Lífið

Nýr meðlimur Heimilistóna fæddur

Nýbökuð móðir Katla Margrét Þorgeirsdóttir ásamt Ragnhildi Gísladóttur.
Nýbökuð móðir Katla Margrét Þorgeirsdóttir ásamt Ragnhildi Gísladóttur.
„Lítill drengur er kominn í heiminn," staðfesti leik - og söngkonan Katla Margrét Þorgeirsdóttir sem eignaðist sitt annað barn ásamt Jóni Ragnari Jónssyni 13. júní síðastliðinn þegar Vísir óskar henni til hamingju með soninn en Katla Margrét skipar ásamt Elvu Ósk, Ragnhildi Gísladóttur, Vigdísi Gunnarsdóttur og Ólafíu Hrönn hljómsveitina Heimilistónar.

Heimilistónar

Jóladiskur í bígerð

„Við erum alltaf að gera eitthvað sniðugt, æfum reglulega í bílskúrnum mínum og spilum út um hvippinn og hvappinn. Erum núna að vinna að jóladiski."

„Þar fyrir utan lumum við á ýmsum húsráðum, hjónaráðum og uppskriftum. Þetta er mjög samheldinn hópur og makar okkar og börn eru með í mörgu og nú hefur bæst við nýr Heimilistónn sem tók þátt í annasömu hljómsveitarstarfi í níu mánuði."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.