Lífið

Ævintýri skálds og maríjúanasala á netið

Didda vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína í
Didda vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína í
Skrapp út, nýjasta mynd Sólveigar Anspach verður frumsýnd þann áttunda ágúst næstkomandi. Fyrsta stiklan fyrir myndina var birt á kvikmyndasíðunni Topp 5 í dag. Myndin fjallar um skáldið, uppvaskarann og maríjúanasalann Önnu Hallgrímsdóttur, og skartar skáldkonunni Diddu í aðalhlutverki. Didda hlaut Edduverðlaunin fyrir leik sinn í Stormviðri, mynd Sólveigar frá 2003.

Skrapp út fjallar um Önnu Hallgrímsdóttur, skáld, uppvaskara og marijúanasala. Hún er að nálgast fimmtugsaldurinn og býr ásamt sonum sínum Krumma og Úlfi í Reykjavík. Hún er búin að fá nóg af hráslagalegu umhverfi Íslands og á þá ósk heitasta að ferðast um heiminn með sonum sínum. Dag einn ákveður hún að láta verða af því að gefa sitt gamla líf upp á bátinn og hefja nýtt nánast frá grunni. Það fyrsta sem hún gerir að bjóða "fyrirtækið" sitt til sölu en burðarbiti þess er farsíminn með símanúmerum allra viðskiptavina hennar. Eins og gefur að skilja er söluferlið harla óvenjulegt en að lokum finnur hún áhugasaman kaupanda sem lofar að borga henni uppsett verð innan 48 tíma. Anna skreppur út á meðan á biðinni stendur og lendir í ýmsum rammíslenskum ævintýrum og uppákomum. Á meðan fyllist eldhúsið hennar af gömlum kúnnum og félögum sem halda veislu á meðan þeir bíða eftir að hún snúi aftur.

Sólveigu skrifaði handrit myndarinnar ásamt Jean-Luc Gaget, en Zik Zak framleiðir. Í aðalhlutverkum auk Diddu eru Joy Doyle, Ingvar E. Sigurðsson, Julien Cotterau, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Jörundur Ragnarsson, Erpur Eyvindarsson, Ólafur Darri Ólafsson og Óttarr Proppé.

Bíóbrotið má sjá hérna:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.