Lífið

Uma Thurman fagnar trúlofun sinni enn á ný

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Uma Thurman og unnusti hennar, svissneski viðskiptajöfurinn og auðmaðurinn Arpad Busson, buðu vinum og fjölskyldu að samfagna nýafstaðinni trúlofun í vikunni sem leið. Veislan átti sér stað í íbúð Umu í New York og var það mál manna að leikkonan hefði sjaldan eða aldrei geislað jafnmikið af gleði og glæsileika.

 

Reyndar var þetta alls ekki þeirra fyrsta trúlofunarveisla þar sem ein fór fram í Saint-Tropez í Frakklandi og önnur í London þar sem Busson hefur skrifstofu. Eitthvað verður þó væntanlega skrúfað niður í veisluglaumnum þegar parið heldur í rómantíska trúlofunarferð til Korsíku og baðar sig í sól og sjó næstu vikurnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.