Fleiri fréttir

Ethan Hawke giftur barnapíunni

Leikarinn Ethan Hawke er giftur í annað sinn og sú heppna er ólétt ef marka má sjónvarpsstöðina E!. Stúlkan sem heitir Ryan Shawhughes var barnapía Ethans þegar hann var giftur leikkonunni Umu Thurman. Sagan segir að leikarinn eigi von á stúlku.

Stríðsmynd Tarantinos

Íslandsvinurinn og svallarinn Quentin Tarantino er eins og vanalega með mörg járn í eldinum. Hann hefur áhuga á að endurgera költmyndina Faster, Pussycat! Kill! Kill! sem brjóstaáhugamaðurinn Russ Meyer gerði fyrir alllöngu.

Geta ekki hætt að teikna

Um helgina verður slegið upp heljarinnar veislu í tilefni þriggja ára afmælis verslunarinnar Nakta apans í Bankastræti. Gamanið hefst í dag klukkan 14 og verða ýmsar uppákomur í boði. Sara María Eyþórsdóttir, hönnuður og eigandi verslunarinnar, segir að það verði stíf dagskrá í gangi alla helgina.

Tónlistin út til fólksins

Tvennir útitónleikar verða haldnir í gamla Sirkus­portinu í kvöld og annað kvöld. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröð sem verða núna í júlímánuði.

Fönkið endurvakið

Hljómsveitin Ermar - Featuring Horny Horns mun spila fönktónlist á Glaumbar í kvöld. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni Bít Box sem verður á Glaumbar alla fimmtudaga í sumar. Bít Box er samstarf Samma í Jagúar og Steinars sem rekur Glaumbar og vildu þeir með framtakinu skapa vettvang fyrir rytmíska tónlist hér í Reykjavík og hefur Tómas R. Einarsson meðal annars spilað á slíku kvöldi.

Fögnuðu nýrri plötu

Hljómsveitin Atómstöðin fagnaði útgáfu nýrrar plötu sinnar með partíi á Bar 11. „Það var fullt hús af fólki og ofsalega góð stemning,“ segir Guðmundur Ingi Þorvaldsson, söngvari Atómstöðvarinnar, um útgáfupartí hljómsveitarinnar sem fram fór á Bar 11 síðastliðinn fimmtudag í tilefni af útgáfu plötunnar Exile Republic.

Loksins nýtt frá Emilíönu

Tónlistarkonan Emilíana Torrini stimplaði sig endanlega inn með plötunni Fisherman’s Woman, sem kom út í ársbyrjun 2005. Nú er loksins búið að tilkynna að næsta plata sé á leiðinni, hún mun heita Me and Armini og kemur út 8. september.

Gönguferðir á ensku

Borgarbókasafnið í Reykjavík hefur um nokkurra ára bil boðið borgarbúum og nærsveitamönnum upp á kvöldgöngur með bókmenntalegu ívafi. Þá hefur safnið bætt við og leggur í gönguferðir fyrir enskumælandi og enskuskiljandi gesti síðan 2003 í júlí og ágústmánuði.

Sumargleði Kima

Það er engu logið um það að Kimi Records á Akureyri er hressasta plötuútgáfa landsins um þessar mundir. Á meðan varla heyrist múkk frá öðrum útgáfum dælir Baldvin Esra hjá Kima út nýjum plötum og dreifir öðru eins. Það er því við hæfi að fjögur Kima-bönd taki höndum saman og fari um landið undir yfirskriftinni Sumargleði Kima.

Ekta mexíkóskur matur

„Við erum eiginlega steinhissa yfir því hvað það gengur vel,“ segir María Hjálmtýsdóttir sem rekur veitingastaðinn Santa María á Laugaveginum ásamt eiginmanni sínum, Ernesto Ortiz Alvarez, en staðurinn hefur fengið mjög góðar viðtökur frá því að hann var opnaður 1. mars.

Náttsöngvar í Skálholti

Tónlistarhátíðin í Skálholti heldur áfram með glæsilegu tónleikahaldi. Sönghópurinn Hljómeyki treður upp í kirkjunni í kvöld kl. 20 og verður þá mikið um dýrðir. Hópurinn flytur Náttsöngva Rachmaninovs, en um er að ræða eitt af sannkölluðum stórvirkjum tónbókmenntanna.

Nýr meðlimur Heimilistóna fæddur

„Lítill drengur er kominn í heiminn," staðfesti leik - og söngkonan Katla Margrét Þorgeirsdóttir sem eignaðist sitt annað barn ásamt Jóni Ragnari Jónssyni 13. júní síðastliðinn þegar Vísir óskar henni til hamingju með soninn en Katla Margrét skipar ásamt Elvu Ósk, Ragnhildi Gísladóttur, Vigdísi Gunnarsdóttur og Ólafíu Hrönn hljómsveitina Heimilistónar.

Alveg til í Alien 5

Í OK-tímaritinu breska segist leikkonan Sigourney Weaver alveg vera til í að leika kvenhetjuna Ellen Ripley í enn einni Alien-myndinni.

Byr með líkt merki og BIR

Nýlegt merki Byrs sparisjóðs verður að teljast nokkuð líkt merki bandaríska ímyndarfyrirtækisins BIR (Bio-imaging). Ekki eingöngu eru nöfn fyrirtækjanna nánast það sama heldur státa þau bæði af tveimur sláandi líkum hálfhringjum fyrir ofan nafn fyrirtækisins í merki sínu.

Drukkinn Darth Vader ræðst á stofnanda Jedi-kirkjunnar

Maður sem klæddi sig upp sem Darth Vader og lúskraði á Barney Jones, stofnanda Jedi-kirkjunnar í Bretlandi, slapp naumlega við fangelsisvist fyrir athæfið. Arwel Wynne Hughes, sem er 27 ára alkólisti, réðst á Jones og frænda hans og meðstofnanda Michael þegar þeir voru að mynda sig að slást með geislasverð. Vopnaður málmhækju barði maðurinn Jones í höfuðið og kýldi frænda hans í lærið.

Væntanleg plata Cörlu Bruni á netið

Aðdáendum forsetafrúarinnar frönsku Cörlu Bruni gefst í dag möguleiki á því að hlusta á væntanlega plötu hennar í heild sinni á heimasíðu hennar. Platan kemur ekki út fyrr en í næstu viku, en með því að skrá sig á heimasíðu Bruni, www.carlabruni.com er hægt að hlusta á plötunna frítt í tvo tíma.

Posh slapp með skrekkinn frá flugatviki

Victoria Beckham slapp með skrekkinn í gær þegar flugvél sem hún var farþegi í þurfti að hætta við flugtak á Los Angeles flugvelli. Posh hafði ásamt sonum sínum tveimur nýkomið sér fyrir í vélinni á leið til London. Skömmu fyrir flugtak negldi flugstjórinn niður bremsurnar eftir að fugl lenti í einum hreyflanna. Farþegar voru skelfingu lostnir, og þurfti að kalla til slökkvilið til að slökkva eld í hreyflinum.

Lyfjafræðingurinn fékk Útilegukortið

Kristín Laufey Steinadóttir er 28 ára lyfjafræðingur sem Vísir sagði frá í síðustu viku. Hún ætlaði í útilegu með vinkonum sínum en fékk ekki að tjalda á tjaldstæðinu að Laugaási í Biskupstungum. Ástæðan var sú að tjaldstæðið væri fyrir fjölskyldufólk með börn. Nú hefur Kristín Laufey fengið Útilegukortið að gjöf en það gildir á 30 tjaldstæði víðsvegar um landið.

Cohen tryllir Kana með hommaslagsmálum

Sacha Baron Cohen getur farið að hlakka til næstu lögsóknahrinu. Hátt í fimmtán hundruð manns létu blekkjast til þáttöku í nýjustu mynd hans með loforðum um brjáluð slagsmál, ódýran bjór og flottar gellur á slagsmálasýningunni Blue collar Brawl í Arkansas.

Söfnun fyrir gróðurhúsi á Litla-Hraun rýkur í gang

„Ég er komin með tíu prósent af upphæðinni,“ segir Auður I. Ottesen, ritstjóri Sumarhússins og garðsins, en eins og Vísir greindi frá í fyrradag gengst hún fyrir fjársöfnun til kaupa á gróðurhúsi handa föngum á Litla-Hrauni.

Dóttir Jamie Lynn á sinni fyrstu forsíðu

Tæpar þrjár vikur eru liðnar síðan hin sautján ára Jamie Lynn Spears ól frumburð sinn. Og því ekki seinna vænna að birta fyrstu myndirnar af grislingnum á forsíðu slúðurtímarits.

Æft fyrir Edinborgarhátíð

Fyrsta uppistand Snorra Hergils Kristjáns­sonar á Organ undir nafninu Happy Mondays, var á mánudag. Uppistandið er undirbúningur fyrir hina risastóru og virtu Edenborgarhátíð, sem honum var boðið á. Snorri Hergill hefur löngum búið í London og staðið fyrir uppistandi þar, en hann var kosinn næstfyndnasti maður Íslands 2002. Þá er Snorri lærður leikari úr LAMDA-skólanum.

Klarínetta og orgel í hádeginu

Klarínettuleikarinn Einar Jóhannesson, einn af þekktustu einleikurum landsins, kemur fram á hádegistónleikum í Dómkirkjunni í Reykjavík á morgun kl. 12.15 ásamt Douglas A. Brotchie, organista Háteigskirkju.

Drew á lausu

Leikkonan Drew Barrymore virðist ekki ætla að finna hina einu sönnu ást. Drew hefur nú tilkynnt að hún og kærasti hennar Justin Long séu skilin að skiptum eftir næstum árs samband.

Murta St. Calunga - Benni Hemm Hemm: Fjórar stjörnur

Þó að Murta St. Calunga sé full lík fyrri plötum Benna Hemm Hemm þá er hún léttari og skemmtilegri heldur en síðasta plata. Góð lög og vel heppnuð smáatriði í útsetningum lyfta henni upp.

Kvikmynd verður ópera í endurvinnsluiðnaðinum

Nýverið bárust fréttir af því frá Frakklandi að þar hefði verið tekin til sýninga ópera sem byggir á hryllings­myndinni Flugunni. Þó svo að mörgum þyki eflaust merkilegt að umbreyta óumdeilanlegri lágmenningarafurð í hámenningu á þennan hátt eru fjöldamörg dæmi um slíkar breytingar.

Níu íslensk popplög á Húnavöku

„Þetta er þriðja árið í röð sem Húnavakan er haldin frá því að hún var endurvakin, en í ár ákváðum við að gera eitthvað extra og halda popplagakeppni í tilefni af því að tuttugu ár eru liðin frá því að Blönduós fékk kaupstaðarréttindi," segir Einar Örn Jónsson framkvæmdastjóri Húnavökunnar og meðlimur hljómsveitarinnar Í svörtum fötum.

Sting vill Doherty ekki sem tengdason

Söngvarinn Sting er ansi langt því frá hamingjusamur með nýjasta vin dóttur sinnar, vandræðagemlinginn Pete Doherty. The Daily Mail hefur eftir kunnugum að Sting hafi froðufellt af reiði þegar hann komst að því Doherty hefði gist í tjaldi hinnar sautján ára Coco Sumner á Glastonbury tónlistahátíðinni.

McConaughey og spúsa eignast dreng

Leikarinn Matthew McConaughey og kærasta hans til tveggja ára, Camilla Alves, eignuðust frumburð sinn á sjúkrahúsi í Los Angeles í gærkvöldi. People tímaritið hefur eftir talsmanni parsins að drengurinn, sem er fyrsta barn þeirra beggja, sé rúmar fjórtán merkur og heilsist vel.

Svala Björgvins: Hamingjusöm að vera á lífi

Meðlimir hljómsveitarinnar Steed Lord, Svala Björgvinsdóttir söngkona og bræðurnir Einar, Erling og Eðvarð Egilssynir ásamt föður þeirra, Agli Eðvarssyni, upptökustjóra Kastljóssins, lentu í hörðum árekstri við Vogaafleggjara á Reykjanesbraut 9. apríl síðastliðinn.

Íslenskur kokkur á heimsmælikvarða

Ragnar Ómarsson, kokkur á veitingastaðnum Domo hafnaði í sjötta sæti á Evrópukeppni Bocuse d'Or sem fram fór í Stavanger um síðustu helgi. Með þessu tryggði hann Íslendingum þáttökurétt í virtustu matreiðslukeppni heims, Bocuse d'Or, sem verður haldin í Lyon í byrjun næsta árs.

Rekin eftir stórleik í BDSM-klámmynd

Ungverska lögreglukonan Livia Kovacs var rekinn úr lögregluliði Búdapest með skyndingu þegar hún blasti við vinnufélögum sínum á skjánum í svæsinni klámmynd.

Amy háð ljósabekknum

Söngkonan Amy Winehouse virðist hafa þróað með sér nýja fíkn. Gengdarlausa legu í sólarbekk á heimili sínu.

Sjá næstu 50 fréttir