Lífið

Fannst vanta uppplýsingar um meðgöngu

Alda Sigurðardóttir ritstjóri er menntaður stjórnmálafræðingur.
Alda Sigurðardóttir ritstjóri er menntaður stjórnmálafræðingur.

„Ég er búin að fara í gegnum tvær meðgöngur og á því tímabili er maður svo fróðleiksþyrstur um allt sem viðkemur meðgöngunni. Ég áttaði mig á því hvað það er til ótrúlega mikið magn af gagnlegum upplýsingum um meðgönguna á veraldarvefnum," svarar Alda Sigurðardóttir ritstjóri vefsins Medganga.is þegar Vísir spyr um ástæðuna fyrir opnuninni en vefurinn opnaði í maí.

„Mér fannst vanta að geta nálgast allar þessar upplýsingar á einum stað og útbjó því upplýsingatorg fyrir verðandi foreldra, þar sem hægt er að finna flest allar þær heimasíður sem viðkoma meðgöngu og öllu því sem henni fylgir. Þarna er líka listi yfir ýmislegt praktískt, eins og verslanir, læknaþjónustu og fleira."

„Það er gott að hafa allt á einum stað og stytta verðandi foreldrum leiðina í upplýsingaleitinni. Vefurinn er fjórskiptur. Það er meðganga, hreyfing, fatnaður og svo er fjórði liðurinn barnið en það er eiginlega sá flokkur sem nýtist öllum foreldrum."

„Ég ætla ekki að þykjast vera sérfræðingur í meðgöngu heldur sérfræðingur í því að safna saman upplýsingum,"segir Alda sem á tvær dætur, rúmlega eins árs og fimm ára.

Medganga.is








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.