregst saman

Samkvæmt nýjustu mælingu Capacent dregst áhorf á Ríkissjónvarpið mikið saman, eða um rúmlega 25 prósent, á milli vikna. Talsvert minna áhorf var einnig á Ríkissjónvarpið í síðustu viku eftir að hafa notið góðs áhorfs í vikunum á undan vegna EM.

Bannað að minnast á Brangelinu

Það er slegist um réttinn til að birta fyrstu myndirnar af frægustu ófæddum börnum heims, tvíburum Brangelinu. En það er ekki nóg að vera tilbúinn til að punga út fúlgum fjár fyrir myndirnar. Samkvæmt heimildum TMZ setja þau Angelina Jolie og Brad Pitt það skilyrði að blaðið sem birtir myndirnar eftirsóttu minnist ekki einu orði á gælunafn þeirra hjóna í fjölmiðlum „Brangelina“.

Ethan Hawke giftur barnapíunni

Leikarinn Ethan Hawke er giftur í annað sinn og sú heppna er ólétt ef marka má sjónvarpsstöðina E!. Stúlkan sem heitir Ryan Shawhughes var barnapía Ethans þegar hann var giftur leikkonunni Umu Thurman. Sagan segir að leikarinn eigi von á stúlku.

Sjá næstu 50 fréttir