Lífið

Undirbúningur hafinn, segir Gulli Helga

„Ég ligg hérna í Nauthólsvík með börnunum og konunni," svarar Gulli Helga sjónvarpsmaður þegar Vísir hefur samband í von um að fá að vita hvort raunveruleikaþátturinn Hæðin, sem sló rækilega í gegn í vetur, verður aftur á dagskrá Stöðvar 2.

„Saga Film og Stöð 2 eiga eftir að negla þetta endanlega niður. Það eru margar hugmyndir á lofti og mikill hugur í fólki því þetta gekk alveg rosalega vel síðast. Ég get sagt þér að undirbúningur er hafinn."

„Við munum hafa casting eins og í fyrra en sennilega gera það fyrr en síðast. Óskin er sú að fólk komi fyrr inn í byggingaferlið. Annars mun þetta allt koma í ljós á næstu vikum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.