Lífið

Olivia Newton-John loksins hamingjusöm

John Easterling og Olivia Newton-John.
John Easterling og Olivia Newton-John.

Leikkonan Olivia Newton-John sem er þekktust fyrir leik sinn í kvikmyndinni Grease hefur fundið hamingjuna á ný. Hún giftist athafnamanninum John Easterling öllum að óvörum á heimili sínu í grillveislu sem hún hélt fyrir vini og vandamenn í Malibu, Kaliforníu 4. júlí síðastliðinn.

Vinir Oliviu segja hana hafa grátið í nærri tvö ár stanslaust síðan kærasti hennar til níu ára, Patrick McDermott, hvarf á leyndardómsfullan hátt árið 2005 í veiðitúr. Hún kynntist Easterling fyrir rúmu ári síðan og hann virðist gleðja hana með nærveru sinni.

Árið 1992 var Olivia Newton-John greind með brjóstakrabbamein og það var síðan ári síðar sem hún skildi við þáverandi eiginmann sinn Matt Lattanzi í kjölfar framhjáhalds af hans hálfu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.